Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR30.ÁGÚST2003 DVHBLGARBLAÐ 27 finnsson, Magnús Pálsson og fleiri. Átti Dieter Roth sinn þátt í vel- gengni þeirra? „Það má ekki vanmeta kraft þeirra, frumkvæði og áræði en kunningsskapur þeirra við Dieter hefur án efa haft sín áhrif. Það er útbreidd mýta að Dieter hafi komið íslenskum listamönnum í sam- bönd við umheiminn en það er mikil einföldun." Reykjavíkvar hrúga - Ingólfur hefur sett fram þá kenningu að dvölin á fslandi hafi hugsanlega breytt Dieter Roth sem listamanni og gert verk hans óreiðukenndari og hrárri en áður báru þau keim af agaðri geómetríu og fíngerðri teikningu. „Ég hef séð hann lýsa í viðtölum því samfélagi sem mætti honum á fslandi sjötta áratugarins. Það var skömmtun og Reykjavík var hrúga af hálfbyggðum húsum við götur sem voru ómalbikaðar með drullu- pollum. Þetta var frumstætt samfé- lag í augum manns sem ólst upp í menningarsamfélagi Evrópu. Hann fór því að nota óhefðbundn- ari efni og hrárri og list hans varð kaótfsk. En ég held að listsköpun sé alltaf víxlverkun ólíkra þátta og erfitt að benda á eitthvað eitt." - Svo förum við að tala um hvað dragi listamenn til fsland : og Ingólfur segir að kyrrðin og ein- faldleikinn og hið sérstæða frum- stæða landslag hafi átt sinn þátt L þvf. Ingólfur segir að margir lista- menn sem hingað koma sækist ekki endilega eftir kynnum við ís- lendinga í fyrstu heldur komi það síðar. Fámennið á sinn þátt í töfr- unum og auðn og eyðileiki orkar sterkt á fólk sem er alið upp og vant við þétta manngerða byggð þar sem hvergi sér í hreina náttúru. Veðrið og þess síbreytileiki, sem ærir óstöðuga fslendinga, finnst mörgum útlendingum heillandi. „Roni Horn hefur t.d. lagt áherslu á að ísland sé sérstakur staður en forðast það þjóðemis- lega og nær þannig almennri skírskotun. Richard Long hefur áhuga á bersvæði í náttúrunni en ekki íslandi sérstaklega. Svo er stutt frá Bretlandi hingað. Þannig er það ekki endilega ís- lensk náttúra eins og við skilgrein- um hana sem dregur listamenn hingað heldur nota þeir ísland sem vinnustofu og eru að leita að , landi sem uppfyllir ákveðin skil- yrði." ísland í heiminum - Getur ísland gert tilkall til þess að eiga sess í alþjóðlegri listasögu gegnum starf alþjóðlegra lista- manna á íslandi? „í mörgum uppsláttarbókum er Barnabók sem Dieter Roth gerði á ísiandi og var prentuð hér talin vera eitt hið fyrsta í heiminum af svokölluðum bókverkum sem nú- tímalistamenn hafa gert þar sem form bókarinnar og eiginleikar er aðalatriði verksins en ekki það sem stendur í bókinni." - En skyldu alþjóðlegir lista- menn sem hér vinna hafa haft áhrif á íslenska listamenn? „Kynni þeirra hafa haft áhrif en þau sjást karmski ekki greinilega í verkum íslenskra listamanna. Áhrif frá öðru fólki eru margræð en ég tel að ég sjái stundum greini- leg áhrif, án þess að ég vilji nefna dæmi. Ég held að sýn erlendra lista- manna á ísland hafi breytt sýn ís- lenskra listamanna á eigið land. Ég efast ekki um heilindi Roni Horn þegar hún er að nota fsland og spegla sig í landinu en mér finnst ég sjá íslenskt landslag í Bond- myndum, bflaauglýsingum, popp- myndböndum og sem bakgrunn í verkum fjölmargra listamanna. Ég verð tortrygginn þegar ég sé þetta því klisjukennd ofnotkun leiðir til útþynningar - að síendurtekin klisjukennd sjónarhorn fari að stjórna upplifun fólks." Hver er fslendingur? - Svo förum við aftur að tala um þjóðerni og myndlist og Ingólfur segir að sum verk Dieter Roths séu ótvírætt nokkuð íslensk þar sem þau séu unnin á íslandi og fjalli um íslenskan veruleika. Hann áréttar þá skoðun sína, sem fram kemur í sýningarskrá, að þjóðemi listamannsins skipti ekki öllu máli. „Erró er ágætt dæmi. Hann er ótvírætt fslendingur en hefur allan sinn aldur starfað í Frakklandi og myndmál hans er alþjóðlegt og ekkert íslenskt. Það mætti nefna Ólaf Elíasson, sem er fæddur á ís- landi en uppalinn og menntaður í Þýskalandi og Danmörku en er stöðugt að vinna með ísland og þennan uppruna sinn. Roni Horn er ekki íslendingur en ísland er mjög áberandi í verkum hennar. Málið er ekki einfalt. Þannig eigum við þátt í listasögu heimsins í gegnum verk lista- manna sem hér vinna og þá eru þeir hluti af íslenskri listasögu og fsland þá hluti af alþjóðlegri lista- sögu. Þjóðerni listamannanna skiptir ekki máli og það er lflca erfitt að segja að verk þeirra séu ís- lensk eða alþjóðleg. Við höfum ekki lengur neinn einkarétt á því að fjalla um íslenska náttúru og margir erlendir listamenn virðast sýna henni meiri virðingu en við gerum." poffl@dv.is ORÐIN f LANDINU: Þetta verk eftir Douwe Jan Bakker fjallar um orð í íslenskri tungu yfir landslag og náttúrufar. Það heitir Þrívíddar- orðasafn í íslensku landslagi og er í eigu Nýlistasafnsins. Vikuferð í sólina á lægra verði en stutt helgarferð í stórborg SúperHo í sólina - síðustu sætin! Portúgal í Portúgal bjóðum við góða gistingu í hjarta Albufeira, þar sem verslanir, veitinga- og skemmtistaðir eru í göngufæri. Fararstjórnin okkar er rómuð og Algarve skartar sínu fegursta á þessum árstíma. Salou JS. verði. "°*.iöffaf Salou skartar fallegum ströndum, fjölbreyttri aðstöðu og veðurfar er einstakt. Menning, verslanir og litríkt næturlíf taka við þegar sóiböðum líkur. Stutt er að fara til heimsborgarínnar Barcelona, þar sem er að finna margar af bestu verslunum ^SsSOOlr 'nnifaiið- . Islen "•¦^SsasíSör ^uverði eklQveitturaf veitingastoöum Evropu. eaiifú MasterCara feriaávisun?m^, i TERRA naÍv *-J Aa*nr S"^^^^~^ Stangarhyl3-110Reykjavik J/ - 25 »HA 06 THAUSTSINS l/fflfl s. M1 gnnn . terrannva.is • infoíSir-rrannva.is Smáauglýsingar $ ursr 550 sooo^ ggr. ^íjgglfl!, .jj* ,1 mA r Fjöldi góðra tilboða, ásamt kynningu á nuddpottum frá Fylltu út seðilinn og settu hann í pottinn. Fjöldi glæsilegra vinninga í boði. 0PIÐ HUS hjá Hellusteypu JVJ að Vagnhöfða 17 hjá Hellusteypu JVJ að Vagnhöfða 17 laugardaginn 30. ágúst og sunnudaginn 31. ágúst kl. 10-17 0 HELLUSTEYPA JVJ VAGNHÖFÐA17 110REYKJAVIK SÍMI: 587 2222 www.hellusteypa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.