Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 32
36 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST2003
FRANSKT-ÍSLENSKT LEIKHÚS: Sólveig
Simha, sem er hálfur Frakki og hálfur Is-
lendingur, leikur Ferðir Guðríðar á frönsku í
Skemmtihúsinu við Laufásveg.
horfa á leikritið Ástarsorg bresku læðunnar í
leikstjórn Alfredos Arias. Ég varð svo heilluð
að á þeirri stundu ákvað ég að leggja leiklist-
ina fyrir mig,“ segir Sólveig og bætir við:
„Þá var bara eitt eftir - að fá forelda mína
til að samþykkja ákvörðun mína - og það
voru mikil forréttindi að geta gert það sem
mig langaði mest til, að verða leikari."
Að loknu menntaskólanámi las Sólveig
franskar bókmenntir við Sorbonne, eða
Svartaskóla, í París en sótti síðan um inn-
göngu £ Ríkisleiklistarskólann í París sem er
gríðarlega eftirsóttur skóli. Umsækjendur
voru 1200 og þar'af 850 stúlkur. Sólveig var
ein af þeim 15 sem fengu inngöngu og lauk
_ . ,, . , þaðan prófi þremur árum
„En mnst i hjarta mmu seinna, árið 1996.
„Námið var mjög strangt
og þarna kenndu bestu
leika íslenskt verk, ann- leikstjórar og höfundar -
aðhvort á frönsku eða
íslensku. legt að njóta kunnáttu
þeirra og þekkingar og ég
mun búa að því um ókomin ár,“ sagði Sól-
veig.
bærðist alltafsú þrá að
Sólveig Slmha fékk leiklistarbakteríuna sem
barn og lærðileiklistí Frakklandi. Hún kemurnú
heim til íslands með leikritið Ferðir Guðríðar,
sem hún þýddi sjálf, og leikurþað á frönsku fyr-
ir íslendinga.
Ferðir Guðríðar er leikgerð Brynju Bene-
diktsdóttur sem árum saman hefur verið
sýnd í Skemmtihúsinu við Laufásveg. Leikrit
þetta hefur notið allmikilia vinsælda og ver-
ið sýnt hér og þar um heiminn. Nú eru þau
nýmæli að leikritið verður sýnt á frönsku í
Skemmtihúsinu og mun þetta vera í fyrsta
sinn sem íslenskt leikrit er
flutt á frönsku á íslandi.
Það er einnig sérstætt að
það var íslensk stúlka sem
þýddi verkið úr íslensku
yfír á frönsku og kom því á
fjalirnar í París þar sem
hún stóð ein á sviðinu.
Það er Sólveig Simha
sem þýddi verkið og leikur öll hlutverkin og
ætlar að brjóta þetta sérstæða blað í fslenskri
leiklistarsögu. Tíðindamaður DV náði tali af
Sólveigu í miðborg Reykjavíkur þar sem hún
var í óðaönn að búa sig undir að dreifa aug-
lýsingaspjöldum og kortum á hina ýmsu
staði sem erlendir ferðamenn leita upplýs-
inga á um hvað sé í boði fyrir þá á íslandinu
góða.
Frönsk-íslensk
- Hvernig stendur á þessu ferðalagi Sól-
veigar?
„Skýringuna er víst að ftnna langt aftur í
tímanum - eða þegar ég smitaðist af leiklist-
arbakteríunni aðeins 9 ára gömul við að
Þráin eftir íslandi
Að loknu námi hélt Sólveig út á leiklistar-
brautina í Frakklandi, þar sem hörð sam-
keppni ríkir og fékk nokkur lítil hlutverk.
Einnig dvaldi hún um hríð í Englandi og lék
á ensku með þarlendum leikflokki sem fór
meðal annars í leikför til Chicago við góðan
orðstír.
„En innst í hjarta mfnu bærðist alltaf sú
þrá að leika íslenskt verk, annaðhvort á
frönsku eða íslensku. Þetta vissu vinir mínir
á íslandi, þar á meðal Þór Tulinius sem fyrir
rúmum þremur árum benti mér á Ferðir
Guðríðar. Eftir að hafa lesið leikritið ákvað
ég að láta slag standa og hafði samband við
Brynju Benediktsdóttur til að fá hennar
samþykki fyrir að flytja það í Frakklandi og
varð hún góðfúslega við ósk minni og bauð
alla þá aðstoð sem hún gæti veitt og við það
hefur hún svo sannarlega staðið," sagði Sól-
veig.
„ Það sem meira er um vert er að hún bauð
mér hingað til íslands að
sýna í Skemmtihúsinu og
það fæ ég seint fullþakk-
að."
Franskan varð eftir á
flugvellinum
En björninn var ekki
unninn og mörg ljón voru í
veginum til þess að gera
hugmyndina að veruleika. Fyrst varð að þýða
leikritið á franska tungu og það verk annað-
ist Sólveig sjálf því að þótt hún sé fædd og
uppalin í Frakklandi þá nam hún íslensku
samhliða frönskunni. Foreldrar hennar,
Anna Sólveig sendiráðsritari og Claude
Simha, læknir í París, réðu alltaf íslenskar au
pair stúlkur sem töluðu alltaf íslensku við
Sólveigu og Snorra bróður hennar. Auk þess
dvöldu systkinin á fslandi, nánar tiltekið í
Garðinum hjá Hólmfríði Sólveigu, móður-
systur sinni, á hverju sumri uppvaxtarárin og
þar var alltaf töluð íslenska.
„Við skildum frönskuna alltaf eftir á flug-
vellinum," segir Sólveig.
„Ég eignaðist marga góða vini í Garðinum
og aðra seinna þegar ég vann m.a. í Hag-
kaupi."
Eitt er að hafa leikrit í höndunum og ann-
að að hafa aðgang að leikhúsi sem ekki eru á
hverju strái í Parísarborg.
„En það var eins og góðar vættir fylgdu
mér og af hreinni tilviljun hitti ég leikhúseig-
anda sem bauð mér að sýna Ferðir Guðríðar
einu sinni í viku í litla leildiúsinu sínu Aktéon
í 11. hverfi sem er mjög góður staður í borg-
inni. Við sömdum upp á helming af innkom-
unni svo fjárhagnum var ekki teflt í tvísýnu
og síðan hófust æfingar þar sem margir voru
mér hjálplegir en mest þó Clara Le Picard
aðstoðarleikstjóri sem sá
um margt sem að upp-
færslunni laut, enda fjöl-
hæf listakona og góðhjört-
uð. Brynja kom síðan til
okkar skömmu fyrir frum-
sýningu og dvaldi í eina
viku og lagði lokahönd á
uppfærsluna. Án þessa
góða fólks hefði ég aldrei
komið Ferðum Guðríðar á svið um seinustu
áramót í París, en það tókst og hingað er ég
komin," segir Sólveig.
Dreymir um ísland
Sólveig segir að aðsóknin í París hafi verið
það góð að ætlunin sé að hefja sýningar þar
að nýju í haust eftir íslandsförina, svo tími
verður lítill til hvíldar. Sólveig þykir túlka
hina þróttmiklu og djörfu Guðríði vel en sýn-
ingar í Skemmtihúsinu eiga að standa út
ágúst svo þar geta menn séð þær með eigin
augum.
Sólveig hefur í gegnum árin ferðast nokk-
uð um ísland og segist elska ísland og þykja
það fegurra eftir því sem hún sér meira af
{)ví. En hver skyldi vera hennar stærsti
draumur á leiklistarbrautinni?
„Það er að fá að leika á íslensku í íslensku
leikhúsi."
Magnús Gíslason -DV
„Námið varmjög
strangt og þarna
kenndu bestu leikstjórar
og höfundar - allir
þekkt nöfn í Frakklandi