Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST2003 SKOÐUN 11 LAUGARDAGSPtSTlLL Jónas Haraldsson :; aðstoOarritstjóri - jtior@dv.is m „Hvað áttu við, barnið gott, þegar þú segist hvorki hafa áhuga á Herðubreið né Herðubreiðarlindum og því síður Öskju? Þetta eru einhverjar mestu perlur íslenskrar náttúru. Það er hverjum manni hollt að sjá þær og njóta. Sumir segja að enginn verði samur eftir að hafa séð öskju, slík séu áhrifin. Viðurkennt er að Herðu- breið er eitt fríðasta fjall landsins og þótt víðar væri leitað. Vissir þú til dæmis að hún er einn formfegursti móbergsstapi landsins, svo ég vitni nú í íslandshandbókina mín kæra, svo regluleg, hrein í línum og fagur- sköpuð að vart finnast hennar líki í íslenskri fjallagerð? Ég hef lengi þráð að komast að Herðubreið og öskju. Nú loksins læt ég verða af því og býð þér að njóta þess með mér og móður þinni." „Er Subway þar?“ spurði dóttir okkar. „Ha?“ sagði ég og missti þráðinn í ræðunni um ferðalagið um hálendið, íslenska náttúrufeg- urð og víðerni. „Nei,“ sagði móðir stúlkunnar sem taldi sér skylt að taka við eftir að ég missti andlitið. „Það eru engir veitingastaðir þama en við förum með nesti. Það er ann- aðhvort hægt að borða það úti, ef veðrið er gott, eða í fjallaskála." „Er í lagi með ykkur?“ sagði stúlk- an. „Hér erum við á Akureyri í góð- um fílingi, veðrið er fi'nt, Kjarna- skógur á sínum stað, göngugatan, kók í bauk og ísinn í Brynju. Ég sé ekki að við þurfum að fara neitt annað. Ég nenni ekki að hristast í bfl heilan dag í holum og ryki bara til þess að skoða einhver eldfjöll og læki. Maður getur séð þetta allt saman í sjónvarpinu. Ekki það að ég ætli mér að skoða slfkt þar. Ég hef ekki þennan sama, ódrepandi áhuga á náttúrulífsþáttum og þú, pabbi. Það er alveg sama hvort það eru hverir og jöklar í sjónvarpinu eða þættir um apa og flamingóa í Afríku, alltaf horfir þú. Ferðalag við hæfi Við vorum þrjú á ferðalagi um Norðurland, höfðum farið á Siglu- Qörð en lent á pæjumóti svo öll gist- ing vár upppöntuð. Sæunn Axels, kjarnakona og hótelstýra á Ólafs- firði, bjargaði málunum. Við leigð- um af henni bjálkahús á bakka Ólafsfjarðarvatns. Húsið var fínt sem og heiti potturinn og ekki skað- aði árabáturinn sem við fengum í bónus. Stelpan reri með foreldra sína út á vatnið í sannkallaðri blíðu. Lognið var slíkt að fjöllin stóðu á haus í vatninu. Tilviljun réð því að við lentum á fiskideginum milda á Dalvík á leið- inni til Akureyrar. Hátíðin var bæj- arbúum til sóma enda sóttu 22 þús- und manns gleðina. Þar var í boði matur og drykkur eins og hver gat í sig látið. Við brögðuðum á steinbít, hrárri rækju og öðru góðmeti úr haf- inu, sigldum með Sæfara um Eyja- fjörð og mæðgurnar létu hræða sig í draugahúsi á staðnum. Veðrið var útlenskt, gott ef hitabylgjan ffæga í Evrópu teygði sig ekki inn eftir Eyja- firðinum þennan unaðsdag. Akureyri heilsaði okkur um kvöldið í sömu blíðunni. Þetta var ferðalag við hæfi dóttur okkar, stutt- ur akstur milli staða, veðurblíða, letilíf, sundlaugin, rennibrautirnar og veitingastaðir fyrir aila aldurs- hópa. Henni leist ekki eins vel á framhaldið, fyrirhugaða ferð með foreldrunum í öskju og áætlanir um að aka suður Sprengisand í stað þess að fara hefðbundna ieið á mal- biki með pylsustoppi í Varmahlíð og Staðarskála. Hnjúkarnir bíða ,Ættum við,“ sagði móðirin sem hefuryndi af fjallaferðum, „að skella okkur lflca að Kárahnjúkum, fyrst við erum á þessu randi á annað borð? Það væri gaman að sjá þetta allt saman, framkvæmdirnar og ekki síður landið sem fýrirhugað er að sökkva. Hvað ædi við séum lengi að keyra þangað?“ hélt hún áfram og beindi orðum sínum til mín. Hún kærðisig kollótta um um móbergs- stapann stílhreina og fríðlandið frá Jökulsá á Fjöllum. Herðubreiðar- lindir, gróðurvinin við Ódáðahraun, voru í hennar augum nokkrar jurtir á stangli og ár- spræna. Ég náði ekki að svara. Dóttir okk- ar varð fyrri til. „Sko,“ sagði hún á innsoginu, „það kemur ekki til greina að við þvælumst að þessum Kárahnjúkum ykkar, eða hvað þeir heita. Eg stræka algerlega á að fara þangað. Þið getið skrölt þangað ein hvenær sem ykkur dettur í hug en hlífið mér við þessu fjallabrölti. Það er heldur ekkert að sjá þarna nema grjót og nokkrar jarðýtur. Ég hef séð myndir af þessu í blöðunum. „Jæja,“ sagði móðirin skilnings- rík. „Við látum það bíða betri tíma. Askja verður að duga núna en fýrst við sleppum Kárahnjúkum kemur þú með okkur suður Sprengisand. Stúlkan játaði því enda var samn- ingsstaða móðurinnar góð með Kárahjúkana uppi í erminni. Fjöll á myndbandi Herðubreið blasti við úr fjarlægð morguninn sem við hófum öskju- ferðina. Engu var logið um tign og fegurð fjalladrottningarinnar. Ryk- mökkurinn stóð aftur úr bflnum en það kom ekki að sök. Það voru fáir á ferð. Við hjónin voru með bækur og kort útbreidd, horfðum til hægri og vinstri og reyndum að átta okkur á kennileitum. Landslagið heillaði okkur, stórbrotið og dulúðugt í senn. Stúlkan hafði komið sér eins þægilega fyrir í aftursætinu og unnt var miðað við aðstæður, á ferð eftir bugðóttum og grýttum fjallvegin- um. Hún var með sæng og kodda, drykki, snakk og sætindi. f eyrum hennar dunaði tónlist af geisladiski. Dóttir okkar var í eigin heimi, fjarri Herðubreið, Herðubreiðarlindum og öskju. Hún kærði sig kollótta um móbergsstapann stflhreina og friðlandið frá Jökulsá á Fjöllum. Herðubreiðarlindir, gróðurvinin við Ódáðahraun, voru í hennar augum nokkrar jurtir á stangli og árspræna. Henni gat ekki staðið meira á sama um gulvíðirunnana, hvannstóðið, sóleyjarnar og fíflana. Andstæður náttúrunnar á öræfunum fóru fram hjá henni. Hún söng upphátt í aftur- sætinu með Magna A móti sól og Jónsa í svörtum fötum. Greinilegt var að hún fékk þá beint í æð. „Þurfum við að ganga?“ sagði stúlkan þegar við námum staðar á bflastæðinu við öskju, hafandi ekið yfir hraun og ár. „Er nokkuð að sjá, má ég ekki bíða í bflnum? Geturðu ekki, pabbi, tekið vídeó af þessum fjöllum þfnum og sýnt mér þegar þið komið til baka? Þú ert nú alltaf að monta þig af þessari nýju vídeó- vél." „Móðir þín á vélina," sagði ég, „en það breytir engu. Þú kemur með okkur. Við erum ekki á hverjum degi á þessu landsvæði. Það er ekki nema hálftímagangur að öskjuvatni og Víti. Hver veit nema þú getir baðað þig þar." „Oj,“ sagði stúlkan og hryllti sig. „Ég ætti ekki annað eftir en að baða mig í þessum viðbjóði. Vfltu að ég angi af hverafýlu í marga daga?" Alltaf næmur „Þetta er engu öðru líkt," sagði konan þegar við komum aftur í bfl- inn. Askja hafði fangað hug hennar. ,Æ, þetta var nú bara svart," sagði dóttir okkar og kom sér fyrir í aftur- sætinu. „Þurfum við að fara sömu feið til baka?“ sagði stúlkan áður en hún setti heyrnartólin á eyrun. Hún var dottin úr sambandi við um- heiminn áður en ég náði að segja henni að hraðbrautir væri ekki að finna á öræfunum. Ætli það sé ekki rétt að fara bam- laus næst,“ sagði ég við konuna. „Þetta er einhvern veginn ekki að gera sig. Ég held að stelpunni hafi hundleiðst þessi dásamlega fjalla- ferð okkar." Konan glotti. „Alltaf næmur, elskan," sagði hún, „alltaf næmur." Ég gat mér þess til að Hreimur í Landi og sonum hljómaði í eyrum stúlkunnar þegar við ösluðum yfir Lindaána á bakaleiðinni. Hún söng með. Ég er ekki viss um að hún hafi tekið eftir því að við vorum úti f miðri á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.