Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 30.ÁGÚST 2003 Páfagaukar slá Helgi Sveinbjörnsson, eigandi fjölskyldugarðsins Slakka í Laug- arási í Biskupstungum, segir góða aðsókn búna að vera í sumar enda veðrið með ólíkind- um gott. Helgi er nú að efla aðstöðuna enn frekar fyrir gesti og er að breyta gróðurhúsum í yfir- byggðan púttvöll og mínigolf- völl sem teknir verða í notkun í gegn í Slakka innan tíðar. I Slakka er margt skemmtilegt að sjá, ekki síst fyrir unga fólkið sem þar getur kynnst ýmsum dýrum í návígi. Þarna eru meðal annars 5 mjög merkilegir páfagaukar sem krökkum gefst jafnvel tækifæri til að halda á. Hafa páfagaukarn- ir gert sérstaklega mikla lukku hjá börnunum í sumar. Þá eru á staðnum margvísleg leiktæki fyrir börn og er því kjör- ið fyrir fjölskyldufólk að heim- sækja Helga og fólk hans. Þá er töluvert um að fólk mæti með tjöld og viðlegubúnað í slíkar heimsóknir því að í Laugarási eru mjög góð tjaldstæði. Helgi segist vera með opið um helgina frá klukkan 10 til 18, bæði í dag, laugardag, og á morgun og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Talar um álfa FYRIRLESTUR: Umhverfismál og álfar verða meðal þess sem kandíski líffræðingurinn, dr. James Butler, mun fjalla um í fyrirlestri sem hann heldur í Kennaraháskól- anum á mánudagskvöld. Butler er staddur hérlendis til þess að leita heimilda um álfa og gnóma en hann hefur unnið að rannsókn á reynslu fólks af yfirnáttúrulegum fyrirbærum um langa hríð. Könnun DV sýnir að meiríhluti er fylgjandi þriggja ára veiðibanni á rjúpu Flestir andvígir banni í Framsókn þar sem 18 prósent þeirra voru óá- kveðin og 11 prósent neituðu að svara, eða samtals 29 prósent. Þetta hlutfall var ekki nema 17,3 hjá körlunum. Tæp 70 prósent íbúa höfuðborg- arsvæðisins eru fylgjandi veiði- Meirihluti kjósenda, eða 66,3 prósent, er fylgjandi þriggja ára veiðibanni á rjúpu sem um- hverfisráðherra setti á dögun- um. Þetta er niðurstaða skoð- anakönnunar DV sem gerð var á þriðjudagskvöld. Athygli vek- ur að hlutfallslega flestir and- stæðingar eru meðal stuðn- ingsmanna Framsóknarflokks- ins, flokks umhverfisráðherra, en flestir stuðningsmenn veiði- banns eru meðal stuðnings- manna Vinstri-grænna. Af öllu úrtakinu sögðust 48,8 prósent vera fylgjandi þriggja ára veiðibanni á rjúpu, 28 prósent voru andvíg, 18 prósent voru óákveðin og 11 prósent neituðu að svara. Óvissan er töluverð þar sem tæp- lega fjórðungur er óákveðinn eða neitar að svara spurningu um af- stöðu til friðunar rjúpunnar. Af þeim 76,8 prósentum sem af- stöðu tóku sögðust 63,6 prósent vera fylgjandi veiðibanninu en 36,4 prósent andvíg. Úrtakið í könnun DV var 600 manns, jafnt skipt milli kynja og hlutfallslega milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar. Spurt var: AfstaOa kjósenda tll friöunar rjúpunnar Tókuafstöðu JAIIt úrtakið ■2S% jjjjjr | Fylgjandi Andvig ÓákvJsv. ekkl AfstaOa tll rlklsstjórnarinnar 37,8°/^Jr B fylgjandi Andvig ÓákvJsv. ekki Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) ákvörðun umhverfisráðherra um þriggja ára veiðibann á rjúpu? Ekki er marktækur munur á af- stöðu kynjanna, utan hvað konur eru mun óákveðnari í afstöðu sinni Afstaða til friðunar eftir stuðningi við flokka 17,9% 35,9% m 13,8% 18,4% 26,7% 32% 34,6% | Fylgjandi Andvig Óákvjsv. ekki ANDSTAÐA: Hlutfallslega flestir andstæðingar eru meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, flokks umhverfisráðherra banni og rúm 30 prósent andvíg. Andstaðan við veiðibann á rjúpu er Afþeim 76,8 prósent- um sem afstöðu tóku sögðust 63,6 prósent vera fylgjandi veiði- banninu en 36,4 pró- sent andvíg. mun meira á landsbyggðinni en þar eru 53,4 prósent fylgjandi og 46,6 prósent andvíg. Við bætist að landsbyggðarfólk er mun óákveðn- ara í afstöðu sinni en 26,7 prósent reyndust óákveðin eða neituðu að svara, samanborið við 20,8 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Andstaða í Framsókn Athygli vekur að hlutfallslega flestir andstæðingar veiðibanns eru meðal stuðningsmanna Framsókn- arflokksins, flokks umhverfisráð- herra. Og þar eru einnig fæstir stuðningsmenn veiðibannsins. Ekki nema 46,2 prósent framsókn- armanna voru fylgjandi veiðibann- inu en 35,9 prósent andvíg. Stuðn- ingurinn við veiðibannið var mest- ur meðal stuðningsmanna Vinstri- grænna, 66,7 prósent. Flestir óákveðnir eru meðal stuðnings- manna Samfylkingar og Framsókn- ar. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í meðfylgjandi gröfum. hlh@dv.is ÞAKRENNUR 'E2 MARLEY Frábært verð! 594 6000 www.merkur.is Bæjarflöt 4,112 R. Smáauglýsingar 550 5000 Sumarhappdrætti smáauglýsinga DV: Sex heppnir vinningshafar Dregið var í sumarhappdrætti smáauglýsingadeildar DV á þriðjudag en í pottinum eru þeir sem kaupa smáauglýsingu á www.smaar.is. Vinningshafar fá gjafabréf á valda veitingastaði auk 2 mánaða áskriftar að DV. Nöfn hinna heppnu eru: Ásdfs Haraldsdóttir, Anna Pálína Guðmundsdóttir, Sig- urjón Einar Þráinsson, Leifur Leifs- son, Sigríður Helgadóttir og Ævar Valgeirsson. Sérstök sumarverðskrá gildir nú fyrir smáauglýsingar í DV. Kostar fjögurra línu textaauglýsing, sem pöntuð er á www.smaar.is, 500 kr. Sams konar auglýsing, sem keypt er með símtali eða í afgreiðslu smá- auglýsinga í DV-húsinu, kostar hins vegar 700 kr. Myndaauglýsing kost- ar síðan 950 krónur, hvort sem hún er keypt í á www.smaar.is, með símtali eða í DV-húsinu. Allir sem kaupa smáauglýsingu á www.smaar.is lenda í happdrættis- potti. Aðalvinningurinn, sem dreg- inn verður út 8. september, er flug- miði frá Iceland Express. SMÁAR: Heppinn auglýsandi, sem kaupir smáauglýsingu í DV á smaar.is, getur unnið ferð með lceland Express til Kaupmannahafnar eða London. Myndin er frá Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.