Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST2003 DVHBLGAÍKLAÐ 25 DV-myndir B.Öi Fimm humarhalar eru settir ( hverja krukku eftir að hafa verið steiktir létt á pönnu, fyrst í olíu og svo er smjöri bætt út í til að fá léttan brunakeim. Humarhölunum er annaðhvort velt upp úr chili-sambal eða því dreift yfir halana eftir að þeir eru komnir í krukkuna eins og Lárus gerir hér. Að síðustu eru trufflur rifnar yfir réttinn. Af þeim kemur skemmtilegur keimur sem blandast við ótrúlega bragð- veislu sem fyrir er í krukkunni. Á stóru myndinni til hliðar má sjá krukkuna með einstakt fiskabúr- ið í Sjávarkjallaranum í baksýn. STONELEIGH x,Akt.BOROUCH RIESLINC 2(1011 Fersk og skemmtileg vín frá Nýja-Sjálandi Er val Rúnars Þ. Guðmundssonar hjá Allied Domeq Ljúffengt hvítvín er nokkuð sem fólk tengir ósjálfrátt humri, enda á þetta tvennt einkar vel saman. En til að þetta tvennt, humarinn og hvítvínið, hefji hvort annað upp í æðra veldi og úr verði sú unaðsstund sem fólk gerir væntingar til, er gott að geta leitað til sér fróðari manna um val á vínum. Rúnar Þ. Guðmundsson hjá Ailied Domeq ákvað að taka þeirri áskorun en hann leitar til andfætlinga vorra eftir vínum með krásunum hér til hliðar, nánar tiltekið til Nýja-Sjálands. Bæði vínin henta vel með þessum skemmti- lega rétti en þau koma frá Montana Wines, fyrsta fyrirtækinu sem hóf rækt- un vínviðar í Marlborough-sýslunni, einu aðal vínræktarsvæðinu á Nýja-Sjá- landi. Montana Wines er í eigu hins al- þjóðlega vfnfýrirtækis Allied Domeq Spirits and Wine og á fjölda víngerða sem hafa það eitt að markmiði að fram- leiða vín í háum gæðaflokki eins og Stonleigh og Montana. Fyrra vínið sem Rúnar mælir með er Montana Sauvignon Blanc. Þetta ágæta vín er frá Marlborough-héraði og, eins og nafnið bendir til, gert úr Sauvignon Blanc-þrúgunni. Þetta er fallega gyllt vín með mikinn þokka. Ilmurinn minn- ir á papriku og greipaldin eða ástarald- in. Óhætt er að segja að öflugur ávöxtur og mikill sítrus einkenni þetta vín og geri það brakandi ferskt. í bragði má finna mikinn ávöxt, ferskar jurtir og sítrustón. Humar, t.d. grillaður, og vel kælt Montana Sauvignon Blanc er nokkuð sem fólk ætti endilega að prófa. Ferskar rækjur, grænt salat með stein- selju, papriku og lime smellpassar með þessu víni. Einnig eru aðrir sjávarréttir góðir með því og það passar einstaklega vel með kjúklingi. Montana Sauvignon Blanc fæst í ÁTVR og kostar flaskan 1.290 krónur. Seinna vínið er Stonleigh Riesling sem kom á markað árið 1986 og hefur unnið til fjölda verðlauna um allan heim. Þetta vín nýtur gífurlegra vin- sælda og ástæðurnar eru einkum tvær: Einstakur jarðvegur og frábær víngerð- armaður. Stonleigh Riesling kemur einnig frá Marlborough-héraðinu á Nýja-Sjálandi en það er gert úr Riesling-þrúgunni. Liturinn er gylltur og greinileg fita í vfn- inu. Angan af lime og sérstaklega lime- berki kitlar nefið og einnig má finna angan af appelsínu. Mikill ferskleiki einkennir bragðið þar sem finna má bragð af lime, sítrus, mangó og melónu. Góð fita er í víninu og eftirbragðið langt. Stonleigh Riesling hentar vel með feitum fiski og ræður vel við feitar sós- ur, jafnvel rjómasósur. Ljóst kjöt, eins og t.d. kjúklingur og grísakjöt, passar einnig vel með og það er einkar ljúf- fengt með fersku salati með fetaosti í. Stonleigh Riesling fæst í ÁTVR og kostar flaskan 1.390 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.