Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST2003 Lágvaxinn glaumgosi á þykkbotna lakkskóm FREHAUOb % 7^ ' Guðlaugur Bergmundsson LEIÐTOGINN GREIÐIR ATKVÆÐI: Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, brá sér á kjörstað heima í Pyongyang í byrjun þessa mánaðar þegar haldnar voru fyrstu þingkosningarnar í landinu í meira en fimm ár. Á þingið kemst enginn nema hann njóti samþykkis æðstu manna þjóðarinnar. Hann er kannski ekki hár í loft- inu en svo mikið er víst að skuggi hans, sem hefur hvílt yfir samninganefndum sex ríkja í Peking síðustu þrjá dagana, er þeim mun lengri. Ekkert skrýtið, maðurinn er jú enginn annar en Kim Jong-il, einvaldur í Norður- Kóreu. Umræðuefni fundanna í Peking, sem hófust á miðvikudag og lauk í gær, var kjarnorkuáætlun Norður- Kóreu sem hart hefur verið deilt um síðustu mánuði og misseri. Sú deila ku að miklu leyti vera verk leiðtog- ans í Pyongyang. Kim Jong-il, sem tók við völdum eftir föður sinn, hinn „ástsæla" Kim Il-sung, er sennilega einhver besta sönnunin íyrir ágæti orðatiltækisins um að hver maður líti sínum augum á silfrið. Heima fyrir keppast ríkis- fjölmiðlamir við að hlaða lofi á leið- togann, kalla hann „mikilmenni sem ekki eigi sinn líka“ og „leiðar- stjörnu sameiningar þjóðarinnar". Á Vesturlöndum hefur hann aftur á móti verið kallaður öðmm og meira „Kim Jong-il er ekkert illmenni. Hann er gæf- lyndur maður sem lifir í eins konar orvellskum heimi, óvægið af- sprengi hinnar 58 ára gömlu norður-kóresku byltingar." niðrandi nöfnum, enda Norður- Kórea eitt þriggja ríkja sem George W. Bush Bandaríkjaforseti kallaði á sínum tfma „öxulveldi hins illa". Fyrr í mánuðinum hvöttu mótmæl- endur í Suður-Kóreu til þess að honum yrði steypt af stóli og brennd var dúkka í líki hans. Þambar koníakið í raun er heldur lítið vitað um norður-kóreska leiðtogann. Gjarn- an er dregin upp skopmynd af hon- um sem lágvöxnum glaumgosa og þykir hún mjög á skjön við harðn- eskjulega stjórnarhætti hans. Stjórnarerindrekar og flóttamenn úr sæluríkinu lýsa Kim sem hégóm- legum, aðsóknarsjúkum og fmynd- unarveikum manni sem þambar koníak eins og honum væri borgað fyrir. Leiðtoginn er sagður ganga í mjög þykkbotna skóm til að gera sig stærri en hann raunuverulega er (tæplega 160 sentímetrar). Stjórnmálaskýrendur eru ekki al- veg vissir um hvort sérviska leiðtog- ans sé aðeins til þess gerð að breiða yfir kænsku hans og stjórnsemi eða hvort hún sé merki þess að þar fari brjálaður maður. Að gera eitthvað rétt Svo kann líka vel að vera að Kim ýti undir goðsagnakenndar sögur af sjálfum sér í þeim tilgangi halda hinni sönnu ásýnd sinni leyndri. „Ég veit að ég sæti gagnrýni úti í heimi en ég hlýt að gera eitthvað rétt úr því verið er að tala um mig,“ sagði Kim Jong-il einhverju sinni. Alexandre Mansourov, sérfræð- ingur í málefnum Norður-Kóreu við rannsóknarstofnun um öryggismál Asfu og Kyrrahafsríkja, segir rangt að gera Kim Jong-il að einhverjum djöfli. „Kim Jong-il er ekkert illmenni. Hann er gæflyndur maður sem lifir í eins konar orvellskum heimi, óvæg- ið afsprengi hinnar 58 ára gömlu norður-kóresku byltingar," skrifaði Mansourov í grein sem birtist í riti Nautilus-stofnunarinnar sem ijallar um afvopnunarmál. Humar í hvert mál Kim Jong-ii er sagður mikill áhugamaður um kvikmyndir. Hermt er að hann eigi hvorki fleiri né færri en tuttugu þúsund Hollywoodmyndir í einkasafni sínu og að hann hafí meira að segja skrif- að bók um kvikmyndir. Þá er því haldið fram að hann hafí á árinu 1978 gengið svo langt að skipu- leggja rán á suður-kóreskum kvik- myndaleikstjóra og unnustu hans. Konstantín Púlíkovskí, sendi- maður Rússlandsstjórnar, sem ferð- aðist með Kim í lest yfir þvert Rúss- land um árið, greindi frá því á sín- um tíma að á hverjum degi hefði verið flogið með birgðir af lifandi humri í veg fyrir lestina. Kim snæddi síðan humarinn með silfur- prjónum. Tvímenningarnir drukku líka kampavín saman í félagi forkunnar- fagurra og ljóngáfaðra kvenna. Tvöfaldur regnbogi Fortíð leiðtogans er ekki jafn- glæst. Á áttunda og níunda áratug sfðustu aldar fór hann íyrir sérsveit- um ríkisins. Flóttamenn hafa bendlað hann við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi, eins og sprengjutilræði um borð í suður- kóreskri farþegaþotu árið 1986. Þar fórust 115 manns. f opinberum æviskrám segir að Kim Jong-il sé fæddur 16. febrúar 1942, í leynilegum búðum við landamærin að Kína. Á sama tíma háðu kóreskir skæruliðar harða bar- daga við japanska herinn. Sagt er að tvöfaldur regnbogi og björt stjarna hafi birst á himninum við þetta tækifæri. Utanaðkomandi sérfræðingar segja aftur á móti að Kim sé fæddur nærri borginni Vladivostok í austasta hluta Sovétríkjanna og að hann hafi dvalið í Kína á tíma Kóreustríðsins 1950 til 1953. Pabbi gamli, Kim Il-sung, hóf að starfið þegar árið 1980 og leiðtogi varð Kim Jong-iJ árið 1994, við dauða föður síns. Hann hafði þá áð- ur tekið við hlutverki föður síns sem æðsti yfirmaður herafla landsins og tók formlega við embætti aðalritara kommúnistaflokksins árið 1998 en neitaði að taka við titli forseta. Þess í stað lagði hann forseta- embættið niður en tilnefndi föður sinn „forseta til eilífðar". Meðalltá hreinu Allt til ársins 2000 voru til fáar myndir af norður-kóreska leiðtog- anum á Vesturlöndum. Það ár varð hins vegar breyting á þegar hann hélt fund með forseta Suður-Kóreu, Kim Dae-jung, í júní og tók á móti Madeleine Albright, þáverandi ut- október. Albright sagði eftir fundinn með Kim að hann væri mjög vel upplýst- ur og að hann væri ekki haldinn neinum hugarórum. „Mér fannst hann hafa sitt alveg á hreinu," sagði Albright en riíjaði jafnframt upp að sér hefði fundist áform hans um norður-kóreskt efnahagslíf vera óskynsamleg. Einangruð þjóð Á stuttum valdatíma Kims hefur Norður-Kórea einangrast æ meir á alþjóðavettvangi og þjóð hans býr við mikinn skort, að því er hjálpar- stofnanir hafa margsinnis bent á. Uppskera hefur oftar en einu sinni brugðist og almenningur hefur varla átt til hnífs og skeiðar. Tfu mánuðir eru nú liðnir frá því yfirstandandi deila um kjarnorku- vopnaáætlun Norður-Kóreumanna blossaði upp. Allar götur síðan hafa hótanirnar og skammirnar gengið á víxl milli þeirra og Bandáríkja- manna. Þótt ekki sé mikið vitað um kjarn- orkuáætíanir Norður-Kóreumanna, er það þó vitað að þeir ættu að eiga nóg af plútoni í fimm eða sex kjarn- orkusprengjur. Samningamenn Norður-Kóreu og Bandaríkjanna stóðu fast á sínu í Peking í vikunni og ekki útséð með hvort eða hvenáer lausn finnst á deilunni. Haukarnir í Washington eru hins vegar við öllu búnir og herma fregnir að þeir allra hörðustu séu þegar búnir að leggja niður fyrir sér hvernig hægt væri að vinna stríð gegn Norður-Kóreu. Byggt á efni frá Reuters og BBC. undirbúa erfðaprinsinn iyrir ævi- anríkisráöherra Bandaríkjanna f GLÆSTUR FORINGI: Norður-Kóreumenn eru afskaplega stoltir af leiðtoga sínum, Kim Jong-il, að minnsta kosti embættismenn og þeir sem ráða. Mynd af honum var að sjálf- sögðu á frimerki sem gefið var út í síðasta mánuði til að minnast þess að 50 ár voru liðin frá því lýst var yfir vopnahléi í Kóreustríðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.