Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 16
76 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚ5T2003 DvHelgarblað Umsjón: Snæfríður Ingadóttirog Páll Ásgeir Ásgeirsson Netfang: snaeja@dv.is / polli@dv.is Sími: 550 5891 Bergmál í Kárahnjúkum DV á vettvongi stærstu framkvæmda íslandssögunnar Hattur er höfuðprýði Betri helmingurinn Bls. 20 Bls. 24 Bls. 22 Hvers vegna er Napóleon með höndina inni undir jakkanum? Fyrst minnst er á hinn iágvaxna Napóleon Bónaparte er ekki úr vegi að gera grein fyrir' einu þekktu persónueinkenni pessa þjóð- sagnakennda Frakkakeisara, sem sjálft er næsta þjóðsagnakennt eins og oft vill raunin verða með kæki og skapgerðareinkenni sem eignuð eru stórstjörnum veraldarsögunnar. Pótt vissulega sé það útúrdúr þá verður hér rakið hvers vegna flestar myndir afNapóleon sýna hann með aðra höndina á kviðnum, inn undir jakkanum. Fáar myndir af Napóleon sýna hann öðru- vísi en með aðra höndina falda inn undir jakkanum eða stungið inn undir hina keis- aralegu yfirhöfn, eftir atvikum. Margar kenningar eru til um hvers vegna keisarinn er svo gjarnan sýndur á þennan hátt, t.d. þær að hann hafi haft svæsið magasár, hann hafi verið að trekkja úrið sitt, hann hafi ver- ið með húðsjúkdóm sem hann klæjaði und- an, að á hans tíma hafi þótt ókurteist að vera með hendur í vösum, hann hafi verið með krabbamein í kviðnum, hönd hans hafi ver- ið vansköpuð, hann hafí geymt vasaklút, vættan í ilmvatni, í vestinu sínu og þefað af honum svo lítið bar á og að síðustu hin ein- falda skýring að málurum sé einfaldlega illa við að mála hendur. Einfaldari og smekklegri skýring hefur verið sett fram. Bandarískur listfræðingur, Arline Miller, skrifaði heila tímaritsgrein um „hönd-í-jakka“ portrettið og benti þar á að þetta mótíf væri afar algengt og sums staðar allsráðandi í portrettmyndum 18. aldar, jafnvel svo mjög að hægt væri að tala um klisju. Þessi stelling var notuð svo oft að einn málari var jafnvel sakaður um að kunna ekki að mála hendur - svo sjá má að sú kenning að minnsta kosti er ekki svo fjarri lagi. I raunveruleikanum ku þessi stelling og ámóta - þ.e. að vera með aðra höndina ein- hvers staðar inni í skrúðanum - hafa verið algeng hjá aðalsmönnum á þessum tíma. Nefnir listfræðingurinn fjölmörg dæmi um önnur málverk þar sem stellingin sést. Falda höndin í fornöld Árið 1738 gaf Frani;ois Nivelon út nokkurs konar kennslubók um hvernig aðlinum bæri að haga sér þar sem „hönd-í-jakka" stelling- unni var lýst þannig að hún gæfi til kynna „karlmannlega dirfsku tempraða með hóg- værð“. Miller segir földu höndina sjáan- lega(!) á mörgum styttum Forn-Grikkja og Rómverja og að síðari tima málarar hafi byggt myndir sínar á styttunum sígildu. Skáld fornaldar mæltu auk þess sum hver með þessari stellingu og sögðu hana nyt- samlega fyrir ræðumenn. Æskines frá Makedóníu, leikari, ræðumaður og stofn- andi ræðumennskuskóla, sem skrifaði fræga Árið 1738 gaf Frangois Nivelon út nokkurs konar kennslubók um hvernig aðlin- um bæri að haga sér þar sem „hönd-í-jakka" stellingunni var lýst þannig að hún gæfi til kynna „karlmannlega dirfsku tempraða með hógværð". bók um ræðumennsku, boðaði að það væri talið ókurteisi að flytja mál sitt með höndina út úr tóganu. Nokkrar kennslubækur í ræðu- mennsku, sem gefnar voru út á 18. öld, fylgdu dæmi Æskinesar og mæltu einnig með stellingunni. Þótt Miller nefni það ekki getur verið að hinn frægi leikari, Talma, sem sagan segir að hafi þjálfað Napóleon í kon- unglegri framkomu, hafi haft einhverja nasasjón af þessum ritum. „Hönd-í-jakka“ stellingin er f dag órjúfan- lega tengd Napóleon og hefur yfir sér valds- mannslegt - og óneitanlega dálítið tilgerðar- legt og sjálfumglatt - yfirbragð. Helsta ástæðan fyrir því að stellingin er svo ná- tengd Napóleon, að kalla má hana vöru- merki hans, er frægt málverk lacques-Louis Davids af keisaranum, „Napóleon á skrif- stofu sinni“, og það má óneitanlega teljast nokkuð kaldhæðnislegt að þessi stelling, .sem hafði verið mikið tískufyrirbrigði á por- trettmyndum af enskum aðalsmönnum, skyldi á endanum verða jafnfrönsk í hugum fólks og froskalappir. fin@dv.is HVERS VEGNA7 Var hann með krabbamein i kviðnum, ólæknandi húðsjúkdóm eða vanskapaða hönd? Eða þótti honum kannski þessi stelling bara svona virðuleg eða „töff". Enginn veit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.