Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 12
72 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST2003 Útlönd Heimurirm i hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson Netfang: gube@dv.is Sími: 550 5829 Á 12. þúsund létust úr hita HITABYLGJAN: Hitabylgjan í Frakklandi fyrstu tvær vikurnar í ágúst varð 11.435 manns að aldurtila, að því er bráða- birgðatölur, sem franska heil- brigðisráðuneytið sendi frá sér í gær, sýna. Þegar verst lét fór hitinn víða yffr 40 gráður. Jean-Frart?ois Mattei, heil- brigðisráðherra Frakklands, sagði að hitabylgjan hefði komið verst niður á þeim sem veikburðastir eru og að hún hefði snert alla landsmenn. Sjúkrahúslæknar í Frakklandi segja að áhrifa hitabylgjunnar gæti enn og að fólk sé enn að deýja af hennar völdum. Dauðsföll af völdum hitabylgj- unnar voru mun fleiri í Frakk- landi en nágrannalöndunum en engin ein skýring er þar á. í hórukassann ÞÝSKALAND: Þýskt kvennaknatt- spyrnulið í Halle mun frá og með næstu viku auglýsa hóruhús í borg- inni á búningum sínum. Eigendur vændishússins, fasteignafélag í Halle, féllust á að borga fyrir nýjan búning stúiknanna sem á er prentað að heim- sókn í hórukassann sé alltaf ómaksins virði. Að sögn þjálfara stúlknanna finnst þeim ekkert að því að auglýsa ágæti pútnahússins. Áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands: Campbell segir af sér Helsti ráðgjafi Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, hinn baráttuglaði Alastair Campbell fjölmiðlafulltrúi, sagði af sér í gær, mitt í verstu kreppu 6 ára valdaferils Blairs. Campbeli, sem margir kölluðu hinn raunverulega aðstoðarforsæt- isráðherra, hafði látið í ljósi löngun sína til að hætta en óhætt er að segja að ákvörðun hans nú kom fréttaskýrendum í opna skjöldu. Fáir áttu von á því að hinn 46 ára gamli Campbell myndi yfirgefa skútuna á meðan mótbyr hús- bónda hans er jafnmikill og raun ber vitni vegna Íraksstríðsins og eftirmála þess, einkum fullyrðinga um að stjórnvöld hafi ýkt mjög BÚINN AÐ FÁ NÓG: Alastair Campbell, fjölmiðlafulltrúiTonys Blairs á Bretlandi, er búinn að fá nóg af öllum látunum og ætlar að verja meiri tíma með fjölskyld- unni, konu og börnum. hættuna af meintum gjöreyðingar- vopnum íraka til að réttlæta stríð gegn þeim. Fullyrt hefur verið að Campbell hafi átt stóran þátt í því, þótt hann neiti öllum ásökunum. Campbell sagði að fjölskylda hans hefði þurft að gjalda dýru verði fyrir þær miklu annir sem hafa fylgt starfi hans fyrir Tony Blair og að nú væri kominn tími til að snúa sér að öðru. Sambýliskona Campbells, Fiona Miilar, hefur starfað fýrir Cherie Blair en ætlar að hætta um leið. „Við eigum þrjú yndisleg börn og ég hlakka til að verja meiri tíma með þeim,“ sagði Campbeli. Hann var blaðamaður áður en hann hóf störf fýrir Verkamannaflokkinn og Blair og ætlar meðal annars að snúa sér aftur að blaðamennsku. ÍHEFNDARHUG: Reiðir sítarhúslímar í Irak hétu því að hefna dauða erkiklerksins Mohammeds Baqr al-Hakims sem fórst ( sprengjutilræði í hinni helgu borg, Najaf, i gær ásamt túgum annárra. Bílsprengja varð að minnsta kosti sjötíu og fimm manns að bana, þar á meðal frammámanni úr röðum sítaklerka, í hinni helgu borg, Najaf í írak, í gær. Sprengjan sprakk þegar fólk streymdi út úr imam Ali moskunni, einhverjum mesta helgidómi sítamúslfma. Tilræðið er hið blóðug- asta frá því stjórn Saddams Husseins var steypt af stóli í apríl. Nokkrir stuðningsmenn erkiklerks- ins Mohammeds Baqr al-Hakims, sem týndi Iífi f sprengingunni, sögðu að þama hefðu áhangendur Saddams verið að verki. Stjórnmálaskýrendur bentu þó á að allt frá lokum stríðsins hefðu inn- byrðis átök sítamúslíma verið nær daglegt brauð í Najaf. Á leið burt Hinn 63 á gamli Hakim var í margra augum helsti leiðtogi síta í írak og samvinna hans við bandaríska her- námsliðið þótti skipta miklu máli fýr- ir tilraunir Bandaríkjamanna til að koma á lögum og reglu í Irak og inn- leiða þar lýðræðislega stjórnarhætti. „Það eru að minnsta kosti 75 látnir og sú tala kynni að hækka upp í átta- tíu. Særðir eru 142,“ sagði Safaa al-A- needi, forstöðumaður sjúkrahúsSins í Najaf, við fréttamann Reuters. Þrjú bílflök' voru úti á götú við bænahúsið og haft var eftir nokkmm sjónarvottum að sprengingarnar hefðu verið fleiri en ein. Hakim var að aka í burtu þegar sprenging eyðilagði bíl hans. Talsmaður bandaríska hersins sagði að enginn hermaður hefði verið þama nærri þar sem bænahúsið væri helgur staður. Róstusamt hefur verið í Najaf frá lokum stríðsins. Hafa vopnaðir menn margsinnis beint spjótum sínum að trúarleiðtogum sítamúslíma sem vom undirokaðir á valdatíma Sadd- ams þótt þeir séu í meirihluta meðal landsmanna. Valdabarátta í Najaf Síðastliðinn sunnudag særðist frændi Hakims í sprengingu sem varð þremur mönnum að bana. Frændinn tengist samtökum sem berjast fyrir ís- lamskri byltingu í írak, rétt eins og Hakim sjálfur. Skuldinni vegna þeirrar sprengingar var skellt á annan sítaklerk sem er andvígur veru er- lendra hermanna. Valdabaráttan milli síta í Najaf er talin geta skipt sköpum fyrir framtíð íraks. Stjórnvöldum í Washington er mjög í mun að letja þá sem styðja klerkaveldi í ætt við það sem er í ná- grannaríkinu Iran. Margir írösku sítaklerkanna dvöldu einmitt í útlegð þar á valdatíma Saddams. Enn var ráðist á, bándarísk.a her- ' inenn í Írak'í gær og félleinn, t m ■ ' iiiiil, I Kaupmannahöfn þarftu að: Fá þér smorrebrod og bjór hjá Idu Davidsen, Store Kotigensgade 70. Opið til kl. 17:00 virka daga, lokað um helgar. bar upplifir þú sanna danska stemningu. á mann í tvíbýlí í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Hótel Admiral, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottfarir 8. nóv., 16. jan. og 20. mars. AT' i. Tr '*•» ICELANDAIR Tugir fórust í hinni helgu borg, Najaf: Blóðbað' bænahúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.