Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST2003 DV HÉLGARBLAt) 27 mun ekki anna orkuþörf þeirra. Þvermál hvers bors jafnast á við hæð meðaleinbýlis- húss. 5 þúsund hafa skoðað staðinn Maður sér strax fyrir sér hve aðgengi fyrir ferðafólk er í raun gott við Kárahnjúka, þar sem mesta sjónarspil síðustu áratuga á sér stað, a.m.k. hvað varðar framkvæmdir. Hingað munu ferðamenn, ekki síst við ís- lendingar, án efa oft leggja leið okkar því innan nokkurra vikna verður hægt að aka á malbiki nær alla leið frá Egilsstöðum - inn Fljótsdalinn og fram hjá Hallormsstað, það- an að og svo upp á Fljótsdalsheiðina en svo Leiðtogi ítalanna, Gianni Porta, er giftur íranskri konu, Giovanni Matta, félagi hans, er trúlofaður taílenskri konu sem er á leið til íslands alla leið frá Bangkok. um 60 km leið inn að hnjúkum - þetta verð- ur sennilega ekki nema röskur klukkutími í framtíðinni. „Við erum búin að vera með um 5 þúsund manns hérna í sumar og fólk hefur verið mjög jákvætt - þetta eru um 95 prósent ís- lendingar og langflestir eru mjög jákvæðir," segir Hrönn Hjálmarsdóttir hjá Landsvirkj- un, en fyrirtækið hefur verið með sýningu í Végarði í Fljótsdal í sumar og nú síðast í Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum þar sem líkan af svæðinu, að hluta til eftirlíking af Íslandslíkaninu í Ráðhúsinu, er sýnt, auk 10 mínútna grafíkfræðslumyndar um fram- kvæmdimar. Hverjir eru „þessir ítalir" Við höfúm heyrt undanfarið um ítali, Impregilo, útlendinga, fleiri údendinga og svo missvekkta íslendinga. Reyndar hittum við marga landa okkar - suma saltvonda vinnumenn - á Kárahnjúkasvæðinu. Þar em allir sammála um að ekki hafi allt gengið eft- ir varðandi aðstöðu eins og skyldi. Og langt frá því. „En þetta er að koma,“ sagði einn mannanna hugsandi. „Við verðum víst að sýna biðlund." Annar sagðist ekki skilja allt það „írafár" og „fjölmiðlafár" sem átt hefði sér stað. Hann sagði líka: „Þetta er að koma. Það er verið að leysa málin? Hvaða læti em þetta eiginlega? En burtséð frá deilum og óánægju, sem við höfum víst lesið og heyrt svo mikið um - og munum sjálfsagt gera enn um sinn - hvemig em þessir Impregilo-karlar? Hvaða mann hafa þeir að geyma? Hver er þeirra bak- gmnnur? Hvemig líta þeir á verkefnið hér á landi? Hvernig er líf þeirra? Erum alþjóðlega giftir Leiðtogi ítalanna, Gianni Porta, er giftur íranskri konu, Giovanni Matta, félagi hans, er trúlofaður taílenskri konu sem er á leið til ís- lands alla leið frá Bangkok. Framkvæmda- stjórinn er giftur konu frá Panama, aðstoðar- maður hans kfnverskri konu, einn er með konu frá Kólumbíu og annar með konu frá Úg- anda. „Já, við höfum verið að kynnast konum okkar í þeim löndum þar sem við höfum verið að vinna," segir Porta - þetta er okkar líf. Við Matta emm minnst í heimalandi okkar, emm alltaf að vinna erlendis, á stöðum eins og hér." Porta segir erfitt en þó alls ekkert einsdæmi að koma saman svona stóm verkefni, þar sem 950 manns munu vinna saman á þeirra veg- um - vera með búðir í um 650 metra hæð inni á hálendi, þar sem veður verða að logandi norðanbáli. „Bara sem dæmi þá erum við með Tyrki, Kínverja, Sri Lankabúa, Indverja, Rúmena, fólk frá Máritíus, Suður-Ameríku, Spáni, Portúgal, Hawaii, Rússlandi, Panama og Spáni,“ segir Porta. „Þetta er fólk af þrennum trúarbrögðum og taka verður tillit til þess við matargerð og framreiðslu. Sumir verða að biðjast fyrir á réttum tíma. En þetta er erfitt. Verkefnið hér er stórt og flókið og allt verður að ganga samkvæmt tímaáætlunum. Ef ein- hver stöðvar framkvæmdina verður annar að taka við. Keðjan má ekki slitna. Hér er ekki hægt að forgangsraða því allt verður að ganga samtímis," sagði þessi geðþekki ítali sem er fæddur í Eþíópíu og bjó þar til 14 ára aldurs. Eftir það fór hann til Ítalíu og hefúr frá 25 ára DAGLEGT ALÞJÓÐABRAUÐ: Þrenn trúarbrögð og fimmtán þjóðerni. „Það er ekki erfiðast að leysa það," sögðu talsmenn Impregilo, en andrúmsloftið við Kára- hnjúka er mjög alþjóðlegt og er þar margs að gæta. aldri unnið m.a. fyrir Impregilo í St. Péturs- borg, Suður-Afríku, Kína, Póllandi, Tyrklandi og vfðar. „Þetta verk hér á íslandi er áskorun fyrir okkur innan þröngs tímaramma - ég á þau orð helst yfir Kárahnjúkavirkjun, auk stærðar verksins. Hér á margt eftir að gera og loftslag- ið mun gera okkur erfitt fyrir. Við munum treysta talsvert á veðurspá hér á landi sem ég hef séð að getur verið afar nákvæm. Kannski erum við heppnir að skilja ekki íslensku í dag,“ segir Porta og brosir. „En aðalatriðið er að við erum að læra og hér finnum við mikinn vilja íslendinga og stjómvalda til að gera betur, leysa vandamál og aðlagast." ottar@dv.is HJÁVEITUGÖNG: Þau munu veita vatninu úr Jöklu um göng þar sem stíflan verður gerð en einungis meðan á stíflugerðinni sjálfri stendur. Þeim verður svo lokað þegar stíflan er fullgerð. ER AÐ KOMA! Húsin rísa eitt af öðru, aðbúnaður batnar með hverjum deginum þó talsvert sé enn í land. Um leið og síðustu naglarnir eru reknir og skrúfur hertar innanhúss koma menn jafnskjótt með dýnur og tæki inn í húsin. „Þetta er að koma," sögðu sumir viðmælenda DV. FJÖLÞJÓÐLEGT LlF: Gianni Porta, til vinstri, er leiðtogi Impregilo-manna, giftur íranskri konu. Hann verður hér næstu misseri. „En ég verð hérna alveg til 2007, til verkloka," sagði Giovanni Matta, félagi hans, sem er trúlofaður taílenskri konu. Hún er nú á leið til fslands. LAUGARÁS: Fyrirhugað þorp mun standa áveðurs I um 650 metra hæð. Á hverjum degi sjást miklar breytingar og framkvæmdum miðar hratt þó langt sé (land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.