Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 52
56 TILVERA LAUGARDAGUR 30.ÁGÚST2003 íslendingar Sjötíu ám \ ------------ Hreinn Hjartarson sóknarprestur í Fellaprestakalli Hreinn Hjartarson, sóknarprest- ur í Fellaprestakalli, verður sjötug- ur á morgun. Starfsferill Hreinn fæddist á Hellissandi. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1955, embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1961, var við guðfræðinám í Þýskalandi 1968-69. Hreinn starfaði hjá Ríkisbók- haldinu í Reykjavík á námsárunum 1957-61, var kennari við Hagaskóla íReykjavík 1961-63, stundakennari við barna- og unglingaskóla Óiafs- víkur 1964-68 og 1969-70, við Fellaskóla í Reykjavík 1975-78 og FB 1975-90. Hreinn var sóknarprestur f Nes- þingum á Snæfellsnesi 1963-70 og gegndi aukaþjónustu í Búða- og Hellnasóknum 1966-68 og í Set- bergsprestakalli um tíma 1969, var sendiráðsprestur í Kaupmanna- höfn 1970-75, sóknarprestur í Fella- og Hólaprestakalli í Reykja- vík 1975-87 og í Fellaprestakalli frá 1987. Hreinn sat í stjórn kristilegs stúd- entafélags f nokkur ár, var formað- ur skólanefndar og barnaverndar- nefndar í Ólafsvík 1963-70, í kjör- stjórn og í stjórn Sparisjóðs Óiafs- víkur 1963-70, var fiilltrúi Prestafé- 't lags íslands á 75 ára afmæli Presta- félags Danmerkur 1971, var trún- aðarmaður við samræmd próf grunnskólanna frá 1977, er kirkju- þingsmaður sem fulltrúi Reykjavík- urprófastsdæmis frá 1982, hefur setið í kirkjuráð frá 1990, hefur ver- ið formaður stjórnar Kirkjuhússins og útgáfufélagsins Skálholts frá 1990, situr í stjórn Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar frá 1992, sat í stjórn Hjálparstarfs kirkjunnar 1993-99, var varafulltrúi í Nordiska Eku- meniska Rádet 1996-99 og aðalfull- trúi þar frá 1999. Hann hefúr ritað ýmsar greinar í blöð og tímarit. Fjölskylda Hreinn kvæntist 20.9. 1958 Sig- rúnu Ingibjörgu Halldórsdóttur, f. 23.4. 1939, tónmennta- og heimil- isfræðikennara. Hún er dóttir Hall- dórs Jörgenssonar, f. 24.6. 1911, d. 25.3. 1988, húsamíðameistara og kirkjugarðsvarðar á Akranesi, og f.k.h., Steinunnar Ingimarsdóttur, f. 19.5. 1917, d. 26.9. 1962, húsmóð- ur. Börn Hreins og Sigrúnar eru: Steinunn, f. 16.8. 1958, magister í norrænum bókmenntum, kennari og flugfreyja í Reykjavík, en maður hennar er Már Gunnarsson, hdl. og starfsmannastjóri hjá Flugleiðum hf.; Jóhanna, f. 16.8. 1958, BA í dönsku og myndlistarmaður í Reykjavík, og var maður hennar Magnús Helgi Jónsson Berg verk- fræðingur en þau skildu og er sam- býlismaður Jóhönnu Jón Guð- mundsson fasteignasali; Hjörtur, f. 7.10. 1965, viðskiptafræðingur og óperusöngvari, búsettur í Vínar- borg, en kona hans er Þórhildur Pálmadóttir viðskiptafræðingur; Halldór Benjamín, f. 6.3. 1967, raf- eindavirki og kerfisfræðingur í Reykjavík, en kona hans er Anna Guðrún Halldórsdóttir flugfreyja. Barnabörn Hreins og Sigrúnar eru nú átta talsins. Systkini Hreins eru Snorri, f. 7.3. 1931, rafvirkjameistari á Akranesi; Rafn, f. 27.7. 1935, húsasmíða- meistari og bankastarfsmaður á Akranesi; Hróðmar, f. 25.10. 1939, rafvirkjameistari og tæknimaður við Sjúkrahús Akraness; Jón Jó- hann, f. 20.Í. 1942, leikari, leikstjóri og rithöfundur í Reykjavík; Aðal- heiður, f. 19.8. 1947, d. 10.1. 1997, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík; Vigfús Kristinn, f. 25.6. 1956, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík. Foreldrar Hreins voru Hjörtur Jónsson, f. 28.10. 1902, d. 10.8. 1963, hreppstjóri og útvegsbóndi á Hellissandi, og k.h., Jóhanna Vig- fúsdóttir, f. 11.6. 1911, d. 29.4. 1994, organisti við Ingjaldshóls- kirkju og húsmóðir. Ætt Hjörtur var bróðir Jóhanns, for- manns á Hellissandi, afa Guð- mundar Inga læknis og Þórðar, for- stjóra Nýherja, Sverrissona. Hjörtur var sonur Jóns, formanns í Bjarn- eyjum, Jónssonar, bókbindara í Dagverðarnesseli, Magnússonar, b. í Fremri-Langey, Jónassonar. Móð- ir Jóns bókbindara var Guðrún Jónsdóttir, prentara við prentverk- ið í Hrappsey Gottskálkssonar. Móðir Jóns í Bjarneyjum var Katrfn, systir Ingibjargar í Stóru-Tungu, ömmu Ingibjargar Einarsdóttur á Ytra-Leiti, langömmu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Sam- fylkingarinnar. Bróðir Katrínar var Jón, faðir Þorleifs, pr. og fræði- manns á Skinnastað, og Jóns Snorra, koparsmiðs á Skafsstöðum, langafa Jóhanns Hjartarsonar stór- meistara og Magnúsar Hreggviðs- sonar. Katrín var dóttir Odds, b. á Kjarlaksstöðum, Guðbrandssonar, og Þuríðar ljósmóður, sem talin var njóta aðstoðar huldufólks, Orms- sonar, ættföður Ormsættar Sig- urðssonar. Móðir Hjartar var Jóhanna Krist- ín Jóhannsdóttir Mouhl. Móðir Jó- hönnu Kristínarvar Jóhanna, dóttir Johanns Ludvigs Mouhls, þess er reisti mylluna í Flatey, af þýskum ættum. Móðir Jóhönnu Mouhl var Kristín Magnúsdóttir, systir Joch- ums, föður Matthíasar skálds. Meðal tólf systkina Jóhönnu má nefna Erling, óperusöngvara við Kölnaróperuna. Jóhanna var dóttir Vigfúsar, smiðs á Hellissandi. Með- al sextán systkina Vigfúsar var Jó- hanna, amma Bjama Friðriksson- ar, júdókappa og framkvæmda- stjóra. Önnur systir Vigfúsar var Þuríður, móðir Sigmundar arki- tekts og Guðmundar byggingarfull- 4 Stórafmæli Laugardagurinn 30. ágúst 85 ára Haraldur Jónsson, Dalbraut 16, Reykjavík. Margrét Hjálmarsdóttlr, Furugerði 1, Reykjavík. 80ára Fríða Helgadóttir, Efstalandi 4, Reykjavík. Sara Sfmonardóttir, Hvanneyrarbraut 42, Siglufirði. 75 ára 60 ára Eria Lárusdóttir, Skógargötu 18, Sauðárkróki. Finnbogi Höskuldsson, Lyngheiði 6, Kópavogi. Guðrfður Eirfksdóttir, Eikarlundi 26, Akureyri. Kristfn Friðbertsdóttir, Torfufelli 42, Reykjavík. Rósa Helgadóttir, Laugavegi 13, Varmahlíð. Slgfús Lárusson, Löngubrekku 18, Kópavogi. 50 ára Einar S. Mýrdal Jónsson, Brekkubraut 3, Akranesi. ólafúr Skúli Eysteinsson, Hávegi 7, Kópavogi. 70ára Ema Hvanndal Hannesdóttlr, Fagrahvammi 4, Hafnarfirði. Guðrún Ármannsdóttir, Dúfnahólum 2, Reykjavík. Gunnhildur Alexandersdóttir, Sólheimum 18, Reykjavík. Hans Þorvaldsson, * Norðurgötu 11, Siglufirði. Marfa Sigurgeirsdóttir, Hverfisgötu 8, Siglufirði. Sigurður Sveinbjörn BJamason, Barrholti 26, Mosfellsbæ. Guðjón Pétur Pétursson, Stekkjarholti 7, Akranesi. Halldór Ármann Eiðsson, Vlkurnesi, Borgarfirði eystri. Krístófer Bjarnason, Mosabarði 15, Hafnarfirði. Marinó Bjarnason, Móatúni 23,Tálknafirði. Smári Kjartan Kjartansson, Barónsstíg 49, Reykjavík. Þórarínn Þoriáksson, Framnesi, Vík. 40 ára Anna Bima Jamison, Holtsgötu 18, Njarðvik. Anna Elín Óskarsdóttir, Laufengi 154, Reykjavík. Ársæll Baldursson, Stekkjarflöt 17, Garðabæ. Bjöm Þórísson, Tryggvagötu 6, Reykjavik. Ema Sigrfður Sigurðardóttir, Háholti 26, Keflavík. Harpa Svavarsdóttir, Markholti 13, Mosfellsbæ. Ingimar Guðmundsson, Hólabraut 17, Akureyri. Lilja Magnúsdóttir, Kirkjubæ 1, Kirkjubæjarklaustri. Sigrfður Baldursdóttir, Fífumóa 6, Njarðvík. Sigurður Ingibergur Bjömsson, Háabergi 27, Hafnarfirði. Slgurður Lárus Sigurðsson, Reykjasíðu 9, Akureyri. Unnsteinn Rúnar Kárason, Hólabraut 18, Hrísey. Valborg Guðrún Guðjónsdóttir, Fannafold 193, Reykjavík. Sunnudagurinn 31. ágúst 85 ára Ástvaldur Tómasson, Hólavegi 5, Sauðárkróki. Magnús Þ. Sigurjónsson, Lindargötu 61, Reykjavík. Vikar Davfðsson frá Patreksfirði, Hátúni 8, Reykjavík, er áttræður á mánudag. Eiginkona hans er Óllna 80 ára trúa Halldórssona og söngvaranna Erlings og Sigurðar Ólafssona, föð- ur Þuríðar söngkonu. Elsta systir Vigfúsar var Stefanía, móðir Jó- hanns Sæmundssonar, yfirlæknis, prófessors og ráðherra; Oddfríðar, móður Guðmundar Ingólfssonar, djassleikara og píanósnillings; Guðmundar, föður Hjalta dóm- kirkjuprests, og Aðalheiðar, móður Baldurs Símonarsonar dósents. Vigfús var bróðir Halldórs, föður Helgu skáldkonu og Þórðar, refa- skyttu, hagyrðings og listmálara. Vigfús var sonur Jóns, hreppstjóra á Elliða í Staðarsveit, Jónssonar, og Jóhönnu Vigfúsdóttur. Elsti bróðir Jóns á Elliða var Árni, móðurafi Jóns Sigurðssonar, kaupfélags- stjóra á Stapa, föður Víglundar, út- gerðarmanns í Ólafsvík, og Tryggva skipstjóra, föður Jóns, leikara og kvikmyndagerðarmanns. Sonur Áma var Nikulás, faðir Bjarna, b. í Böðvarsholti, afa Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra. Aðrir synir Nikulásar vom: Víglundur, afi Guðmundar Ólafssonar, rithöfund- ar og leikara, og langafi Kristins Björnssonar skíðakappa; Guð- mundur, móðurafi Jóhönnu Þór- hallsdóttur söngkonu, og Þórður, faðir Þóris Kr. Þórðarsonar prófess- ors. Móðir Jóhönnu var Kristín Jens- dóttir, útvegsb. í Bjarneyjum og á RifT, Sigurðssonar, Sakaríassonar, bróður Guðlaugar, húsfreyju f Ólafsdal, ömmu Snorra skálds og Torfa sáttasemjara Hjartarsona. Móðir Kristínar var Guðný Bjarna- dóttir, formanns í Bjarneyjum, Jó- hannessonar, sægarps þar og hafn- sögumanns í Flatey, Magnússonar. Hreinn verður að heiman á af- mælisdaginn. Sæmundsdóttir. I tilefni dagsins verður Barðstrendingafélagið með opið hús í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14, sunnud. 31.8. kl 15.00-18.00. Guölaugur Sæmundsson, Langholtsvegi 200, Reykjavík. Kristinn Ingólfsson, Stórholti 18, Reykjavík. Sigrún Jónsdóttir, Krummahólum 17, Reykjavík. 75 ára Snæbjöm Pétursson, Reynihlíð, Reykjahlíð. Þorvaröur Guðmundsson, Dalbraut 16, Reykjavík. 70 ára Jón Olgeirsson, Álfaskeiði 78, Hafnarfirði. Sigtryggur Sigtryggsson, Þórunnarstræti 103, Akureyri. 60ára Sigluvogi 11, Reykjavík. Helga Pálina Brynjólfsdóttir, Vitastíg 3, Reykjavík Jón Sigurðsson, Reykási 12, Reykjavík. Olga Guðmundsdóttir, Hraunbergi 11, Reykjavík. Olga Guðrún Ámadóttlr, Skeiðarvogi 135, Reykjavík. Stefnir Þorfinnsson, Áshamri 65, Vestmannaeyjum. Þór Fannar Ólafsson, Háfi 2, Hellu. Þórður Óskarsson, Grenimel 28, Reykjavík. Þórdís Bjarnadóttir, Árbergi, Selfossi. 40 ára Guðný Sigurðardóttir, Borgarási, Árnessýslu. 50 ára Eggert Sigurjónsson, Löngumýri 28, Akureyri. Eyþór B. Krístjánsson, Skildinganesi 36, Reykjavík. Helga Guðrún Gunnarsdóttir, Álftamýri 35, Reykjavík. Helga Harðardóttir, Inga Margrét Róbertsdóttir, Kópalind 6, Kópavogi. Katrin Halldórsdóttir, Möðrufelli 3, Reykjavík Kristinn Svelnn Sigurðsson, Hjallavegi 1j, Njarðvík. Llnda Metúsalemsdóttir, Lyngrima 13, Reykjavík. Óskar Borg, Freyjugötu 42, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.