Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST2003 DV HEIGAR8LA& 39 Þjóð í mótun ísland og íslendingar fyrri alda í Listasafninu á Akureyri verður opn- uð í dag sýningin Pjóð í mótun: ísland og íslendingar fyrra alda. Um er að ræða samstarfsverkefni Þjóðminja- safns fslands og Listasafnsins á Akur- eyri. Tilefnið er tvöfalt; á árinu íyllir Þjóðminjasafn íslands, elsta safn landsmanna, 140 ár og Listasafnið á Akureyri, eitt af yngstu söfnum á landinu, verður tíu ára. Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er heil sýn- ing á munum í eigu Þjóðminja- safnsins í listasafni og f fyrsta sinn sem þessir munir eru sýndir norð- an heiða. Sýningarstjóri er Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur á Þjóðminjasafni Islands. Sýningin er tvfskipt; annars vegar er að finna málverk og teikningar af Islendingum fyrri alda, hins vegar listaverk eftir nafngreinda íslend- inga frá sama tímabili. Fyrri myndaflokkurinn veitir nútíma- mönnum innsýn í hugarheim ís- lenskra ráðamanna á ýmsum tíma- skeiðum, hvemig þeir litu á sjálfa sig og hvernig þeir vildu láta koma fram við sig. Oft og tíðum eru þetta myndir eftir danska listamenn, gerðar í embættisferðum íslend- inganna til höfúðstaðarins, Kaup- mannhafnar, eða eftir litlum mannamyndum, máluðum eða teiknuðum, sem sendar vom þess- um sömu listamönnum frá íslandi. I verkum eftir íslendingana sjálfa sést hins vegar hvemig listhneigð landsmanna brýst ftam við erflð- ustu aðstæður - fátækt, einangrun og menntunarleysi - og rfs á stund- um býsna hátt f listrænu tilliti. ís- lensku listaverkin em flest gerð af bændum eða mönnum úr alþýðu- stétt og em mörg þeirra merkt höf- undum sínum, en slíkar merkingar hófúst ekki fyrr en með siðaskipt- um á 16. öld, þegar listgáfa einstak- lingsins hafði hlotið almenna við- urkenningu. Frá stofnun hefur markmið Listasafnsins á Akureyri verið að opna glugga til umheimsins, al- þjóðlegrar myndlistar, fjarlægra menningarheima og lista fýrri tíma, án þess að missa sjónar á menning- KONAN Á SEÐLINUM: Á sýningunni er stórt málverk af Gísla Þorlákssyni Hólabiskupi og konum hans þremur. Hann missti fyrstu tvær konur sínar, en sú síðasta, Ragnheiður Jóns- dóttir, lét mála þetta málverk f Kaupmannahöfn eftir dauða hans árið 1685. Hún sendi utan litlar málaðar andlitsmyndir af þeim öllum, sem danski listamaðurinn hafði til hlið- sjónar. Myndin var síðan sett upp I Hóladómkirkju árið 1686 og þar var hún þartil hún kom í Þjóðminjasafnið árið 1888. Það er þessi mynd af Ragnheiði biskupsfrú sem prýðir fimm þúsund króna seðilinn íslenska. ararfleifð íslendinga. Eitt meginmarkmið Þjóð- minjasafns fslands er hins vegar að gera menn- ingararfleifð íslendinga ljóslifandi fyrir augum núú'mamanna, ekki síst með því að sýna fram á álþjóðlegt samhengi hennar í aldanna rás og tengsl hennar við menn- ingarsamfélög og listir í öðrum löndum. Með því að sýna þjóðminjar í listasafni er reynt að skoða þær í öðru samhengi en menningarsögu- legu, aðallega fagurfræðilegu og SÁ PRÚÐI: Elsta málverkið á sýningunni er af Magnúsi prúða Jónssyni sýslumanni, konu hans, Ragnheiði Egg- ertsdóttur, og börnum þeirra tólf. Magnús lést árið 1591 og mun málverkið vera málað í Hamborg á ár- unum 1590-1600. listheimspekilegu. Sýn- ing eins og þessi þjónar tvenns konar tilgangi; hún styrkir sjálfsímynd þjóðarinnar og færir okkur heim sanninn um órjúfan- legt samhengi listsköpunarinnar í bráð og lengd. Ekkert klúrt - takk fyrir! Hin mjög svo kynþokkafulla söngkona og fyrrum Destinys Child-stjarna, Beyonce Knowles, hefur sent karlkyns aðdáendum sínum sjokkerandi skilaboð þar sem hún segist ekki geta hugsað sér að sitja fyrir fáklædd hvað þá berstrípuð. „Ég vil að söngurinn og hæfileikarnir verði mitt vörumerki en ekki útlitið," segir Knowles, sem þessa dagana er á fullu við að kynna sjóðandi heitt myndband með nýja laginu sínu, Crazy In Love. Knowles er svo hörð á þessu að nýlega gekk hún út frá frægra- mannafangaranum, David LaCha- pelle, þegar hann bað hana að sitja fyrir nakin og þar að auki smurða með hunangi. Sjálf sagði hún að þetta hefði alls ekki verið í fyrsta og eina skiptið sem ljósmyndari reyndi að fá sig úr fötunum. „Þeir virðast allir hafa sett sér það takmark að verða fyrstir til þess að kjafta mig úr þó það væri ekki nema fýrir eina geirvörtu eða svo,“ segir Knowles í nýlegu viðtali. „Þeir ganga á lagið og sjá hve langt þeir komast með mann. Beita jafnvel þrýstingi og brögðum og segja að maður komist ekki á for- síðurnar nema fara að minnsta kosti úr buxunum. Ef ég fengi borgað fýrir það að segja nei þá væri ég stórrík í dag. Ég er vön að láta mig hverfa þegar þeir eru komnir út á þessa braut. Ég segi bara bless og að ég vilji vera virt og munað eftir mér fýrir hæfileikana en ekki barminn eða eitthvað annað,“ segir Knowles. Aðspurð um nýbirtar myndir af Britney Spears þar sem hún situr fyrir í svörtum ömærbuxum einum fata, sagði hin trúrækna Beyonce: BEYONCE KNOWLES: Trúrækin og siðavönd - vill „Sumar konur sýna alltaf ekkert klúrt, ekki einu sinni geirvörtu. einhverja nekt. Það er bara ekki minn stíll og ég færi aldrei niður á það plan. Eg hef samt ekkert á móti kynþokkafullum klæðaburði og klæðist hiklaust því sem er í tísku þar sem það á við. Ég færi hiklaust í bikiní ef til stæði að mynda mig á ströndinni, en ekkert klúrt'takk fyrir!" Jöfnunarstyrkur til náms - Umsóknarfrestur er til 31. októbver 2003 - Nemendur á framhaldsskólastigi, sem ekki njóta lána hjá LÍN, geta sótt um styrk til jöfnunar á náms- kostnaði.Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN(www.lin.is). Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2003--2004 er til 31. október nk. Sækja má um styrkinn á heimasíðu LÍN. Lánasjóður íslenskra námsmanna, Námsstyrkjanefnd SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Starf hjá skipulagsfulltrúa Arkitekt - Skipulag Auglýst er eftir arkitekt/skipulagsfræðingi í tíma- bundið.starf og vegna átaksverkefna hjá embætti skipulagsfulltrúa á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Helstu verkefni Starfið er krefjandi og fjölbreytilegt í vistlegu starfs- umhverfi. í því felst m.a. almenn forsagnargerð ásamt umsjón með ákveðnu afmörkuðu svæði innan borgar- innar, þar sem m.a. er unnið að stefnumótun við gerð nýs og endurskoðaðs deiliskipulags og umfjöllun um umsóknir og erindi sem berast skipulags og byggingarnefnd. Starfið veitir góða innsýn í skipulags- störf á sveitarstjórnarstigi. Hæfniskröfur Umsækjandi þarf að hafa háskólamenntun á sviði skipulagsmála í arkitektúr/skipulagsfræðum, geta unnið sjálfstætt og jafnframt eiga auðvelt með sam- vinnu og samskipti. Æskileg er staðgóð þekking og starfsreynsla á sviði skipulags- og byggingarmála Umsóknir, ásamt greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf berist starfsmannahaldi skipulags- og byggingarsviðs Borgartúni 3, 105 Reykjavík, fyrir 10. september n.k. Launakjör eru skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Reykjavíkurborg vill ná og viðhalda sem jöfnustum hlut kynja í starfsstéttum og stofnunum og eru því karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um stöðuna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Bragadóttir skipulagsfulltrúi í síma 563-2600. Embætti skipulagsfulltrúa myndar aðra meginstoð skipu- lags- og byggingarsviðs og starfar á grundvelli skipulags- og byggingarlaga. Skipulagsfulltrúi vinnur að undirbúningi stefnumótunar í skipulagsmálum og hefur umsjón með gerð aðalskipulags og deiliskipulags. Hlutverk skipulagsfulltrúa er m.a. að vinna að gerð skipu- lags sem tekur mið af hagsmunum heildarinnar og miðar að faglegri mótun byggðar og umhverfis. Hlutverk skipulags- og byggingarsviðs er m.a. að veita borgarbúum, borgarfulltrúum, ráðgjöfum, hönnuðum, byggingarverktökum og öðrum þeim sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um skipulags- og byggingarmál. Sviðið er jafnframt stefnumótandi í skipulags- og byggingarmálum borgarinnar í samvinnu við skipulags- og byggingarnefnd. Frekari upplýsingar um sviðið og embætti skipulags- fulltrúa er að finna á heimasíðu www.skipbygg.is J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.