Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 19
LAUOARDAGUR 30. ÁGÚST2003 DV HELGARBLAÐ 19
VÍKINGURINN: Víkingur Heiðar Ólafs-
son er á öðru ári í Juilliard-tónlistar-
háskólanum í New York. Hann þykir
einn efnilegasti píanisti sem hefur kom-
ið fram á (slandi um langa hríð. Hann
fer utan á mánudag en kemur heim
fljótlega aftur til að leika með Sinfóníu-
hljómsveit (slands í annað sinn en Vík-
ingurer 19 ára.
Nokkuð
svalurá því
Víkingur Heiðar Ólafsson er 19 ára pí-
anóleikari sem er á öðru ári við Juilliard-
tónlistarháskólann í New York. DV ræddi
við hann um pressuna, frægðina og
geggjaða tónlistarmenn.
Víkingur Heiðar Ólafsson er 19 ára og er af
mörgum talinn einn efnilegasti píanóleikari
sem hefur komið fram á íslandi. Hann er á
förum til New York til að nema við Juilliard-
tónlistarháskólann þar sem hann er á öðru
ári, en hann fékk inngöngu í skólann og styrk
eftir að hafa sigrað í píanókeppni hér heima
fyrir tveimur árum.
Víkingur hefur þrátt fyrir ungan aldur leik-
ið einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands á
útskriftartónleikum sínum. Hann fer utan til
Juilliard á mánudaginn en kemur aftur eftir
rúmar tvær vikur til að leika með Sinfóníu-
hljómsveitinni 20. september.
Það má segja að Víkingur hafi snemma
hneigst til píanóleiks en þegar móðir hans,
Svana VQcingsdóttir pfanókennari, gekk með
hann var hún einmitt að æfa lokaverkefni sitt
í píanóleik við tónlistarháskólann í Berlín.
Þannig er líklegt að Víkingur hafi á síðustu
mánuðum meðgöngunnar iðulega verið í
seilingarfjarlægð frá nótnaborðinu og óist
upp við nær stöðugan píanóleik.
Helgarblað DV drakk kaffí með þessum
unga snillingi og spurði hvemig hann kynni
við sig í Juilliard, frægasta tónlistarskóla
heimsins?
„Það er frábært. Skólinn er til húsa í
Lincoln Center, sem er í hjarta borgarinnar,
með Metropolitan-ópemna handan götunn-
ar og Carnegie Hall rétt hjá. Þarna er gott að
stúdera listir og margt að sjá og heyra ef mað-
ur hefur augun og eymn opin,“ segir Víking-
ur.
Óheyrilega dýrt
- Er þetta elcki óheyrilega dýrt?
„Þetta er mjög dýrt. Þetta er einkarekið
nám. Þessi skóli á langa hefð og sögu og hef-
ur þann stimpil á sér að þótt mér hefði boðist
hagstæðara nám í Evrópu þá vildi ég ekki
hafna þessu tækifæri.
Ég var svo heppinn að fá styrk frá skólan-
um síðastliðið vor og þótt fjölmiðlar hafi tal-
að um hann eins og fullan styrk þá er hann
fyrir um það bil þriðjungi kostnaðar. En ég
var líka svo heppinn að ýmsir aðilar hér
heima vom til í að styrkja mig en það getur
samt verið flókið að ná endum saman. Þarna
em margir nemendur sem eru með millj-
arðamæringa á bak við sig sem styrktaraðila
en slíkt er óþekkt hér.“
Víkingur sigraði í píanókeppni vorið 2000,
eða þegar hann útskrifaðist úr Tónlistarskóla
Reykjavikur, og lék með Sinfóníuhljómsveit
'íslands á útskriftartónleikunum. Veturinn
eftir tók hann sér frí frá píanónámi þótt hann
ætti kost á plássi í Juilliard, en lagði áherslu á
að ljúka menntaskólanámi.
„Ég hefði getað verið á námskeiðum í sum-
ar líka en ákvað að vera heima og undirbúa
mig fyrir veturinn og vera með fjölskyld-
unni.“
- Það em um það 800 nemendur í JuiUiard
og stærstur hluti þeirra tónlistarnemendur,
en þar em líka kenndar aðrar listgreinar, eins
og leiklist, ballett og Ueira. Þarna em nem-
endur frá öllum heimshornum og fjöldi um-
sækjenda gríðarlegur og árið sem Víkingur
komst inn vom 13 eða 14 nemendur telcnir
inn í sams konar nám.
Fólk spyr mig stundum hreint
út hvort ég sé heill á geðs-
munum og horfir á mann eins
og klikkaðan vísindamann
eða eitthvað.
„Eftir að jámtjaldið féll hefur fjölgað mjög
nemendum frá Austur-Evrópu sem búa að
mjög sterkri tónlistarhefð. Þannig verður
þetta algerlega alþjóðlegt umhverfi því
Bandaríkjamenn em tiltölulega fáir í hópi
nemenda. Mér fmnst þess vegna eins og ég sé
ekki innan neinna sérstakra landamæra
heldur á einhverjum stað sem er samþjapp-
aður heimurinn allur."
Rokkað með „Sinfó".
- Hvað ætlarðu að spUa með Sinfóníunni
20. september?
„Ég ætla að að spila píanókonsert eftir Jón
Nordal sem ég er mjög hrifinn af. Þetta er
æskuverk tónskáldsins og ég hef verið að
vinna það með honum sjálfum sem er alger-
lega ómetanlegt og mjög frábrugðið því að
spila eitthvað eftir þá sem em komnir undir
græna torfu.
Svo ætla ég að spila píanókonsert eftir
Prokofieff, sem er einnig æskuverk hans -
sumir telja þetta fyrsta „alvöm"-verkið hans.
Þetta er knappt í forminu, orkumikið verk,
svo ég ætla að rokka með Sinfóníunni.“
- Nú telja áreiðanlega margir að þeir sem
hafa valið sér svona krefjandi verkefni eins og
þú séu lokaðir inni í litlum heimi klassískrar
tónlistar og daglangra æfinga og sjái aldrei út
úr honum. Er þetta rétt?
„Ég sé ýmsa samnemendur mína í Juilliard
loka sig einum of mikið af svo þetta er rétt að
hluta. Ég er sjálfur ekki að hlusta á neina
popptónlist eða rapptónlist eða neitt af því
tagi. Ef maður kemst inn í heim klassískrar
tónlistar verður ekki aftur snúið. Það er svo
margt sem maður þarf að heyra og kynnast í
tónlistinni.
Ég tek stundum tímabil þar sem ég hlusta
bara á eldgamla tónlist, t.d. frá endurreisnar-
tímanum eða munkasöng eða eitthvað, svo
leggst ég eingöngu f nýja tónlist, svo kemur
kannski jassskeið eða gömlu meistararnir.
Þegar ég hlusta á popptónlist þá er það helst
eitthvert „alvöru-stöff', eins og Björk."
ímynd geggjunar
- Ég var að lesa blað fyrir ungt fólk, Undir-
tóna, áður en þú komst. Þekkirðu þig í þeim
heimi sem þar er lýst?
„Eiginlega ekld. Mér finnst margt af vin-
sælli tónlist byggjast um of á minimalskri
endurtekningu. Lög sem byggjast á einni
melódíu eru ekki mér að skapi, án þess að
það sé neitt neikvætt. Ég hef bara nóg annað
að hlusta á.“
- Nú hafa konsertpíanistar á sér nokkuð
sérstaka ímynd sem var kannski best lýst í
kvilcmyndinni Shine, þar sem hálfgeggjaður
maður fór algerlega yfir mörldn þegar hann
tókst á við 3. píanókonsert Ralchmaninovs,
eða Rach 3 eins og hann var alltaf kallaður í
myndinni. Heldur fólk að þú sért alveg á
mörkunum?
„Það var fyndið hvernig sú kvikmynd
breytti viðhorfí fólks til pfanóleiks þótt þetta
væri algjör Hollywoodmynd sem ýkti álla
hluti mjög mikið. Þessi óspilandi konsert er
ekki jafn erfiður og mætti halda, þótt hann sé
auðvitað mjög erfiður, en það eru margir pí-
anóleikarar sem kunna hann og æfa hann og
sumir þeirra eru með mér f skólanum. Fólk
spyr mig stundum hreint út hvort ég sé heill á
geðsmunum og horfir á mann eins og klikk-
aðan vísindamann eða eitthvað.
Ég sá nýlega kvikmynd Polanskis, sem hét
The Pianist, og mér fannst hún mjög góð. Ef
kvikmyndir eins og þessar auka áhuga fólks á
klassískri tónlist og píanóleik sérstaklega þá
er það ffnt," segir Víkingur og hlær.
Eins og að borða eða anda
- Þannig að þú lifir í raun í tónlistarheimi
og gerir ekki annað?
„Fyrir mér er það eins og anda, borða eða
sofa að spila á hljóðfæri. Það gerist bara og ég
sest stundum við píanóið á skrýtnum tímum
og trufla nágrannana. En ég á fleiri áhugamál
og hef mikinn áhuga á að kynna mér aðrar
listgreinar, bæði bókmenntir, leiklist og
myndlist, og skoða hvað hefur verið að gerast
í þeim listgreinum á sama tíma og sú tónlist
sem ég hef áhuga á. í New York eru stórkost-
leg myndlistarsöfn þar sem hægt er að sjá allt
sem mann langar til.
Annars held ég að tónlist hafi alltaf verið til.
Hún er eitthvað sem við skynjum í náttúr-
unni og alls staðar. Það finnst mörgum að
þeir þurfi endilega að skilja til hlítar allt sem
þeir heyra en það á bara að hlusta og ekki
hugsa of mikið."
Mikill keppnismaður
- Nú hefúr þú fengið margvíslegan stuðn-
ing, styrki og góð tækifæri ásamt skólavist við
bestu fáanlega skóla. Upplifir þú væntingar
fólks sem þrýsting eða pressu?
„Ég hef verið mjög heppinn og finnst
stundum eins og ég hafi verndarengil. Ég fékk
fullkominn kennara í upphafi, Erlu Stefáns-
dóttur, sem var bæði „amma" og kennari.
Svo var ég hjá Peter Máté og þá tók alvara lífs-
ins við. Þegar ég var barn þá var píanóið
skemmtilegasta leikfangið, en það var ekki
fyrr en á unglingsárum sem þetta varð alvara.
Ég á auðvelt með að útiloka mig frá vænt-
ingum og þrýstingi. Það er gott að fá hrós og
uppörvun en ég á auðvelt með að halda mér
í jafnvægi. Það er auðvitað pressa og vænt-
ingar að spila með Sinfóníuhljómsveitinni
svona ungur. En ég er svo mikill keppnis-
maður að mér finnst gaman að takast á við
pressuna og væntingarnar og geri sjálfúr
mestar kröfur til mín. Ég hef aldrei verið
hræddur við það hvað öðrum finnist um það
sem ég ætti að geta eða gera. Ætli ég sé ekki
bara nokkuð svalur á því.“
polli@dv.is