Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 20
20 DVHELCARBLAÐ LAUQARDAGUR 30. ÁGÚST2003
STÍFLUSTÆÐIÐ: Utan í Fremri-Kárahnjúk eru vinnuvélar
stöðugt að undirbúa gerð stíflunnar stóru. Fyrir neðan er
Flafrahvammagljúfur en báðum megin ryðja tröllauknar
jarðýturnar jökulruðningi niður í Jöklu sem tekur efnið
með sér - náttúran er látin sjá um að fjarlægja það.
DV-myndir GVA
f
1400 menn af um 15 þjóðernum með þrenn trúarbrögð munu byggja sér mislanga
framtíð í stærstu framkvæmd íslandssögunnar:
Fjallabergmál ítröllslegum
ofu rfra m kvæ m d u m
Stærstu framkvæmdir fslandssögunnar eru svo
magnaðar að okkur leikmennina setur hljóða
þegar við virðum fyrir okkur afeigin raun og
fræðumst um ofur-stíflugerð við Kárahnjúka,
69 kílómetra langa gangagerð og virkjun sem
mun auka orkuafl landsins um 65 prósent -
þar sem samspil hátt í 1400 vinnumanna og -
kvenna afum 15 þjóðernum og þrennum trú-
arbrögðum fer fram þegar mest mun ganga á.
Heilu fjöllin hreinlega tengjast með stíflu
sem verður jafnhá þremur Hallgrímskirkju-
turnum og hátt í jafnlöng og álversskálarnir í
Straumsvík. Og 600 metra þykk við botninn!
„Hvurs lags ógnarósköp eru þetta?“ datt upp
úr blaðamanni þegar hann virti fyrir sér
hverja 100 tonna jarðýtuna á fætur annarri
róta upp jökulburði og ýta niður tuga metra
háa gilbarma Hafrahvammagljúfurs með
miklum gauragangi og óhljóðum sem berg-
máluðu í íjöllunum - þar sem stíflan á að
koma.
Borarnir þrír þurfa meira en heila
virkjun
„Þeir eru að ryðia niður á fast - þá fyrst er
hægt að byrja á að fylla upp fyrir stífluna
sjálfa,“ segir fýlgdarmaður okkar. Ýtutröllin
virðast eins og dvergar utan í hlíðunum og
stöðug ýlfrandi píphljóð dynja í gljúfrinu og
fjöllunum - þetta eru viðvörunarhljóð eins
og við heyrum líka í þéttbýlinu þegar vinnu-
vélum er bakkað. Já, þetta er alveg eins
þarna. Bara miklu, miklu stærra og meira.
Svæðin þar sem stórir trukkar og fleiri ýtur
og tæki standa í röðum uppi á geymslusvæði
og bíða þess að komast í notkun kalla fslend-
ingarnir á svæðinu „dótakassana“. Ekki
furða því þessi stórkarlalegu tæki virðast svo
lítil í þessari stórbrotnu en hrjóstrugu nátt-
úru.
Þegar horft er til ganganna - allra 69 kíló-
metranna sem munu samsvara vegalengd-
inni frá Reykjavík og austur að Þjórsárbrú -
þá gefúr það augaleið hve manni finnst
mannvirkið verða ofboðslegt þegar okkur er
sagt að þrír borar verði árum saman að gera
göngin á þremur stöðum í einu. Til að koma
þeim fyrir á réttum stöðum í fjöllunum þarf
hins vegar að bora þrenn sérjarðgöng - og
bara þau verða svipuð að lengd og Hvalfjarð-
argöngin öll - þetta eru einungis svokölluð
aðkomugöng, en þar verður einnig frá-
rennsli og aðkoma fyrir menn og tæki. Burt-
moksturinn fer hins vegar fram á færibönd-
um. Og borarnir þrír munu taka svo mikið
rafmagn að Lagarfossvirkjun öll (7 megavött)
„DÓTAKASSINN.": (slendinga á svæðinu skortir ekki orð en svona tala þeir um tækin stóru sem bíða þess að
verða notuð við virkjanaframkvæmdirnar.Trukkarnir eru sjálfir 60 tonn að þyngd og taka þeir 100 tonn af efni á
pallinn - (örfáum skóflum því gröfurnar eru heldur engin smásmíð.