Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 26
26 DV HELGAfiBL'fiÍt> LAUQARDAGUR 30. ÁGÚST2003 { Listasafni Reykjavíkur getur nú að líta sýningu sem heitir Innsýn/lnsight og þar eru sýnd verk erlendra listamanna í eigu íslenskra safna. Margir þeirra eru þekkt- ir (slandsvinir og Ingólfur Arnarsson sýn- ingarstjóri spjallaði við DV um tengsl listarinnar og landsins. í Listasafni Reykjavíkur stendur um þessar mundir athyglisverð sýning sem ber yfír- skriftina: Innsýn/Insight. Tungumálin tvö vísa til þess að hér er um að ræða sýningu á alþjóðlegri samtímalist á íslandi og það er Ingólfur Arnarsson, listamaður og prófessor, sem er sýningarstjóri. Þarna setur hann sam- an verk eftir alþjóðlega listamenn í eigu ís- Ienskra safna og af sjálfu leiðir að margir listamannanna hafa unnið verk sín á íslandi eða dvalist hér langdvölum og jafnvel verið búsettir hér. Þannig er ísland ávallt skammt undan þótt listamennirnir séu ekki íslenskir og vekur sýningin því áhorfandann ótvírætt til umhugsunar um það hvað sé eiginlega ís- lensk list. Hugtakið „íslandsvinur" er líka skammt undan því flestir þekkja þá sérstæðu tegund stolts og ánægju sem það vekur í hjörtum eyj- arskeggja þegar þeim berst að utan staðfest- ing á ágæti sínu eða beinlínis hrós. Það er auðvelt að gera gys að hugtakinu íslandsvin- ur og því hvernig það hefur verið notað í op- inberri umræðu en íslandsvinimir em marg- ir og ólíkir og þegar skyggnst er um í hópi listamannanna sem eiga verk á sýningunni í Listasafninu sjást fljótlega nöfn þekktra lista- manna eins og Dieters Roths, Donalds Judds, sem er af mörgum talinn upphafsmaður minimalisma eða naumhyggju í myndlist, og Roni Horn, svo aðeins séu nefndir þeir sem flestir kannast við. Sumir listamennirnir hafa verið búsettir hér ámm saman, eins og Dieter Roth, meðan hann lifði, en aðrir hafa komið hingað reglu- lega mjög lengi, eins og Roni Horn og Donald Judd, sem reyndar er einnig látinn. Hvað er svona merkilegt við ísland Roni Horn hefur lengi skilgreint Island sem vinnustofu sína og gefíð út fjölda bóka með myndum frá Islandi. íslensk náttúra hefur lengi verið mjög sýni- leg í verkum hennar og íslensk náttúra mun hafa verið m.a. það sem laðaði hana hing- að á sínum tíma. í seinni tíð hefur íslensk menning og íslenskt fólk skotið upp koliin- um í verkum Horn og hún hefur einnig blandað sér í opinbera umræðu á íslandi með því að tjá opinberlega skoðanir sínar á nátt- úmvernd. Ingólfur Arnarsson segir mér að það sem upphaflega dró Donald Judd hingað til lands snemma á áttunda áratugnum hafí verið þekking hans og áhugi á íslendingasögunum. Hann mun hafa sagt í viðtali að þar væri fjall- að um raunvemlegt fólk en ekki einhverja dauðleiðinlega guði. Það er síðan skemmtileg hugmynd að í knöppum stíl íslendingasagn- anna hafi Judd fundið einhverja samsvömn við eigin list. Judd, sem nú er látinn, afneitaði hins vegar ~alltaf faðerni við naumhyggjuna og taldi allar slíkar einfaldar skilgreiningar dauðans vitleysu, en það kom fyrir lítið því hann er enn talinn upphafsmaður hennar. Hvað er íslensk list? Ingólfur Arnarsson gerir tilraun til þess í formála í sýningarskrá að svara spurning- unni hvað sé íslensk list og þar segir eftirfar- andi: „Fyrir utan notkunina á íslensku umhverfí í verkum sínum felst framlag erlendra lista- manna til íslenskrar menningar ekki síst í persónulegum kynnum við íslenska lista- menn. Með sýningarhaldi, kennslu og vin- áttusamböndum hafa þeir skilið eftir sig mik- ilvæg spor. Auk fyrrgreindra listamanna (Dieter Roth, Donald Judd, Roni Horn og Douwe Jan Bakk- er) mætti í þessu sambandi nefna Franz Graf, Richard Serra, Karin Sander, Carl Andre, Lawrence Weiner, Jan Voss, Henriette van Egten, Pieter Holstein, Kees Visser, Peter Schmidt, John Armleder, Helmut Federle, Robert Filliou, Jan Knap, Roman Signer og fleiri. Spurningunni um hvað sé íslensk list er ekki auðsvarað, Varla nægir að miða við fæð- ingarstað listamannsins. íslensk söfn hafa skyldum að gegna varðandi starfsumhverfí þeirra sem hér starfa en ber þeim ekki einnig skylda til að safna því besta af erlendri list sem hingað berst? Sérstaklega þeirri list sem er í samræðu við íslenska staðhætti og menn- ingu. Spyrja má hvort besta listin eigi ekki alltaf erindi á söfnin, óháð þjóðerni þeirra sem skapa hana.“ Steinar og torfbæir Þótt sumir alþjóðlegir listamenn hafi orðið þekktir af vinnu sinni á Islandi, eins og t.d. Roni Horn, eru fleiri listamenn en hún sem nýta Island sem vinnustofu sína. Þannig má sjá verk Richards Longs á Safni á Laugavegi 37, en hann safnar steinum úti í náttúrunni sem hann síðan raðar upp í sýningarsölum og býr þannig til verk. Á sýningunni í Lista- safni Reykjavíkur gefur að líta verk manns sem heitir Hamish Fulton og hefur lengi leitað á vit íslenskrar náttúru. Hann lá eitt sinn heila viku úti á Mýrdals- sandi einn síns liðs og afraksturinn er m.a. bréfsnifsi sem hann hefúr teiknað á útlínur sjö steina sem á vegi hans urðu. Douwe Jan Bakker, sem lést fýrir nokkrum árum, á einnig verk á sýningunni. Hann var hollenskur en hefur mikið unnið á íslandi og rannsakað tengsl íslenskrar náttúru og tungumálsins og unnið verk um það. Hann hefur einnig haft mikinn áhuga á íslenskum torfbæjum, myndað þá og unnið listaverk, Sumir listamennirnir hafa ver- ið búsettir hér árum saman, eins og Dieter Roth, meðan hann lifði, en aðrir hafa kom- ið hingað reglulega mjög lengi, eins og Roni Horn og Donald Judd, sem reyndar er einnig látinn. Pa* * sevcwhcciunp w*lk,í«*Shkisht* c*mhmO / HCÝHtiAt.SSAMBU* iCtCHHO MMCH TEIKNING: Verk eftir Hamish Fulton. Hann hefur oft komið til fslands og meðal annars legið úti á Mýrdalssandi einn síns liðs í heila viku. Verkið sýnir útlínur sjö steina sem hann fann á ferð sinni. Verkið er í eigu Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. SYNINGARSTJÓRINN: Ingólfur Arnarsson myndlistarmaður setti upp sýninguna Innsýn/lnsight í Listasafni Reykjavíkur. Þar getur að líta verk erlendra nútímalistamanna í eigu íslenskra safna. Mörg þeirra eru eftir lista- menn sem tekið hafa ástfóstri við Island. byggð á þeim, og sett fram þá frumlegu kenn- ingu að sjá megi samsvörun í landslagi hvers staðar við byggingarlag torfbæja. Þannig get- ur gests augað ennþá séð sitthvað sem heimamönnum er líklega hulið. Þannig má segja að þegar erlendir listamenn eru táldir opna glugga út í heiminn, sem við horfum út um full aðdáunar, þá opna þeir líka stundum glugga þar sem opnast nýtt útsýni á okkur sjálf og landið sem við erum sprottin úr. Dieter varfyrstur Það var með þetta undarlega ástarsam- band listamannanna og landsins sem við byggjum í huga sem DV settist niður með Ingóífí Arnarssyni sýningarstjóra í kaffistofu Listasafnsins, þar sem ég spurði Ingólf hvort Dieter Roth hefði verið fyrstur alþjóðlegra listamanna til þess að setja mark sitt á ís- Ienskt samfélag. „Hann varð fyrstur alþjóðlegra listamanna til þess að koma hingað og sporin eftir Dieter hvar sem hann hefur farið en hann vann margvísleg störf til að brauð- fæða sig meðan hann bjó á íslandi. Hann vann í prentsmiðjum, gullsmíðaverkstæðum, myndskreytti blöð og bækur, hannaði um- búðir, vann hjá Gliti við leirkeragerð og hönnun undir stjórn Ragnars Kjartanssonar og sjást nú verk hans á Ásmundarsafni á yfir- litssýningu á verkum Ragnars," segir Ingólfur sem kynntist Roth lítillega sem kennara. En hafði Roth mikil áhrif á íslenska listamenn? „Það er erfitt að meta en hann virðist hafa umgengist t.d. SÚM-hópinn svokallaða mjög mikið. Honum fylgdu hingað til lands aðrir erlendir listamenn sem síðan kynntust ís- lenskum listamönnum. Þau áhrif sem verða af slíkum kynnum er erfitt að mæla en eru án efa vanmetin." SÚM-hópurinn, sem kvaddi sér hljóðs á sjöunda áratugnum, hafði innan sinna vé- banda listamenn sem síðan hafa notið al- þjóðlegrar hylli, eins og Sigurð og Kristján Guð- munds- dvelja til lengri tíma. sym, Hrein Frið- Það sjást BARNABÓK: Þessi bók eftir Dieter Roth, sem árum saman var búsettur á Islandi, er í sumum uppsláttarritum tal- in eitt af fyrstu bókverkum í heiminum. Verkið er í eigu Nýlistasafnsins. . P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.