Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST2003 TILVCRA 57 Höfuðstafír og fímm ára Einar Þorsteinsson bóndi í Sólheimahjáleigu og fyrrv. ráðunautur Einar Þorsteinsson, bóndi í Sól- heimahjáleigu og fyrrv. ráðunautur, verður sjötíu og fímm ára á morgun. Starfsferill Einar fæddist í Holti í Dyrhóla- hreppi og ólst upp í Mýrdalnum. Hann lauk prófum frá Samvinnu- skólanum í Reykjavík 1949, búfræði- prófí frá Bændaskólanum á Hvann- eyri 1951, stundaði framhaldsnám við Tune búnaðarskólann í Dan- mörku 1952-53 og lauk búfræði- kandidatsprófi frá Landbúnaðarhá- skólanum í Kaupmannahöfn 1956. Einar var aðstoðarmaður á Statens Moseforseg og á tilrauna- stöðinni 0dum í Danmörku 1956 og hjá Búnaðardeild atvinnudeildar Háskólans hluta úr ári 1957. Hann var síðan héraðsráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands 1957-99 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Einar hefúr gegnt margvíslegum trúnaðar- og félagsstörfum í sinni sveit og var um árabil fulltrúi Vestur- Sjötíu ára Skaftfellinga á Stéttarfúndum bænda og á Búnaðarþingi. Hann var kjörinn heiðursfélagi Búnaðarsambands Suðurlands 2001. Fjölskylda Einar kvæntist 24.9. 1955 Eyrúnu Sæmundsdóttur, f. 6.6. 1934, hús- freyju og ferðaþjónustubónda. Hún er dóttir Sæmundur E. Jónssonar og Áslaugar Magnúsdóttur, bænda í Sólheimahjáleigu í Mýrdal. Börn Einars og Eyrúnar eru Ás- laug, f. 13.10. 1958, þjónustufulitrúi hjá VÍS, búsett í Vík í Mýrdal, gift Sig- urði K. Hjálmarssyni og eiga þau tvö börn; Jóhanna Margrét Einarsdóttir, f. 15.11. 1959, fréttamaður við Ríkis- útvarpið, -búsett í Reykjavík og á hún tvö börn; Jón Bragi Einarsson, f. 6.4. 1963, starfar við matvælaiðnað; Elín Einarsdóttir, f. 8.3. 1967, kennari, búsett í Sólheimatungu en sambýlis- maður hennar er Magnús Snorrason og eiga þau fjögur börn. Fósturdóttir Einars er Unnur Björk, f. 1.5. 1976, kennari, búsett í Páll Zophoníasson eftirlitsmaður söfnunarkassa Rauða krossins Páll Zophoníasson, eftirlitsmaður söfnunarkassa Rauða krossins, Holtagerði 8, Kópavogi, verður sjö- tugur á morgun. Starfsferill Páll fæddist á Bárðarstöðum í Loð- mundarfirði en ólst upp á Korpúlfs- stöðum í Mosfellssveit. Páll stundaði iðnskólanám, lauk sveinsprófi í rennismíði, öðlaðist meistararéttindi í þeirri iðngrein, lauk prófum sem bifvélavirki og lauk stúdentsprófum. Páll starfaði í Vélsmiðjunni Héðni í ellefu ár. Hann starfaði síðan, ásamt tveimur öðrum, við sína eigin vél- smiðju við Súðarvoginn í Reykjavík í átján ár. Þá hóf hann störf hjá Rauða krossi íslands og hefur nú starfað þar 1' tuttugu og fjögur ár. Páll kenndi steinaslípun við Iðn- skólann í Hafnarfirði í tíu ár sam- hliða starfinu hjá Rauða krossinum. Páll var búsettur á Seltjarnames- inu í fjörutíu ár en hefur nú verið bú- settur í Kópavoginum í sex ár. Hann starfaði í Kiwanisklúbbi Seltjarnar- ness og var forseti hans 1983. Fjölskylda Páll kvæntist 11.3. 1956 Öldu Vig- fúsdóttur, f. 7.2. 1935, gangaverði í Valhúsaskóla. Hún er dóttir Vigfúsar Þorsteinssonar og Þómnnar Jóns- dóttur, bænda að Húsatóftum á Skeiðum. Páll og Alda skildu. Böm Páls og Öldu em Vigfús Páls- son, f. 26.12. 1955, forritari í Mos- fellsbæ, kvæntur Klöru Þórhallsdótt- ur verslunarmanni og eiga þau tvö böm; Trausti Pálsson, f. 12.8. 1957, bifvélavirki, búsettur í Reykjavík, var kvæntur Mary Ann Enos er stundar umönnunarstörf en þau em skilin og eiga þau tvær dætur; Álfheiður Páls- dóttur, f. 12.8. 1961, húsmóðir, bú- sett í Reykjavik, gift Atla Vilhjálms- syni, verkstæðisformanni hjá Bif- reiðum og landbúnaðarvélum, og eiga þau þrjú böm; Gunnar Pálsson, f. 24.7. 1967, kjötiðnaðarmaður, bú- settur í Reykjavík og á hann tvö böm en bamsmóðir hans og fýrrv. sam- Hafnarfirði, en sambýlismaður hennar er Páll Sæmundsson. Systkini Einars: Sæmundur Þor- steinsson, f. 24.8. 1918, fýrrv. bóndi að Hryggjum í Mýrdal; Elín Þor- steinsdóttir, f. 24.8. 1918, fyrrv. hús- freyja að Ytri-Skógum, búsett í Hafn- arfirði; Hörður Þorsteinsson, f. 8.10. 1920, bóndi að Nykhóli í Mýrdals- hreppi; Vilhjálmur Þorsteinsson, f. 15.3. 1923, nú Iátinn, rafvirki í Reykjavík. Foreldrar Einars voru Þorsteinn Einarsson, bóndi í Holti í Dyrhóla- hreppi, og k.h., Jóhanna Margrét Sæ- mundsdóttir, húsfreyja og bóndi. Einar verður að heiman á afmælis- daginn. býliskona er Elma Helgadóttir. Sambýliskona Páls er Ágústa Sig- urðardóttir, f. 17.6.1933, fyrrv. starfs- maður BSf. Hálfbróðir Páls, sammæðra, var Jóhann B. Jónsson, f. 27.5. 1905, d. 4.3. 1968, vélvirki í Véismiðjunni Héðni, búsettur í Reykjavík. Alsystur Páls: Aðalbjörg Zophoní- asdóttir, f. 7.4. 1918, d. 19.10. 2001, húsmóðir í Reykjavík; Lilja Zophoní- asdóttir, f. 25.7. 1925, d. 30.11. 1970, húsfreyja íÁrnessýslu. Foreldrar Páls vom Zophonías Stefánsson, f. 28.9. 1884, d. 14.7. 1968, bóndi á Bárðarstöðum í Loð- mundarfirði, og Ólína Jóhannsdóttir, f. 13.11. 1893, d. 14.1. 1988, hús- freyja. Páll er að heiman. Umsjón: Ragnar Ingi Aðalsteinsson Netfang: ria@ismennt.is Þáttur 92 Grímúlfur Bessason hét maður, fæddur að Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal á fyrri hluta 18. aldar. Hann þótti latur til verka þegar hann var að alast upp og lítið búmannsefni. Var hann því settur til mennta og varð prestur. Hann var oftast kallaður Grfmur, varð hagyrðingur ágætur en þótti með afbrigðum níðskældinn. Einhverju sinni var Grímur að kasta rekum á kistu í Eiðakirkju- garði. Hrasaði hann þá og féll í forina og ataði út föt sín. Þá orti hann um leið og hann stóð upp: Andskotinn með enga kurt yfir þér lengur stími. Skafið þið, piltar, skítinn burt úr skottinu á’onum Grími. Eitt sinn var Grímur úti að kasta af sér vatni við bæjarhólinn. I því kom út vinnukona hans er Guðrún hét og hellti þar úr næturgagni. Þá kvað Grímur: Mörgum þykir eg mæla grómt, maðurinn hristi tólin. Gunna stóð með gatið tómt en Grímur skaut í hólinn. Grímur mun vera höfundur að fýrstu limru sem ort hefur verið á íslensku. Það atvikaðist þannig að biskup var á yfirreið fyrir austan. Vandaði hann um við Grím fýrir kveðskap hans og hvatti hann til að yrkja sálma eða annað fagurt út af ritningunni, þar sem hann væri svo gott skáld. Grímur tók þvível, hugsaði sig lítið eitt um og kvað svo vísu: Undarlegur var andskotinn, er hann fór í svínstötrin; ofan fýrir bakkann öllu saman stakk hann, helvítis hundurinn. Ekki þótti biskupi þessi kveðskapur líklegur til að ýta undir kristi- legt siðgæði í sókninni og bað Grím að gera betur. Þá orti Grímur: Þegar sá ríki rumskaðist í reyknum þama niðri drafaði tunga dauðaþyrst í djöflastofunni miðri. Biskup bað Grím þá að hætta að yrkja en lét af umvöndunum sín- um; þótti að sögn prestur hreint ekki svo slæmur þegar alls var gætt, þótt hann væri hrekkjóttur. Vinnumaður var eitt sinn hjá séra Grími, fákænn og ólæs. Þegar hann fór bað hann Grfm að skrifa fýrir sig meðmælabréf; þótti líklegt að hann ætti betra með að fá vist ef hann hefði uppáskrift frá prest- inum. Grímur tók því vel og gaf manninum meðmæli. Þau hljóðuðu þannig: Ungur mest hann æfði flestar skammir; rotaði, hengdi, barði, beit, bölvaði, stal og hafði geit. Fullorðins þá fengið árin hafði mannslag drýgði málmaþór, meinsæri, lygi, stuld og Jiór. Ellin þegar yfr hann dynja náði fítonsanda lærð’ann list, lastaði Guð og forhertist. Níutíu ára Helga Þorsteinsdóttir húsmóðir í Reykjavík í afmælisgrein sem birtist um Helgu Þorsteinsdóttur þriðjudag- inn 26.8. sl. féllu niður nöfn bama- barna hennar. Greinin er því birt aftur, leiðrétt, og Helga beðin vel- virðingar á mistökunum. Helga Þorsteinsdótth húsmóðir, Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58, áður Hörgshlíð 10, Reykjavík, varð níræð sl. þriðjudag. Starfsferill Helga fæddist á Narfeyri á Skóg- arströnd en ólst upp í Reykjavík frá 1916. Að lokinni hefðbundinni skólagöngu lagði hún stund á list- nám um skeið hjá Birni Björnssyni og Marteini Guðmundssyni. Helga stundaði verslunarstörf þar til hún gifti sig 1941. Maður hennar missti heilsuna sökum lík- amsárásar 1952. Hún hjúkraði hon- um heima í fjörutíu og þrjú ár eftir það, uns hann lést 1995. Helga æfði og sýndi fimleika á vegum Glímufélagsins Ármanns á sínum yngri árum og æfði á skíðum á vegum félagsins, stundaði íjall- göngur og var einn af fmmkvöðlum í kvennahandbolta á íslandi. Helga stóð fýrir og hafði umsjón með því að sönglög og önnur tón- verk manns henar vom gefin út á prenti og á hljómplötum. Fjölskylda Helga giftist 4.7. 1941 Árna Bjömssyni, f. 23.12. 1905, d. 3.7. 1995, tónskáldi. Hann var sonur Björns Guðmundssonar, hrepp- stjóra og bónda í Lóni 1' Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu, og Bjamínu Sigríðar Ásmundsdóttur, ljósmóður og húsfreyju. Böm Helgu og Árna em Katrín Árnadóttir, f. 30.5.1942, fiðlukenn- ari, búsett í Garðabæ og var fýrsti maður hennar Eggert Jónsson, fyrrv. borgarhagfræðingur, en son- ur þeirra er Árni Jón, f. 11.5. 1970, hagfræðingur og sölustjóri hjá Skyggni hf„ búsettur í Kópavogi, kvæntur Huldu Ólafsdóttur, hag- fræðingi og ráðgjafa hjá Teymi hf. og nema í tölvunarfræði við HÍ, en annar maður Katrínar var örn Valdimarsson framkvæmdastjóri sem lést 1986 en eiginmaður Katrínar er Reynald Jónsson bygg- ingatæknifræðingur og em börn hans og fyrri konu hans Sigríður Ósk, f. 1959, leikskólakennari, bú- sett í Garðabæ, en maður hennar er Hinrik Hjörleifsson verslunarstjóri, Sigurður, f. 1966, innkaupastjóri hjá Hagkaupum, búsettur í Reykja- vík, en kona hans er Hafdís Björg- vinsdóttfr skrifstofumaður, og Guðmundur Þór, f. 1968, í doktors- nám í eðlisfræði við HÍ, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Þómnn Einarsdóttir nemi; Björg Árnadótt- ir, f. 2.7. 1947, kennari og leikstjóri en maður hennar er Andrew Cauthery, fyrsti óbóleikari við Ensku þjóðarópemna og em börn þeirra David Harald, f. 1.1. 1976, tónlistarmaður og tónskáld í London, en kona hans er Rebecca, f. 26.11. 1975, víóluleikari í Fíl- harmóníusveitinni í London, og Gunnar Adi, f. 17.7. 1981, leikari og leikhúsfræðingur. Alsystkin Helgu: Guðrún, f. 22.11. 1908, d. 1911; Unnur, f. 11.3. 1912, d. 15.5. 1984, varðstjóri hjá Landssímanum; Gunnar, f. 23.9. 1915, d. 17.9. 1995, innkaupastjóri varahluta hjá Flugleiðum, var kvæntur Sigríði Haraldsdóttur; Ingimundur, f. 24.9. 1924, d. 25.7. 1997, flugstjóri hjá Flugleiðum, var kvæntur Laufeyju Stefánsdóttur, f. 4 15.2. 1924, d. 30.12. 1995. Foreldrar Helgu vom Þorsteinn J. Jóhannsson, f. 19.8. 1875, d. 10.4. 1958, skipstjóri á Breiðafirði og síð- ar kaupmaður í Reykjavflc, og Katrín Guðmundsdóttir, f. 22.2. 1885, d. 17.7.1969, húsmóðir. c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.