Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 30.ÁGÚST 2003 Páfagaukar slá Helgi Sveinbjörnsson, eigandi fjölskyldugarðsins Slakka í Laug- arási í Biskupstungum, segir góða aðsókn búna að vera í sumar enda veðrið með ólíkind- um gott. Helgi er nú að efla aðstöðuna enn frekar fyrir gesti og er að breyta gróðurhúsum í yfir- byggðan púttvöll og mínigolf- völl sem teknir verða í notkun í gegn í Slakka innan tíðar. I Slakka er margt skemmtilegt að sjá, ekki síst fyrir unga fólkið sem þar getur kynnst ýmsum dýrum í návígi. Þarna eru meðal annars 5 mjög merkilegir páfagaukar sem krökkum gefst jafnvel tækifæri til að halda á. Hafa páfagaukarn- ir gert sérstaklega mikla lukku hjá börnunum í sumar. Þá eru á staðnum margvísleg leiktæki fyrir börn og er því kjör- ið fyrir fjölskyldufólk að heim- sækja Helga og fólk hans. Þá er töluvert um að fólk mæti með tjöld og viðlegubúnað í slíkar heimsóknir því að í Laugarási eru mjög góð tjaldstæði. Helgi segist vera með opið um helgina frá klukkan 10 til 18, bæði í dag, laugardag, og á morgun og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Talar um álfa FYRIRLESTUR: Umhverfismál og álfar verða meðal þess sem kandíski líffræðingurinn, dr. James Butler, mun fjalla um í fyrirlestri sem hann heldur í Kennaraháskól- anum á mánudagskvöld. Butler er staddur hérlendis til þess að leita heimilda um álfa og gnóma en hann hefur unnið að rannsókn á reynslu fólks af yfirnáttúrulegum fyrirbærum um langa hríð. Könnun DV sýnir að meiríhluti er fylgjandi þriggja ára veiðibanni á rjúpu Flestir andvígir banni í Framsókn þar sem 18 prósent þeirra voru óá- kveðin og 11 prósent neituðu að svara, eða samtals 29 prósent. Þetta hlutfall var ekki nema 17,3 hjá körlunum. Tæp 70 prósent íbúa höfuðborg- arsvæðisins eru fylgjandi veiði- Meirihluti kjósenda, eða 66,3 prósent, er fylgjandi þriggja ára veiðibanni á rjúpu sem um- hverfisráðherra setti á dögun- um. Þetta er niðurstaða skoð- anakönnunar DV sem gerð var á þriðjudagskvöld. Athygli vek- ur að hlutfallslega flestir and- stæðingar eru meðal stuðn- ingsmanna Framsóknarflokks- ins, flokks umhverfisráðherra, en flestir stuðningsmenn veiði- banns eru meðal stuðnings- manna Vinstri-grænna. Af öllu úrtakinu sögðust 48,8 prósent vera fylgjandi þriggja ára veiðibanni á rjúpu, 28 prósent voru andvíg, 18 prósent voru óákveðin og 11 prósent neituðu að svara. Óvissan er töluverð þar sem tæp- lega fjórðungur er óákveðinn eða neitar að svara spurningu um af- stöðu til friðunar rjúpunnar. Af þeim 76,8 prósentum sem af- stöðu tóku sögðust 63,6 prósent vera fylgjandi veiðibanninu en 36,4 prósent andvíg. Úrtakið í könnun DV var 600 manns, jafnt skipt milli kynja og hlutfallslega milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar. Spurt var: AfstaOa kjósenda tll friöunar rjúpunnar Tókuafstöðu JAIIt úrtakið ■2S% jjjjjr | Fylgjandi Andvig ÓákvJsv. ekkl AfstaOa tll rlklsstjórnarinnar 37,8°/^Jr B fylgjandi Andvig ÓákvJsv. ekki Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) ákvörðun umhverfisráðherra um þriggja ára veiðibann á rjúpu? Ekki er marktækur munur á af- stöðu kynjanna, utan hvað konur eru mun óákveðnari í afstöðu sinni Afstaða til friðunar eftir stuðningi við flokka 17,9% 35,9% m 13,8% 18,4% 26,7% 32% 34,6% | Fylgjandi Andvig Óákvjsv. ekki ANDSTAÐA: Hlutfallslega flestir andstæðingar eru meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, flokks umhverfisráðherra banni og rúm 30 prósent andvíg. Andstaðan við veiðibann á rjúpu er Afþeim 76,8 prósent- um sem afstöðu tóku sögðust 63,6 prósent vera fylgjandi veiði- banninu en 36,4 pró- sent andvíg. mun meira á landsbyggðinni en þar eru 53,4 prósent fylgjandi og 46,6 prósent andvíg. Við bætist að landsbyggðarfólk er mun óákveðn- ara í afstöðu sinni en 26,7 prósent reyndust óákveðin eða neituðu að svara, samanborið við 20,8 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Andstaða í Framsókn Athygli vekur að hlutfallslega flestir andstæðingar veiðibanns eru meðal stuðningsmanna Framsókn- arflokksins, flokks umhverfisráð- herra. Og þar eru einnig fæstir stuðningsmenn veiðibannsins. Ekki nema 46,2 prósent framsókn- armanna voru fylgjandi veiðibann- inu en 35,9 prósent andvíg. Stuðn- ingurinn við veiðibannið var mest- ur meðal stuðningsmanna Vinstri- grænna, 66,7 prósent. Flestir óákveðnir eru meðal stuðnings- manna Samfylkingar og Framsókn- ar. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í meðfylgjandi gröfum. hlh@dv.is ÞAKRENNUR 'E2 MARLEY Frábært verð! 594 6000 www.merkur.is Bæjarflöt 4,112 R. Smáauglýsingar 550 5000 Sumarhappdrætti smáauglýsinga DV: Sex heppnir vinningshafar Dregið var í sumarhappdrætti smáauglýsingadeildar DV á þriðjudag en í pottinum eru þeir sem kaupa smáauglýsingu á www.smaar.is. Vinningshafar fá gjafabréf á valda veitingastaði auk 2 mánaða áskriftar að DV. Nöfn hinna heppnu eru: Ásdfs Haraldsdóttir, Anna Pálína Guðmundsdóttir, Sig- urjón Einar Þráinsson, Leifur Leifs- son, Sigríður Helgadóttir og Ævar Valgeirsson. Sérstök sumarverðskrá gildir nú fyrir smáauglýsingar í DV. Kostar fjögurra línu textaauglýsing, sem pöntuð er á www.smaar.is, 500 kr. Sams konar auglýsing, sem keypt er með símtali eða í afgreiðslu smá- auglýsinga í DV-húsinu, kostar hins vegar 700 kr. Myndaauglýsing kost- ar síðan 950 krónur, hvort sem hún er keypt í á www.smaar.is, með símtali eða í DV-húsinu. Allir sem kaupa smáauglýsingu á www.smaar.is lenda í happdrættis- potti. Aðalvinningurinn, sem dreg- inn verður út 8. september, er flug- miði frá Iceland Express. SMÁAR: Heppinn auglýsandi, sem kaupir smáauglýsingu í DV á smaar.is, getur unnið ferð með lceland Express til Kaupmannahafnar eða London. Myndin er frá Kaupmannahöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.