Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 Mótmæla dómi UNDIRSKRIFTASÖFNUN: Nokkrir áhyggjufullir borgarar afhentu Birni Bjarnasyni dóms- málaráðherra í gær undir- skriftalista þar sem dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja ungra manna, sem réðust á pilt í Hafnarstræti, var mótmælt. Drengurinn sem fyr- ir árásinni varð hlaut bana af og fengu árásarmennirnir tveggja og þriggja ára fangelsi fyrir vikið. Mikil umræða varð í samfélaginu í kjölfar dómsins þar sem mörgum þótti hann of vægur. Af þvi tilefni hófst svo undirskriftasöfnun á Netinu, þar sem fólk hvatti yfirvöld til þess að endurskoða dóminn og dómskerfið í heild sinni. Alls rituðu um 600 manns nafn sitt á listann. Frábær árangur íslenskra kylfinga GOLF: Björgvin Sigurbergsson varð í 2.-5. sæti á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í golfi sem lauk í gær. Björgvin lék á einu höggi undir pari í gær og á 8 undir samtals. Hann var aðeins einu höggi á eftir sigurvegara mótsins en Björgvin var efstur fyrir lokahringinn. Fyrir vikið er Björgvin búinn að tryggja sér þátttökurétt á öðru stigi úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina. Hann er þó ekki einn um að vera búinn að tryggja sér sæti þar því Birgir Leifur Hafþórsson og Sigurpáll Geir Sveinsson tryggðu sér einnig þáttökurétt þar í Björgvin Sigurbergsson. gær. Sigurpáll var í toppsætinu fyrir lokahringinn ásamt Björgvini og Bandaríkjamanni en hann lék sinn slakasta hring í gær, 4 höggum yfir pari, og endaði því samtals á 3 höggum undir pari sem dugði í 12.-16. sæti. Á sama lokaskori var einnig Birgir Leifur Hafþórsson sem lék á pari í gær. Fjórði íslendingurinn sem tók þátt í mótinu var Ólafur Már Sigurðsson en hann lauk keppni á 9 höggum yfir pari og kemst því ekki áfram. Þetta er stórkostlegur árangur hjá íslenska tríóinu og vonandi spila þeir jafnvel á næsta móti sem hefst á Spáni 30. október. Niðurstada dómara í máli þar sem íslendingur hlaut fimm hnífstungur: Ekki sá eini sem stakk Fjölskipaður héraðsdómur full- yrðir að varnarliðsmaðurinn John Edwin Rehm var ekki einn um að stinga ungan fslending fyrir framan Ziemsen í Hafnar- stræti að morgni 1. júní, en hann hlaut fimm stungusár - þar af þrjú sem hvert og eitt hefðu getað leitt til dauða ef hann hefði ekki komist eins fljótt undir læknishendur og raun bar vitni. Enginn annar var ákærður í mál- inu en dómurinn ákvað að Rehm skyldi sitja inni í eitt og hálft ár fyr- ir stórfellda líkamsárás. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps en dómararnir töldu ekkert fram komið sem benti til að það hefði vakað fyrir varnarliðsmanninum að bana íslendingnum. Heldur ekki að honum hefði mátt vera ljóst að bani gæti hlotist af. Þóra Steffensen réttarmeina- fræðingur staðfesti fyrir dómi að útilokað væri að einn áverkanna hefði getað verið eftir hníf varnar- liðsmannsins. Raunar útilokaði hún ekki að allir fímm áverkarnir hefðu getað hlotist af öðrum hnífl - „óþekktum". Segir dómurinn því að ljóst sé að ákærði var ekki einn um að leggja til íslendingsins „... en ekki hefur verið upplýst hver eða hverjir aðrir voru þar að verki,“ seg- ir í niðurstöðu dómaranna. Raunar útilokaði hún ekki að allir fimm áverkarnir hefðu getað hlotist aföðrum hnífi - „óþekktum". Varnarliðsmaðurinn kvaðst hafa talið víst að maður sem sló hann með flösku þegar til hóps ung- menna kom í Hafnarstræti hefði verið með hníf. Hann óttaðist að hnífurinn yrði notaður gegn sér. Sagðist hann hafa talið að hann kæmist ekki lifandi út úr mann- mergðinni. Kvaðst hann hafa tekið upp hníf sinn eftir það en þó myndi hann ekki hvenær það var. Fram kom í málinu að þolandinn beitti ögrandi fingurmerki með löngutöng gegn varnarliðsmannin- um og órói var mikill þegar til átak- anna kom. Félagi ákærða var grun- aður en ekki reyndust efni til að saksækja hann. onar@dv.i5 HÉRAÐSDÓMUR: Fulltrúar Bandaíkjahers voru viðstaddir uppkvaðningu dómsins. DÆMDUR: John Edwin Rehm við dómsuppkvæðningu í morgun. BIÐ: John Edwin Rehm ásamt Ellen Ingvadóttir dómtúlki. ii Ensku rósimar eru fjórar ellefu ára stelpur og bestu vinkonur. Þær öfundast hinsvegar út í þá fiinmtu, hana Binnu sem erbæði falleg og góð í öllu. Hugljúf og fyndin saga um öfund, vináttu og sanngirni. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og Vinnueftirlits á Kárahnjúkasvæðinu: Kanna atvinnuréttindi erlendra starfsmanna tt Mál og menning edda.is Lögregla og Vinnueftirlit Aust- urlands stóðu í gær fyrir um- fangsmiklum aðgerðum á Kára- hnjúkasvæðinu til þess að kanna hvort erlendir starfs- menn þar hefðu tilskilin at- vinnuréttindi til að starfa hér á landi. Meðal þess sem sérstaklega var kannað var hvort starfsmenn hefðu réttindi til að starfa við iðngreinar, hvort þeir hefðu dvalar- og at- vinnuleyfi og hvort þeir hefðu rétt- indi til þess að stjórna vinnuvélum. Lögregla hefur áður farið um svæðið til þess að kanna vinnuvéla- réttindi starfsmanna en aðgerðirn- ar í gær eru þær umfangsmestu sem farið hefur verið í til þessa. Lögregla hefur áður farið um svæðið til þess að kanna vinnuvéla- réttindi starfsmanna. Ekki liggur ljóst fyrir hversu marga var rætt við f aðgerðunum í gær en ljóst þykir að þeir skipti tug- um ef ekki hundruðum. Lögregla mun svo næstu daga skoða þau gögn sem framvísað var f gær nán- ar og kanna hvort þau standist ís- lensk lög og reglur. Erlendir iðnaðarmenn^em starfa á virkjunarsvæðinu þurfa að fá við- urkenningu sýslumanns á starfs- réttindum sínum til þess að geta starfað hér á landi við iðngreinar sínar en fram að þessu hafa innan við 20 sótt um slíkt leyfi. Af þeim hafa aðeins fjórir fengið leyfi til starfa en mál hinna eru til skoðun- ar. Alls eru tæplega 550 erlendir starfsmenn við störf á Kárahnjúka- svæðinu en af þeim eru um 350 af Evrópska efnahagssvæðinu. ............. ................ jMI ELDHÚS dagar INNRÉTTINGASÝNING 25.SEPT.- 12.0KT. Laugardag: 11.00-16.00 Sunnudag: 13.00-17. gQ Þú færð það aðeins betra hjá M ZBSM BRÆÐURNIR ORMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.