Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 TILVERA 63 r Fjörutíu ára Friðrik Kingo Andersen tölvufræðingur í Reykjavík Friðrik Kingo Andersen tölvu- fræðingur er fertugur í dag. Starfsferill Friðrik Kingo fæddist f Kaup- mannahöfn. Fyrstu ár ævinnar átti hann heima á Friðriksbergi í Kaup- mannahöfn en 1970 skildu foreldr- ar hans og flutti hann þá með móð- ur sinni til íslands og bjó f Reykja- vík. Hann var í barnaskóla í Reykja- vík en flutti með móður sinni og fósturföður í Garðabæinn 1978, lauk þar síðasta bekk grunnskóla og fór að því loknu í Fjölbrauta- skóla Garðabæjar. Hann hóf nám í Iðnskólanum í Reykjavík í tölvu- fræði og tækniteiknun 1986 og lauk tölvufræðináminu þaðan 1990. Friðrik Kingo bjó hjá föður sín-- um á Friðriksbergi í Kaupmanna- höfn 1980 og vann ýmis störf í Kaupmannahöfn. Hann kom síðan heim aftur um haustið 1980 og hélt áfram námi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar í tvö ár, vann síðan hjá Pizzahúsinu við sölumennsku, út- keyrslu og bakstur til 1985, var kynningarstjóri í Keilusalnum í Öskjuhlíð við kynningar og kennslu á keiluíþróttinni 1985-86 og vann hjá Vífilfelli í þjónustudeild við við- hald, uppsetningu og þjónustu tækja og búnaðar samhliða nám- inu í Iðnskólanum. Friðrik Kingo hóf störf hjá tölvu- fyrirtækinu Hug hf. um jólin 1989 og starfaði við uppsetningu og þjónustu klukkukerfis hjá Hug til 1995, starfaði hjá Tæknivali hf. sem tæknimaður í netþjónustu 1995-99, hjá Boðvaka ehf. sem tæknimaður í þjónustu 1999-2000 og hjá Tristan ehf. sem í dag heitir Þekking hf., sem tæknimaður í net- þjónustu 2000-2003. Kingo endurlífgaði ljósmynda- klúbb sem legið hafði í dvala í Iðn- skólanum en myndir eftir hann birtust m.a. í skólablaði IR. Hann hefur verið formaður og gjaldkeri nokkurra húsfélaga í Reykjavík, hefur verið félagi í Svifdrekafélagi Reykjavíkur frá 1989 og var m.a. varamaður í stjórn, síðan ritari og loks formaður þess 1998. Hann öðl- aðist hljóðmannsréttindi 1989 og hefur komið lítillega við tónlist, m.a. sungið með á nokkrum plöt- um og leikið í tónlistarmyndbönd- um. Einnig hefur Kingo fengist við kvikmyndaleik og leikið í fjölda ís- lenskra og erlendra kvikmynda, auk þess að hafa leikið lítillega á sviði. Hann hefur líka komið við út- varpsþáttastjórnun, auk þýðingar- vinnu. Fjölskylda Friðrik Kingo kvæntist 27.9. 1997 Galinu A.G. Andersen, f. í Búlgaríu 9.5. 1968, og eiga þau því jafnframt sex ára brúðkaupsafmæli í dag. Dóttir Kingo og Galinu er Aníta Rós Kingo Andersen, f. í Reykjavík 16.12.1999. Börn Kingo frá fyrra sambandi eru Bent Kingo Andersen, f. 18.1. 1990; Halldór Aron Andersen, f. 16.1. 1992, d. 19.1. 1992; Sandra Halldóra Andersen, f. 9.5.1993. Þau eru sammæðra og öll fædd í Reykjavík. Hálfsystur Friðriks Kingo, sam- mæðra, eru María Kristín Steins- son, f. 21.5. 1976, Ijöllistakona með meiru; Eyrún Steinsson, f. 31.3. 1979, nemi í viðskiptafræði á Spáni. Foreldrar Friðriks Kingo eru J. Guðrún Sveinsdóttir, f. í Reykjavík 3.8. 1942, og Bent Kingo Andersen, f. á Fjóni í Danmörku 15.10. 1937, búsettur í Ishöj í Danmörk. Fósturfaðir Kingo var Helgi Steinsson, f. 27.12. 1928, d. 4.8. 2000, skipstjóri. Friðrik Kingo tekur á móti gest- um í félagsheimili SDFR að Grund við Úlfarsfell í dag, laugardaginn 27.9. milli kl. 15.00 og 17.00. Höfuðstafír Umsjón: Ragnar Ingi Aðalsteinsson Þáttur 96 í dag er við hæfi að byrja á hauststemningu eftir Arnþór Helgason: Syngur hátt í hverrí gátt, heldur brátt fer vetur aö. Noröan áttin ergir þrátt, enginn máttur hindrar þaö. Böðvar Guðlaugsson sat á fundi: Ragur er ég að rjúfa þögn og reifa mál á fundum. En gæti sjálfsagt gapað ögn gáfulegar stundum. Næst er Iimra eftir Böðvar. Þessa kallar hann óverðskuldaða hálf- kæringslimru: Amma var indæiiskelling sem eldaði iapþunnan velling. Kunnast var þó þetta kerlingarhró fyrir hlandvolgan uppáhelling. Næst er vísa eftir Guðmund Böðvarsson, skáld á Kirkjubóli: Blóögum klafa læst, í langa lest á grafarsióö, ríms á hafíð hélt til fanga höfuöstafaþjóð. í síðasta þætti birti ég vísu sem hófst á braglínu sem fengin var að láni hjá Jóni Arasyni: „Vondslega hefur mig veröldin blekkt." Þessi vísa er eftir Björn Jónsson frá Haukagili í Hvítársíðu, lögregluþjón í Reykjavík (1915-1992). Mér bárust nokkrar skemmtilegar vísur eftir Björn. Hann gerði m.a. ágætar hringhendur: Muna þyngir minn, er sest myrkur kringum hreysið, en tvíllaus þvinga tel égmest tilbreytingarleysiö. Við höfum báðir vinur minn verið háðir sprundum, leitað og þráð, en léttúðin leiknum ráðið stundum. Einhverju sinni sendi Björn kort heim þar sem hann var í sumar- leyfi á Kanaríeyjum. Þar var þessi limra: Það ergaman á Gran Canarí, menn ganga íbarndóm á ný, þeir drekka um nætur og drattast á fætur og detta svo íþað á ný Á sama kortinu var þessi staka: Nú hefég skoðað nektarsvæðin, nú hefur dável sést, að alltaffara Evuklæðin Evudætrum best.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.