Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 OR styrkir jafnara námsval Fimm konur tóku í gær við náms- styrkjum frá Orkuveitu Reykjavík- ur. Þær eiga allar sameiginlegt að stunda nám í greinum sem hing- að til hefur verið litið á sem karla- greinar. Með veitingu þessara námsstyrkja vill OR stuðla að jafnara námsvali kynjanna en þeir eru einnig liður í jafnréttisá- ætlun fyrirtækisins. Þær sem hlutu styrki nú eru í verkfræði-, tæknifræði- og iðnnámi. Myndin var tekin við afhendinguna. F.v. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri OR, Steinunn Valdís Óskars- dóttir, varaformaður stjórnar OR, Þórunn Ágústa Þórsdóttir, Sonja Schaffelhoferová, Guðrún Hulda Jónsdóttir, Dóra Elísabet Sigur- jónsdóttir, Ólöf Maggý Örnólfs- dóttir og Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður OR. Alrangt að ég vilji línu- ívilnun fyrir sjálfan mig segir formaður Eldingar sem sakaður er um tvískinnung í kvótamálum Guðmundur Halldórsson. Hart er nú deilt á Guðmund Halldórsson, formann smábáta- félagsins Eldingar á Vestfjörð- um, fyrir meintan tvískinnung varðandi kvótakerfið. Hann hafi tvívegis selt sig út úr kvóta- kerfinu með gróða og vilji nú línuívilnun til að vinna sér inn veiðirétt á nýjan leik. Útgerðarmaður í Vestmannaeyj- um og togaraskipstjóri í Hnífsdal hafa m.a. gagnrýnt Guðmund harð- lega á þessum forsendum, en Guð- mundur er einmitt helsti talsmaður þeirra sem óskað hafa eftir að sjávar- útvegsráðherra veiti ívilnun í formi aukinna veiðiheimilda til þeirra dag- róðrabáta sem stunda veiðar með línu. Til skammar „Það er þeim til skammar sem nú reyna að gera mig tortryggilegan. Það er ómerkilegt að draga mína persónu inn í þetta með þessum hætti og þeim mest til skammar sem svoleiðis vinna,“ sagði Guðmundur Halldórsson í samtali við DV. Sigurjón Óskarsson útgerðar- maður sagði f samtali við Fréttir í Vestmannaeyjum að sá sem hvað harðast hefði gengið fram í andstöð- unni við kvótakerfíð væri Guð- mundur Halldórsson. „Þetta er maður sem tvívegis hefur selt sig út úr kerfínu og labbað út með milljón- ir í gróða. í annað skiptið seldi hann meira að segja kvótann sinn hingað til Eyja, þegar Gulli á Gandí keypti af honum. Það er alrangt og ósanngjarnt að halda því fram að ég sé að fara fram á þessa línu- ívilnun nú fyrir sjálfan mig. Sá kvóti tilheyrir núna Vinnslu- stöðinni. Nú á að koma inn með línuívilnun og skerða þar með hlut allra annarra en þeirra sem stunda lfnuveiðar." Páll Halldórsson, skipstjóri á ís- fisktogaranum Páli Páissyni ÍS, þar sem Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. í Hnífsdal tók í sama streng í samtali við BB 18. september. „Það er alveg rétt að ég seldi frá mér kvóta fyrir 12 árum til Vest- mannaeyja íyrir 5,5 milljónir króna. Þetta var 27 tonna viðmiðun sem ég aflaði með eigin höndum," segir Guðmundur. Þetta hafi hann gert eftir að hafa lent í verulegu fjár- hagstjóni. Seldi vegna aldurs „Tveim árum seinna keypti ég mér pínulítinn þriggja tonna bát sem var sfðan mitt lifibrauð. Ég aflaði mér veiðireynslu á hann og keypti til mín kvóta. Þennan bát seldi með afla- heimildum til Súgandafjarðar vegna aldurs, enda kominn yfir sjötugt. Þá var ég búinn að vera yfir hálfa öld til sjós.“ - Guðmundur segist síðan hafa keypt seinni bátinn aftur og þá kvótalausan. Bátinn hafi hann ein- ungis keypt sér til skemmtunar. Hann hafi aldrei haft í hyggju að fara aftur í útgerð, enda kominn á aldur. „Því er það þeim til skammar sem reyna nú að gera mig tortryggilegan vegna þessa. Það er alrangt og ósanngjamt að halda því fram að ég sé að fara fram á þessa línuívilnun nú fyrir sjálfan mig. Ég minni á að línu- ívilnunin er yfirlýst stefna Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks sem kjósendur þeirra hafa stutt. Ég vil líka minna á að það eru 4 ár síðan LÍÚ hélt því fram að 80% af kvótanum hefði gengið kaupum og sölum. í dag eru það líklega vel yfir 90% svo það er varla til sú útgerð á ís- landi sem ekki hefur verið að versla með kvóta," segir Guðmundur Hall- dórsson. hkr@dv.is Skíðaferðir! Vetrar-Ólympíuleiksvæðið Garmish-Partenkirchen er ein vinsælasta skíðaparadís í Evrópu staðsett í ölpunum í S-Þýskalandi. Einungis er um 3 tíma akstur til Garmisch frá Frankfurt og mjög þægilegt að komast þangað með bílaleigubíl eða lest. Terra Nova-Sól býður upp á úrval gististaða á svæðinu. Erum einnig með hagstæð verð á bílaleigubílum. Verðdi :nrd ftmi - 7 8. feh TERRA vyiv NOVA JSOL - 25 ÁRA OC TRAUSTSINS VBRO Stangarhyl 3-110 Reykjavik S: 591 9000 • terranova.is ■ info@terranova.is Afrakstur af markaðsstarfi lcelandair og K.K. Viking í Japan að skila sér: Beint flug frá Japan hófst í nótt BEINT FLUG: Á þriðja hundrað japanskir ferðamenn komu til landsins í morgun. Fyrsta beina farþegaflugið milli ísland og Japans var í nótt en Boeing 767-vél Loftleiða, dótt- urfélags Flugleiða, lenti á Kefla- víkurflugvelli um fimmleytið í morgun. Þetta er fyrsta flugið af þremur sem skipulögð hafa verið á þessu ári. Farið er frá Haneda flugvelli í Tokyo, dagana 27. september, 4. október og 11. október og komið til Islands að morgni sama dags, kl. 05:00, eftir um 11 klukkustunda flug. Farið verður til baka frá Islandi 2. október, 9. október og 16. október. Dvelur því hver hóp- ur hér á landi í 5 daga. Alls eru 247 farþegar í hverri ferð, þar af 24 á viðskiptafarrými. Ferðirnar em afrakstur af mark- aðsstarfi Icelandair í 'Japan. í mars 2001 stofnuðu Icelandair og Eyþór Eyjólfsson fyrirtæki í Japan sem ber heitið K.K. Viking. Markmiðið var að auka ferðamannastraum Japana til Islands. í lok maí hófu japanskir ferðaheildsalar umtalsverða kynn- ingu á íslandi og ferðum hingað og um miðjan júní var haldinn blaða- mannafundur í sendiráði fslands í Japan, þar sem þessi flug vom kynnt. Vöktu þau vemlega fjölmiðlaathygli. Seldust ferðirnar upp á nokkmm vik- um. Þrjú slagorð eru fyrir þessar ferðir: Norðurljósin, Heit böð og Ljúffengt sjávarfang. Farþegamir era flestir í eldri kantinum, yfir 65% em 55 ára eða eldri. hlh@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.