Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 20
20 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 Toríæru- keppni Torfærukeppni Jeppaklúbbs íslands ásamt Bílasölunni Hrauni og Geymslusvæðinu verður haldin í Bolöldum sunnudaginn 28. sept. og byrjar kl. 13.00. Missið ekki af síðustu keppni ársins - barist verður til síðasta blóðdropa. aö er örugglega ekki á Erling Björnsson hallað þótt sagt sé að hann sé líklega minnst þekkti meðlimur hljómsveitarinnar Hljóma. hað er kannski erfitt að vera mjög framarlega í flokki tónlistarmanna sem telur Rúnna Júl og Gunna hórð- ar. Erlingur kann þessu þó ágætlega, segist ekkert hrifinn afofmikilli at- hygli. Hann sagði Helgarblaðinu frá því þegar honum var „púttað út" úr Hljómum, þúsundþjalamennsku, skeggræðum við Hendrix og alhliða reynslu afnæturlífinu. Árið 1969 tókst Bítlunum að af- reka tvennt: Þeir gáfu út stærstu plötu allra tíma, Sgt. Peppers og, sem er enn þá tilkomumeira í ljósi stjarnfræðilegra auðæfa þeirra, tókst næstum því að verða gjald- þrota á Apple-ævintýrinu. Á svip- uðum tíma var stór hljómsveit í litlu landi að molna í sundur. „Það var kominn smáleiði í hljómsveitina, sami kjarninn hafði spilað mjög lengi saman. Ég hafði líka séð um bisnesshliðina í nokkur ár, verið n.k. framkvæmdastjóri sveitarinnar, og var eiginlega farinn að slá slöku við í músíkinni vegna hinna verkefnanna. Mönnum fannst líka sveitin vera dáiftið stöðnuð; tónlistin hafði verið eins í langan tíma og menn vildu breyt- ingar. f nokkurn tíma hafði staðið til að fá inn hljómborð og Kalli var eiginlega kominn inn á gafl, með annan fótinn inn í hljómsveitina," segir Erlingur um brotthvarf sitt úr Hijómum árið 1969. Á hann þar að sjálfsögðu við Karl Sighvatsson heitinn, hljómborðsleikara fslands um árabil. Þegar hlutar tveggja vin- sælustu hljómsveita Islands, Hljóma og Flowers, runnu saman í ofurgrúppuna Trúbrot var einfald- lega ekki pláss fyrir aðra en stærstu stjörnumar, hverja á sínu sviði. Þetta var kalt mat, ekkert persónu- legt, bara bisness - fyrirgefiði! - list. Bo fékk no Eða eins og Erlingur orðaði þetta á sínum tíma í Hljómabókinni sem nýverið fannst uppi á háalofti hjá reykvískum bakara, 34 ámm eftir að skattayfirvöld tóku að sér að „gefa hana út", allt upplagið, til hæstbjóðanda á uppboði: „Mér finnst ákaflega leiðinlegt hvernig þetta fór allt saman. Mér finnst slæmt að þurfa að hætta að spila og það verður ábyggilega erfitt, eftir að hafa verið álitinn númer eitt í svo mörg ár. En mér er púttað út og við því er ekkert að gera.“ Síðan þetta var sagt er liðinn hálfur mannsaldur og tíminn lækn- ar þessi sár eins og önnur. Fjar- lægðin gerir fjöllin blá og allt það; í dag er Erlingur stóískur yfir þessu öllu saman. „Það var enginn rekinn, þetta var einhvers konar samkomulag," segir hann. „Þetta lá í loftinu og í sjálfu sér var ég ekkert ósáttur við að hætta við að spila þó að ég hafi sagt annað á þessum tíma.“ Erlingur var reyndar í ágætis fé- lagsskap úti í kuldanum því ekki einu sinni Björgvin Halldórsson fékk boðskort í Trúbrots-brúð- kaupið. Og þegar sagt er no við Bo þá er ekki nema von að aðrir fái go! „Reyndar var mér strax boðið í aðra hljómsveit. Jónas R. Jónsson bauð mér að ganga í Flowers en fé- lagar mínir úr Hljómum buðu mér líka að vinna með sér. Ég stóð frammi fýrir erfiðri ákvörðun og valdi á endanum að vinna fyrir Trú- brot. Ég vildi líka hvíla mig á spila- mennskunni, þessari næturvinnu. Ég var orðinn þreyttur á vökunum. Svo fannst mér ég kannski ekki vera alveg nógu mikill atvinnumaður í tónlistinni og því síður búinn undir þróunina í átt að meiri prófess- jónalisma sem var að verða á þess- um tíma í sveitinni." Úr Hljómum í vaskinn Þegar allt kom til alls fór Erlingur því ekki langt, heldur varð fram- kvæmdastjóri fyrir Trúbrot næstu tvö árin, einmitt þann tíma sem það tók hann að venjast því að vera ekki á sviðinu, að hans sögn. Og eft- ir tvö ár í þessu millibilsástandi, hafandi væntanlega aðlagast hvers- dagsleikanum nógu vel til að geta slitið sig harmkvælalaust frá tón- listarbransanum, hélt Erlingur Björnsson út á vinnumarkaðinn og gerðist [trommurl: „Afgreiðslumaður hjá J. Þorláks- son og Norðmann, verslun með pípulagningavörur. Seldi vaska og svoleiðis," segir Erlingur og gerir ekkert með það að honum hafi reynst sérstakiega erfitt að vera ekki lengur „álitinn númer eitt“ eins og hann orðaði það sjálfur 25 ára gam- all, hafandi staðið á sviði með gítar í hönd og raddböndin þanin, um- kringdur ljósum og ljóskum frá 19 ára aldri. Vín, dans og villtar meyjar urðu að „Grohe: vatn og vellíðan". Þessi ferilbreyting er dramatískari en flestir takast á við á ævinni.-Ef lagt er út af því sem Erlingur segir um störf sín í pípulagningaverslun- inni má með hreinni samvisku - en reyndar dágóðum skammti af aula- húmor - segja að ferill hans hafi beinlínis farið í vaskinn! Auðvitað liggur beinast við að biðja hann blessaðan að vera ekki með neinn leikaraskap, egóið hljóti að hafa beðið stóran skaða af þessu. „Ég hef nú aldrei verið mikill egóisti," segir Eriingur dálítið hik- andi og það er augljóst að hann „Mér hefur alltafþótt voðalega gott að geta gengið um götur án þess að fólk þekki mig og þó að við höfum all- ir verið þekkt andlit á Hljómaárunum fannst mér það alltaffrekar óþægilegt." segir hreinasatt. „Mér hefur alltaf þótt voðalega gott að geta gengið um götur án þess að fólk þekki mig og þó að við höfum allir verið þekkt andlit á Hljómaárunum fannst mér það alltaf frekar óþægilegt. Ég var því frekar feginn þegar það hætti smám saman. En ég hef aldrei fundið fyrir neinum sérstökum krísum í sálarlífinu vegna þessa. Innst inni sá ég kannski pínulítið eftir þessu en ég tók þetta aldrei of alvarlega. Leit alltaf á þetta sem ævintýri sem hlyti einhvern tímann að taka enda eins og öll slfk. Þess vegna var miklu auðveldara að hætta," segir Erlingur. Erlingur var reyndar ekki þreytt- ari á óhefðbundnum vinnutíma en svo að hann fór fljótlega að læra til þjóns; var fyrsti lærlingur Óla Lauf- dals og vann sem slíkur mörg ár eft- ir það. Árið 1987 söðlaði hann svo um og gerðist leigubílstjóri. f ljósi þess að Erlingur segist hafa verið orðinn þreyttur á næturvinnu kem- ur starfsval hans, eftir að hann lagði gítarinn á hilluna, nokkuð spánskt fyrir sjónir og hann viðurkennir það. „Það má segja að ég sé búinn að taka næturlífið frá öllum hliðum; uppi á sviði, úti í sal og svo keyr- andi fólkið heim á eftir. Enda er ég búinn að fá mig fullsaddan á því. Ég get voða lítið vakað nú orðið, verð helst að sofa á nóttinni," segir Er- lingur og brosir. Hendrix: Næstum því íslandsvinur Þetta viðtal er í engri sérstakri tímaröð enda í sjálfu sér þreytandi helsi að finnast að allt þurfi að byrja á byrjuninni. Því er það svo að eftir að hafa talað um það þegar Hljóm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.