Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 28
28 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR27. SEPTEMBER2003 Björgólfur Guðmundsson Aldur: 62 ára Staða: Stjórnarformaður Landsbankans Maki: Margrét l'óra Hallgrímsson Böm: Hallgrímur, Evelyn Bentína og Björgólfur Thor. Margrét, næstelsta dóttir þeirra, lést af slysförum 33 ára Stjörnumerki: Steingeit Bakgrunnur Björgólfur Guðmundsson fæddist í Reykjavík, sonur Guðmundar Ólafssonar, verslunarmanns í Reykjavík, og Kristínar Davíðsdóttur, konu hans, næstelstur sex systkina. Guðmundur faðir hans afgreiddi ámm saman í timburverslun Völundar á Skúlagötu. Björgólfur út- skrifaðist úr Verslunarskólanum 1962. Eftir viðkomu í lögfræðinámi í Háskólanum hellti hann sér út í viðskipti og rak m.a. húsgagnaversl- unina KR-húsgögn í samstarfi við Davíð bróður sinn á horni á Vestur- götu ogÆgisgötu. Hann var forstjóri Dósagerðarinnar í Kópavogi á 7. og 8. áratugnum en áriðl978 var hann ráðinn forstjóri hjá Hafskipi sem þá var f kröggum. Hann stýrði fyrirtækinu þar til beiðni um gjald- þrot var lögð fram í árslok 1985. Mjög mæddi á Björgólfi í svokölluðu Hafskipsmáli. Þegar kyrrði fór Björgólfur að vinna fyrir Pharmaco en í dag eiga hann og Björgólfur Thor, sonur hans, hlut í fyrirtækinu og tengdum fyrirtækjum sem alls er metinn á tugi milljarða. Viðskiptastórveldi Björgólfsfeðga á annars rætur að rekja til gos- drykkjaverksmiðja og síðar bjórverksmiðju í Pétursborg í Rússlandi. Keypti hollenski bjórrisinn Heineken-verksmiðjuna fyrir ríflega 40 millj- arða króna í febrúar í fyrra. Síðan hefur Björgólfur tekið til hendinni. í ársbyrjun var gengið frá kaupum Samsonar eignarhaldsfélags á 45,8% hlut í Landsbanka Islands. Þá hafði bókaútgáfan Edda útgáfa verið keypt en upp úr stendur gríðarlega eignauppstokkun í íslenskri fyrirtækjaflóru á dögunum, þegar Björgólfi og liðsmönnum hans tókst að tryggja sér yf- irráð yfir Eimskipafélagi íslands. Björgólfur var einn af stofnendum SÁA1977 og formaður um skeið. Hann hefúr alla tíð verið eldheitur KR-ingur og er nú formaður KR. Eiginkona Björgólfs, Margrét Þóra Hallgrímsson, er dóttir Hall- gríms Fr. Hallgrímssonar sem oftast var kenndur við Skeljung. Móðir hennar var Margrét Þorbjörg Thors, dóttir Thors Jensens og Margrét- ar Þorbjargar Kristjánsdóttur. Hvað segja stjörnurnar? Björgólfur er fæddur í merki Steingeitar með tungl í fmerki Fisksins. Hann er fáskiptinn maður sem vill ekki láta mikið á sér bera. Hann gæti búið yfir dulrænum hæfileikum sem kynni að vera hægt að leysa úr læðingi. Hann er einbeittur, jarðbundinn maður með ríka tilhneig- ingu til auðsöfnunar. Staðseming Venusar gefur til kynna að honum gæti áskotnast fé gegnum arf eða hjónaband. I viðskiptum farnast honum best þegar hann sýnir þolinmæði í samskiptum við aðra sem reynist honum oftast auðvelt þar sem hann býr yfir gífurlegum viljastyrk. Þegar hann hefur ákveðið sig er hann al- gerlega ósveigjanlegur. Hvað segja samferðamenn? „Björgólfur er ekkert einfaldur maður og honum verður ekki lýst f fáum orðum," sagði viðmælandi DV eitt sinn. Hitt eru menn þó sam- mála um að Björgólfur sé vinnusamur maður, glaðlyndur og ljúfur í viðkynningu. Alltaf með eitthvað á prjónunum. Hann er sagður nokk- uð stórhuga en ótrúlega hugmyndaríkur. Björgólfur hefur verið vel liðinn meðal viðskiptamanna, naut samúðar eftir veðravíti Hafskips- málsins og margir hafa samglaðst honum í velgengni hans. Trygg- lyndi er talið til kosta Björgólfs. Hann er vinur vina sinna. Hann þykir sinna knattspyrnu og málum, tengdum SÁÁ, af ástríðu fremur en við- skiptaáhuga en lítur á mörg önnur verkefni sem hrein viðskipti. Hann er sambland af ástríðumanni og ög- uðum fjármála- manni. Vinahópur Meðal vina Björgólfs eru Páll Bragi Kristjónsson, Ragnar Kjartansson, Skúli Ólafs og John Aikmann, sem nú er látinn. Bræður Björg- ólfs og nánasta fjöl- skylda teljast síðan til hans bestu vina. Leiksvið íslensks viðskiptalífs: Gríöarlegar hræringar í íslensku viðskiptalífl hafa ekki farið fram hjá neinum. Helstu leikendurnir eru þekktir en þó þekkja ekki margir bakgrunn þeirra, fjölskyldu og vini - hvað þá að almennt sé vitað í hvaða stjörnumerki þeir eru eða hvað stjörnurnar segja um þá. Sigurjón Þorvaldur Árnason Aldur: 37 ára Staða: Bankastjóri Landsbankans Maki: Kristrún Þorsteinsdóttir bankastarfsmaður Börn: Sigurjón á nýfæddan son og á eitt barn fyrir Stjörnumerki: Ljón Halldór Jón Kristjánsson Aldur: 48 ára Staða: Bankastjóri Landsbankans Maki: Karólína Fabína Söebech, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi Börn: Hanna Guðrún, 14 ára, og Kristján, 12 ára Stjörnumerki: Steingeit Bakgrunnur Sigurjón er fæddur í Reykjavík árið 1966, sonur Árna Bergþórs Sveinssonar framkvæmdastjóra og Snjólaugar Önnu Sigurjónsdóttur kennara. Sigurjón gekk í Menntaskólann í Reykjavík, þótti þar góður náms- maður og varð semidúx á stúdentsprófi 1986. Hann varð síðan dúx í verkfræði í Háskóla íslands. Hann lauk MBA-prófi í fjármálafræðum frá University of Minnesota í Bandaríkjunum og lagði einnig stund á nám í fjármálafræðum í Berlín og Japan. Sigurjón hefur starfað hjá Búnaðarbanka Islands frá 1995 og hefur verið framlcvæmdastjóri frá 1998, síðast sem framlcvæmdastjóri rekstrarsviðs. Sigurjón var öflugur í stúdentapólitíkinni, formaður Vöku og Stúd- entaráðs í kringum 1990. Þegar rýnt er í ættir Sigurjóns kemur í ljós að langamma hans í föð- urætt var Kristjana, móðursystir Haralds Guðmundssonar, ráðherra Alþýðuflokksins, og amma Jóns Sigurðssonar, fýrrverandi viðskipta- ráðherra og núverandi bankastjóra NIB. ICristjana var einnig móður- systir Steingríms Steinþórssonar forsætisráðherra. Móðir Kristjönu var hins vegar systir Benedikts, afa Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra. Geir var einmitt þremenningur við Jóhannes, föður Benedikts stærðfræðings og stjórnarformanns Eimskips. Bróðursonur Geirs Hallgrímssonar er Kristinn Björnsson, fráfarandi forstjóri Skeljungs. Sigurjón er af Reykjahlíðarætt, fjölmennustu ráðherraætt landsins. Hvað segja stjörnurnar? Hann er fæddur í merki Ljónsins, með tungl í Vog. Hann er smekk- vís og félagslyndur og á gott með að taka stjómina og má segja að hann sé fæddur leiðtogi. Hann er örlátur og heiðarlegur, orðheldinn og mjög skarpur. Skaphöfn hans einkennist af stolti, virðuleika og viljastyrk. Honum færi vel að starfa á vettvangi þar sem listræns innsæis er krafist og menning er í öndvegi. f viðskiptum er hann á heimavelli þar sem mál em flókin er krefjast samskipta við mjög marga einstaklinga. Hvað segja samferðamenn? Sigurjóni er lýst sem eldklámm manni og vinnan í bankanum hans ær og kýr. Virðist hann hafa sameinað starfið og aðaláhugamálið. „Hann sér vel heildarmyndina en er auk þess með öll smáatriði á hraðbergi. Hann er jafnvígur á stórt og smátt, harðduglegur og fasmr fyrir. Hann er ekki karakter sem þú málar daufum litum,“ sagði sam- starfsmaður við DV á dögunum. Það er gjarnan sagt um Sigurjón að hann sé fljótur að hugsa og greina mál ofan í kjölinn á örskotsstundu. Hann talar einnig mjög hratt og virðist fetinu á undan öðmm í hugs- un. Á móti kemur að Sigurjón þykir ákafamaður - vill ná takmarkinu, sama hvað það kostar. í þeim ákafa hefur hann ekki komist hjá að stíga á nokkrar tær. „En hann hugsar vel um sína," sagði viðmælendi DV. Vinahópur Meðal vina Sigurjóns em Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfúlltrúi og alþingismaður, og Bjarni Þórður Bjarna- son en þeir eiga rætur að rekja til Vöku í Há- skólanum. Þá má nefna Áma Hauksson í Húsasmiðjunni og Sigurbjön Þorkelsson en báðir vom þeir með Áma í verkfræði. Þá má einnig nefna Halldór Eyjólfsson hjá Sjóvá-Almennum og Áma Odd Þórðar- son viðskiptafræðing. Sigurjón Þ. Árnason býrvið Bjarnarstíg 4. Bakgrunnur Halldór er fæddur á Stokkseyri 1955, sonur hjónanna Kristjáns Guðmundar Friðbergssonar forstjóra og Hönnu Guðrúnar Halldórs- dóttur forstöðukonu. Halldór varð stúdent frá Noregi 1973, með 1. einkunn, stundaði nám f lífefnaffæði við Loma Linda-háskólann í Bandaríkjunum og tók lögfræðipróf frá Háskóla Islands 1979, þar sem hann fékk 1. einkunn. Halldór stundaði framhaldsnám í þjóðarrétti við New York University og lauk þaðan prófi 1981 og stundaði síðan nám við Harvard Law School. Hann varð hæstaréttarlögmaður 1985. Halldór starfaði sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Selfossi um skeið, var fulltrúi í iðnaðarráðuneytinu 1981-1982, sfðan deildarstjóri og loks skrifstofustjóri 1989. Hann varð aðstoðarbankastjóri við Evrópu- bankann í London 1991. Halldór var ráðinn bankastjóri Landsbankans vorið 1998, við erfið- ar aðstæður í kjölfar brotthvarfs Sverris Hermannssonar úr bankan- um. Halldórs biðu strax stór verkefni, eins og hlutafjárútboð, skráning bankans á verðbréfaþing, fyrsta skrefið í fjármögnun erlendra verk- efna og stofnun stórra fasteignafélaga. Hvað segja stjörnurnar? Halldór er fæddur í merki Steingeitar, með tungl í Mey sem gerir hann varfærinn, skipulagðan mann sem vill helst vinna eftir sérstalcri aðferðafræði og hefúr skarpa dómgreind. Hann vakir sérstaklega yfir öllum smáatriðum og er fullkomnunarsinni. Steingeitin er varfærin í öllum málum, bæði persónulegum og þeim sem varða atvinnu hennar. En þegar hún á annað borð tekur verkefni að sér sleppur ekkert fram hjá vökulu auga hennar. Það er lfklegt að starfsferill Halldórs verði Qölbreyttur og oftast í störfúm sem krefjast mikilla samskipta við fólk. Hann á stundum erfitt með að taka álcvarðanir nógu fljótt. Hvað segja samferðamenn? Gamall samstarfsmaður Halldórs úr iðnaðarráðuneytinu sagði að hann væri með klókari stjómendum sem hann hefði unnið með. Hann hefði stjóm á öllum hlutum, án þess að samstarfsmenn fyndu svo mikið fýrir því. Hann deildi út verkefnum af útsjónarsemi. Hall- dóri er annars lýst sem afar þægilegum í samskiptum en hann geti verið mjög álcveðinn þegar svo ber undir og þá hugsi menn sig tvisvar um áður en þeir „taka slaginn". Halldór er vinnusamur maður og skipulagður. Hann er mikill fjölskyldumaður. Hann er léttur í við- kynningu og á ekki langt að sækja það þar sem faðir hans, Kristján á Kumbaravogi, er talinn með skemmtilegustu mönnum. I umfjöllun um nokkra valdamestu menn íslands, sem birtist í DV fyrir nokkru, var Halldór þar á meðal. Hann stýrði Landsbankanum þá einn í stað nokkurra bankastjóra áður. Landsbankinn hefúr lengi gegnt lykilhlutverki í fjármögnun í atvinnulífinu og meðan Halldór var einn hafði hann neitunarvald um aUar lánveitingar sem veitti honum óneitanlega mikil völd. Þannig var hann þriggja manna maki í banka- stjóm og þótti standa ágætlega undir þeim kröfum sem fýlgdu þeirri stöðu. Vinahópur Meðal vina Hall- dórs má nefna Jafet Ólafsson í Verð- bréfastofunni og Hermann Svein- bjömsson, íyrrver- andi forstöðumann Hollustuvemdar og starfsmann um- hverfisráðuneytis- ins í Brussel. Hall- dór unir sér annars best með fjölskyld- unni en hún rekur dvalarheimUi á Kumbaravogi. Halldór J. Kristjánsson býr við Krókamýri 6 í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.