Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 49
LAUGARDAOUR 27. SEPTEMBER 2003 DV HELGARBLAÐ 61 Sakamál HVAÐ: Fjögurra ára stúlka hverfur. HVAR: I Norður- eða Suður-Karólínu. HVENÆR: Fyrir réttu ári... 1 Hver urðu örlög Kynande litlu? Tómlæti foreldranna vekur grun Lögreglunni barst fjöldi ábend- inga og meðal annars frá 30 manns sem sögðust hafa skyggnigáfu og margir þeirra tilkynntu að barninu hefði verið rænt og selt á þrælamarkað í Mexíkó. Ekkert mark var tekið á ábendingum sjáendana því lög- reglan í umdæminu vissi ekki til að miðlar hefðu nokkru sinni komið upp um glæpi, þótt lög- reglumenn í öðrum umdæmum leituðu iðulega til þeirra í þeirri von að sakamál yrðu upplýst. LÖGÐU LIÐ. Hundruð sjálfboðaliða lögðu sitt af mörkum í leitinni að týndu stúlkunni. Því lengra sem líður frá hvarfl hlnnar fjögurra ára gömlu Kynande Bennett verður mállð dular- fyllra og flóknara. í fyrstu hélt lögreglan að um brottnám stúlkunnar hefði verið að ræða og jafnvel kynferðisglæp en síðar tóku málin óvæntar stefnur og misvísandl. Litla stúlkan hefur enn ekki fundist og eftir jpví sem málið er lengur rannsakað verður fpað flóknara og erfið- ara viðfangs. Það var síðdegis laugardaginn 29.septem- ber 2002 að móðir stúlkunnar, Vartasha McCullough, tilkynnti verslunarstjóranum í K-Mart útibúinu í Whiteville í Norður-Carol- ina að dóttir sín væri horfin. Hún hefði síðast séð hana á ráfi f leikfangadeildinni þar sem hún var að skoða sig um en þegar hún ætlaði að sækja barnið var það horfið. Starfsfólkið fór þegar í stað að leita að stúlkunni en hún fannst hvergi innan stórverslunarinnar. Lýsing á Kynande var send út og myndir af henni hengdar upp á lögreglustöðvum og þar sem einhver von var til að einhver þekkti hana. Henni var svo lýst að vera dökk á hör- und með brún augu og hár sem fléttað var í smáfléttur og var með fæðingarblett á hægri handlegg, klædd grárri skyrtu, bláum galla- buxum og með íþróttaskó á fótum. Lögreglunni barst fjöldi ábendinga og meðal annars frá 30 manns sem sögðust hafa skyggnigáfu og margir þeirra tilkynntu að barninu hefði verið rænt og selt á þræla- markað í Mexíkó. Ekkert mark var tekið á ábendingum sjáendana því lögreglan í um- dæminu vissi ekki til að miðlar hefðu nokkru sinni komið upp um glæpi, þótt lögreglu- menn í öðrum umdæmum Ieituðu iðulega til þeirra f þeirri von að sakamál yrðu upplýst. Móðir Kynande sagði rannsóknarlögreglu- mönnurn að hún hefði verið í tvær klukku- stundir í versluninni ásamt dóttur sinni þeg- ar hún hvarf. Lögreglan skipulagði þegar viðamikla leit og um 70 sjálfboðaliðar gáfu sig fram og aðstoðuðu við leitina. Þeir rann- sökuðu yfirgefm farartæki og yfirgefm hús og skúra í námunda við verslunina og kafarar lögreglunnar mýrardý sem er kjörlendi snáka þar í nágrenninu. Konan sem skipulagði sjálfboðaliðasveit- ina var frænka annarrar fjögurra ára stúlku sem hvarf 1999. Einn leitarmanna sagðist hafa grátið viðstöðulaust meðan á leitinni stóð, en barn hans varð fórnarlamb öf- ugugga. Hvarf Kynande vakti minningar um þann atburð þegar hann gat ekki sofið og sú hugsun var ágeng að hann ætti sjálfur sök á hvernig fór fyrir barninu með því að líta ekki nógu vel eftir dóttur sinni. Grunsemdir vakna Hundruð manna sóttu bænastund þar sem beðið var fyrir Kynande í sóknarkirkju móður hennar og var þar lögð áhersla á að stúlkan fyndist á lífi. 18. október hafði enn ekkert fundist sem benti til hvað hefði orðið af stúlkunni. Fjöldi sjálfboðaliða bauð sig fram til leitarinnar og svæðið sem rannsakað var varð sífellt stærra. Leitað var á landi og úr lofti og sérþjálfaðir hundar fóru víða um en ekkert kom í ljós sem bent gat til hver örlög barnsins voru. Einn þeirra sem skipulögðu leitina sagði að öllum væri ljóst að verið væri að leita að saumnál í heysátu, en það væri auðséð að þeir sem reyndu að hafa uppi á barninu lögðu mikið á sig í þeirri von að erfiði þeirra bæri árangur. Þegar frá leið sannfærðust lögreglumenn í þeim umdæmum sem leitað var í um að Kyande væri sennilega látin. En hver var ábyrgur fyrir hvarfi hennar og hvaða hvatir lágu að baki barnsráninu? Gengið er út frá því sem vísu að fjögurra ára gamalt barn vekur ekki kynferðislegar fýsnir sæmilegra heilbrigðra manna, en lög- reglan veit að frá því eru undantekningar, eins og dæmi sanna. Sífellt streymdu ábend- ingar inn til lögreglunnar og fleiri en svo að það tækist að athuga þær allar og margar voru bersýnilega rugl. Ein ábendinganna var frá miðaldra konu sem sagðist hafa séð Kyn- ande í hvítum Dodge-sendiferðabíl eftir að hún hvarf. Foreldrar stúlkunnar voru skilin að skipt- um þegar hún hvarf, en ósamræmi í fram- burði þeirra vakti grunsemdir rannsóknar- lögreglumanna og leið ekki á löngu þar til grunurinn beindist aðallega að þeim. Þau bjuggu sitt í hvorum bænum og kom lögregl- an sér upp eftirlitskerfi þar sem fýlgst var með ferðum þeirra og sérstaklega hvort þau hefðu samband sín á milli. Faðir Kynande, Kevin Bennett, bjó hjá for- eldrum sínum. Hann brást reiður við þegar lögreglan leitaði upplýsinga hjá honum um hvarf dótturinnar. Hann harðneitaði að henni hefði verið misþyrmt eða gert nokkurt mein og var mjög ósamvinnuþýður. Hann staðhæfði að hvorki hann né barnsmóðir sín ætti neinn þátt í hvarfi stúlkunnar. Lögreglan í Conway, þar sem mæðgurnar áttu lögheimili, var tekin við aðalrannsókn málsins því að ekkert kom fram sem benti til að Kynande hefði komið til Whiteville 29. september eða í verslun K-Mart þar. Þann dag var eftirlitskerfi verslunarinnar bilað og engar upptökur til úr eftirlitsmyndavélunum. Hins vegar komst lögreglan yfir myndband Mivslng í hild AÐEINS MINNING. Ef til vill er tilkynning á veggjum um týnt barn hið eina sem minnir á að Kynande hafi verið til. sem tekið var upp þann dag á bensínstöð í Conway, þar sem Kynande sást greinilega í bflnum með móður sinni. En eftir það sá eng- inn stúlkuna nema móðirin, því að starfsfólk- ið í versluninni þar sem barnið átti að hafa horfið mundi ekki eftir að hafa séð stúlkuna í fylgd móður sinnar eða ráfandi um ganga leikfangadeildarinnar né annars staðar í stór- markaðnum. Hins vegar mundi afgreiðslufólk eftir að hafa séð Vartasha eina þar á ferð það laugar- dagssíðdegi. Það vakti þá spurningu meðal rannsóknarlögreglumannanna hvernig stóð á því að konan hafði ekið 180 km leið frá Suð- ur-Carolina til Norður-Carolina til að versla til helgarinnar. Hún féll á prófi í lygamæli og barnsfaðir hennar neitaði að láta yfirheyra sig í svoleiðis græjum. STÚLKAN SEM HVARF. Kynande var aðeins fjögurra ára þegar hún hvarf frá móður sinni, en hvar það var hefur aldrei verið upplýst og nú er móðirin líka horfin. Hvará að leita? Blóðprufur og önnur sýni voru tekin íbúð Vartasha og bflar hennar og barnsföðurins voru sendir í rannsóknarstofur ríkislögregl- unnar, sem er ekkert að flýta sér, því að um miðjan desember sl. lágu engar rannsóknar- niðurstöður fyrir. í Suður-Carolina þarf ekki áþreifanlegt lík til að ákæra meinta morðingja. En málið virðist vera að lognast út af vegna skorts á sönnun- um. Þegar leitin var í hámarki tóku 700 manns þátt í henni, en nú eru það aðeins örfáir sem reyna að fylgja málinu eftir. 5.000 dollarar hafa verið boðnir hverjum þeim sem getur komið lögreglunni á sporið við að upplýsa hvarf Kynande. Aðeins tvær ábendingar bár- ust eftir það og báðar marklausar. Það sem hefur vakið bæði undrun og grun- semdir rannsóknarlögreglumannanna sem hafa með málið að gera er hve tómlátir nán- ustu ættingjar litlu stúlkunnar hafa verið um örlög hennar allt frá því að hún hvarf. Enginn af þeim nánustu hringdi þá né síðar til að leita frétta af leitinni og hvort barnið væri fundið. Að jafnaði hringja mæður týndra barna fimm til fimmtán sinnum á dag f lögregluna til að spyrja um árangur leitar. En engu var líkara en nánustu aðstandendum Kynande stæði ná- kvæmlega á sama um örlög hennar. Foreldrar stúlkunnar tóku þátt í leitinni í stuttan tíma þegar hún hófst en hurfu brátt af vettvangi. Þegar fréttamenn ætluðu að ná tali af móðurinni tók Bennett um axlir hennar og leiddi hana burt. Þau óku á brott í sendiferða- bfl og liafa ekki verið til viðtals síðan hvorki við lögreglu né aðra sem leita dóttur þeirra eða frétta af hvarfi hennar. Móðir Vartasha segir að dóttir sín og tengdasonur hafi verið lögð í einelti af vitleys- ingum sem hringdu stöðugt í þau eftir að lög- reglan upplýsti að þau væru jafnvel grunuð um að vera völd að hvarfi litlu stúlkunnar. Lögreglufulltrúi í Whiteville segir að Vartasha hafi ekki sýnt mikla móðurumhyggju þegar hún tilkynnti lögreglunni fyrst hvarf dóttur sinnar og að Bennett hafi ekki tekið þátt í leitinni nema stutta stund og látið sér í léttu rúmi liggja hvort stúlkan fyndist eða ekki. Hann telur að athyglinni og rannsókninni á barnshvarfinu hafi verið beint allt of mikið að leit að líki fremur en að meintum morðingjum öflun sönnunargagna gegn þeim. Síðast þegar til fréttist var liðinn langur tími frá þvf að foreldrarnir hurfu og veit lögreglan ekkert hvar þau eru niður komin og þykir lak- ara að geta ekki náð til þeirra fari svo að Kyn- ande litla finnist, lífs eða liðin. Eins og málin standa núna er hvarf stúlkunnar óupplýst og ef ekki berast nánari upplýsingar um hvarfið eða frekari sönnunar- gögn veit lögreglan ekki í hvaða áttir á að beina leit og rannsókninni. r 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.