Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 10
10 SKOÐUN LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 Miðborgin vakin til nýs lífs fU xO 'qj Miðborg Reykjavíkur er um margt ímynd ís- lands. Þangað halda íbúar borgarinnar, ná- grannasveitarfélaganna og raunar landsmenn allir þegar leita þarf eftir þjónustu jafnt sem af- þreyingu. Hið sama gildir um gesti sem hingað koma. Flestir koma við í miðborginni og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða. Þetta þekkja allir sem heimsækja erlendar borgir. Miðja þeirra er kjarninn, þar er gjarnan það sem eftirsóknarverðast er að skoða og njóta. Margt er eftirsóknarvert í miðborg Reykjavík- ur. Þar eru verslanir og þjónustufyrirtæki, elstu ®l hús borgarinnar, ýmsar opinberar stofnanir, listasöfn, veitingahús, leikhús, markaður Kola- portsins og gamla höfnin, að ógleymdri perlu miðborgarinnar, Reykjavíkurtjörn. Alls þessa nýtur fólk í ríkum mæli, ekki síst á góðviðris- dögum, þegar borgin skartar sínu fegursta. Það sama á hins vegar við um kjarna Reykja- víkurborgar og annað að hann heldur ekki gildi sínu nema honum sé vel viðhaldið. Það þarf að viðhalda hinu gamla um leið og bryddað er upp á nýjungum. Ákveðin stöðnun hefur orðið í miðborginni og jafnvel afturför á sumum svið- um. Verslunin hefur að hluta sótt annað. Mið- borgarverslunin á í harðri samkeppni við versl- unarmiðstöðvar sem risið hafa annars staðar. Það er að sönnu í samræmi við þróun í öðrum löndum að verslunarmiðstöðvar á borð við Kringluna og Smáralind rísi, miðstöðvar sem bjóða þjónustu innandyra og næg bflastæði. Þessi þróun þarf þó ekki að þýða að verslun leggist af í miðborginni. Verslanir þar eiga að geta staðið sig í samkeppni við úthverfamið- stöðvarnar leggi þær áherslu á sérstöðu sína og um leið þann sjarma sem fylgir því að rölta eft- Það sama á hins vegar við um kjarna Reykjavíkurborgar og annað að hann heldur ekki gildi sínu nema honum sé vel viðhaldið. Það þarfað viðhalda hinu gamla um leið og bryddað er upp á nýjungum. ir verslunargötum miðborgarinnar. Til þess að styrkja verslun í miðborginni verða borgaryfir- völd að koma til móts við sanngjarnar óskir kaupmanna um endurskoðun stöðumæla- gjalda. Refsigleði gegn gestum miðborgarinnar fælir þá frá. Þau bflastæðahús sem byggð hafa verið eru til bóta en betur má ef duga skal. Ibúum miðborgarinnar hefur fækkað. Með flutningi fltúa þaðan í úthverfin fer líf úr mið- borginni. Það þarf að endurvekja, nýju lífi þarf að blása í miðborgina. Því ber að fagna þeim nýju hugmyndum sem uppi eru að breyttu skipulagi í miðborginni þótt skiptar skoðanir kunni að vera um einstakar framkvæmdir. DV kynnti þessar hugmyndir og framkvæmdir fyrr í vikunni en kynning stendur nú yfir á þeim á vegum Aflvaka, sem er hlutafélag í eigu Reykja- víkurborgar og vinnur að eflingu atvinnulífs í borginni. Sammerkt með öllum tillögunum er að efla miðborgina: þétta byggðina, fjölga íbú- um og fyrirtækjum og treysta þannig grundvöll mannlífs sem ekki hefur þótt nógu blómlegt. Mikilvægt er að þétta byggðina enda er hún víða gisin. Hafnar eru framkvæmdir í nýju Skuggahverfi, hverfi sem vafalaust verður vin- sælt og mun fjölga íbúum miðborgarinnar. Gert er ráð fyrir 250 íbúðum í háhýsum sem þar rísa. Þá hefjast framkvæmdir í febrúar við atvinnu- húsnæði fyrir 1500 til 2000 starfsmenn við Borgartún - á milli Höfðatúns og Skúlatúns. Að- aleinkenni þess eru 16 hæða turn og torg, Höfðatorg, sem markast af fjögurra hæða at- vinnuhúsnæði á þrjá vegu. Við torgið verður lágreist bygging, þar sem gert er ráð fyrir veit- ingastað, kaffihúsi og heilsuræktarstöð. Meðal hugmynda sem kynntar eru á fyrr- greindri sýningu er róttæk hugmynd um að snúa Hressingarskálanum í Austurstræti við þannig að opnist inn í nýja göngugötu í átt að Skólabrú. Sú hugmynd er spennandi enda yrði miðbæjarkvosin önnur og hlýlegri með slíkri breytingu. í samtali við DV segir tillöguhöfund- urinn, Páll Hjaltason arkitekt, réttilega að miklu nær væri að gera þetta svæði að göngusvæði en Austurstrætið. Gangi þetta með ýmsu öðru eftir er ekki að efa að miðborg Reykjavíkur vaknar til þess lífs sem þar á og þarf að vera. Blikur á lofti RITSTJÓRNARBRÉF ÓlafurTeiturGuðnason blaöamaöur - olafur@dv.is Eitt sinn lýsti maður nokkur muninum á hægrimönnum og vinstrimönnum þannig - mest í gamni en þó alvöru í bland - að vinstrimönnum lit- ist ekki á blikuna. Það er nokkuð til í þessu. Vinstri- menn em fundvísir á vandamál sem krefjast tafarlausra aðgerða, oftast af hálfu ríkisins. Hægrimenn hafa aftur á móti oftar tilhneigingu til að líta svo á að ýmist sé hinn meinti vandi alls ekki vandamál, eða vandamál sem mönnum beri að leysa sjálfir án þess að ríkið blandi sér í það, eða að vandamálið leysist af sjálfu sér. Þetta á að vísu ekki við um fjármál Reykjavíkur- borgar en almennt og heilt yfir má segja að það séu ekki sömu blikur á lofti yfir sjóndeildarhring hægri- manna. Hér er ekki verið að gera neitt lít- ið úr vinstrimönnum. Síður en svo. Betra er að byrgja bmnninn en fljóta sofandi að feigðarósi og svo framvegis. En þetta er gert að um- talsefni hér af þeirri ástæðu að þótt ég teiji mig ekki vinstrisinnaðan er svo komið að mér líst hreint ekki á blikuna. Þrengt að réttindum Sífellt sjást fleiri dæmi þess að forræðishyggja grasseri sem aldrei fyrr í samfélaginu. Af opinberri um- ræðu að dæma virðast furðulega fáir vera hlynntir þeirri ágætu meg- inreglu að farsælast sé að fólk beri ábyrgð á gjörðum sínum og hafi sem víðtækast frelsi til orðs og æðis sem ekki skaðar aðra. Þeim virðist fara fjölgandi sem sjá öll tormerki á þessari reglu og vilja takmarka frelsið eins mikið og þeir geta mögulega hugsað sér. Dæmin hrannast upp. Menn ræða nú í alvöru að banna reyking- ar algerlega á veitinga- og skemmtistöðum og líklega öðrum stöðum þar sem fólk kann að safn- ast saman. Og gera það í nafni mannréttinda! Það má ekki einu sinni tala um tóbak, nema til að hallmæla því. Augljóst er að næsta skref verður að banna sjálft tóbak- ið. Og næsta skref þar á eftir: að skylda alla sem eru 40 ára og eldri til að hoppa og skoppa í Líkams- ræktarstöð ríkisins. Fáránleg afskipti Það eru alls kyns ráð og nefndir sem hafa það hlutverk, að minnsta kosti að eigin mati, að skipta sér af furðulegustu málum. Jafnréttis- nefnd Reykjavíkurborgar setti ís- landsmet í furðum á fundi sínum 15. september þegar hún gerði tvennt: Hún ákvað að láta skoða hvort ekki væri ástæða til að banna að dagpeningar væru notaðir tii kaupa á kynlífsþjónustu. Ef það gengur eftir hlýtur að mega líta svo á að fullkomlega eðlilegt sé að kaupa fyrir þá heróín. Á þessum sama fundi kvartaði nefndin yfir Skinfaxa, forvarnarblaði Ung- mennafélags fslands, vegna ósköp saklausrar umíjöllunar blaðsins um fyrirsætustörf. Nefndin vill nefnilega banna skoðanir sem lýsa „gömlum staðalfmyndum af kynj- unum". Það er sannarlega ískyggi- legt að hér skuli vera kominn vísir að Yfirritskoðun hins opinbera. Hvert skyldi verða næsta verkefni hennar? Að banna Þyrnirós af því að hún var eitthvað svo ósjálf- bjarga? Einhverra hluta vegna sá nefndin reyndar ekki ástæðu til að gera at- hugasemdir við þá staðhæfmgu f grein Skinfaxa að „marga unga drengi [dreymdi] um að verða at- vinnumenn í knattspyrnu". Hvers eiga aumingja drengirnir að gjalda sem ekki eiga möguleika á að láta þennan draum rætast? Er ekki veg- ið að sjálfsmynd þeirra? Skyldu þeir ná sér? Móðursýki Það er til marks um hve ógnar- vald pólitískrar rétthugsunar er orðið mikið að ég þorði ekki öðru en að fletta upp í orðabók hvort millifyrirsögnin hér að ofan, „móð- ursýki", væri enn þá viðurkennt orð eða hvort það teldist vafasamt eða meiðandi. Svo virðist ekki vera: „óhaminn æsingur, geðshræring umfram tilefni, hystería". Áhuga- menn um vandað málfar hefðu ef- laust mótmælt „hysteríu" þannig að þeir sem kunna að hafa móðgast eru beðnir afsökunar á þessari „gamaldags staðalímynd". En það er sem sagt sífellt verið að Hægt og rólega, en ákveðið, virðast frjáls- lyndir menn vera að tapa baráttunni um hvernig þjóðfélagið sem við lifum í eigi að vera. hræða fólk upp úr skónum. Virtur maður spáði því um aldamótin 1800 að Lundúnaborg myndi bók- staflega hverfa á bólakaf í hrossa- skít eftir einhvern tiltekinn ára- fjölda. Skyldi íslensk ferðaþjónusta fara á hausinn vegna hvalveiða? Skyldi ég vera með vélindabak- flæði? Skyldi HABL leggja heims- byggðina í gröfrna? Nú, er það ekki banvænt nema í 4 tilfellum af 100? Og landlæknir búinn að aflýsa hættunni, segirðu? En þarf ekki samt að setja reglur sem banna bönkunum að eiga og reka fyrir- tæki til lengdar? Nú, er það nú þeg- ar bannað með lögum? En þarf ekki að banna umfjöllun ábyrgðarlausra ungmennafélaga um fyrirsætur? Eru þær ekki alltaf í megrun, sem er jú hreinasta „áhættuhegðun"? Og ætlar enginn að veita þessum manni sem missteig sig á gang- stéttinni áfallahjálp? Hægt og rólega, en ákveðið, virð- ast frjálslyndir menn vera að tapa baráttunni um hvernig þjóðfélagið sem við lifum í eigi að vera. Mér líst ekki á blikuna - en vonandi er það bara til marks um móðursýki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.