Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 26
Þórisdalur er meðal fáförnustu staða á íslandi þótt það taki ríflega tværstundir að þangað frá Reykjavík. Þar bjó Grettir sterki og þar bjuggu hálftröllog útilegumenn. Stórbrotið landslag og dulúðug saga gera ferð í Þórisdal eftirminnilega. Þórisdalur er án efa einn af fáförnustu stöðum á íslandi þótt hann sé í rauninni í seilingarfjarlægð við suðvesturhorn landsins og hægt að aka nánast öllum bílum mjög ná- lægt honum. Dalurinn býr yfir stórbrotinni náttúrufegurð og er sveipaður dularfullum ljóma af sögulegum ástæðum en lengi var því trúað að þarna byggju útilegumenn í grónum huldudal við betri kjör en alþýðan í byggð. Þórisdalur liggur sunnan undir Geitlandsjökli, syðst í Langjökli, og má segja að hann sé girtur af milli Geitlandsjökuls og Þórisjökuls en Þórisjökull er lítill jökull sem segja má að standi vörð við suðvesturhorn Langjökuls. Það er ekki erfitt að finna Þórisdal. Nánar tiltekið skal aka austur á Þingvöll og sfðan Kaldadalsveg þar til menn eru staddir þvert af Þórisjökli og með Ok á vinstri hönd. Þóris- jökull er skilinn frá Langjökli eða Geitlandsjökli með skarði sem er lokað af miklum fjallahrygg sem heitir Vesturhryggur. Norðan við skarðið milli jöklanna er áber- andi ljósleitt og hátt, strýtumyndað fjall sem FALLEGT FJALL Prestahnúkur er úr líparíti og meðal fallegustu fjalla. Við hann er gott að hefja ferð í Þórisdal. BÚSTAÐUR ÚTILEGUMANNA? Horft yfir Þórisdal úr Gönguskarði. Klakkur í Langjökli stendur upp úr jöklinum í baksýn. að vera góður tjaldstaður við rætur Prestahnúks með Þórisjökul í baksýn en reyndist samt góður náttstaður. GERIR FJÖLLIN BLA: Þetta skærbláa líparít var að finna i austurhlíðum Þórisjökuls. HÖGGMYNDIR NÁTTURUNNAR: Undarlega mótað berg í Austurhrygg á þeim slóðum þar sem göngumenn fara niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.