Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 27.SEPTEMBER 2003 TILVERA 68 Nám#manna(ínlJ «l»a«r fí 2 fyrir 1 4 myndina ef ...velrf er með '»IC debetkortlnu REGnBOGinn SIMI 551 9000 MYNDBOND Draugasaga Dark Water, eða Honogurai mizu no soko kara eins og hún heitir á frummálinu, er enn ein sönnun þess að Japanar eru að gera frum- legar og góðar hryllingsmyndir. Dark Water kemur í kjölfar á Ring- myndunum og á það sameiginlegt Dark Water ★★★ með þeim að vera á sterku og ein- földu myndmáli. Þessi samlíking kemur ekki á óvart þar sem leik- stjóri Dark Water, Hideo Nakata, leikstýrði fyrstu tveimur Ring- myndunum. Dark Water er draugasaga þar sem segir frá ungri stúlku sem ekki hefur fengið frið eftir að hún lést. Hún sækir í það sem stendur henni næst, móður og dóttur, sem flytja í hrörlega blokk sem hún bjó einu sinni í. Mæðgurnar taka fljótt eftir því að úr íbúðinni fyrir ofan þær lekur vatn. Ekki gengur það þrauta- laust að fá einhvern til að líta á íbúðina sem stendur auð. Þegar það loks er gert kemur í ljós að vatn lekur úr krönum. Áður en það ger- ist hafa þær mæðgur orðið varar við unga stúlku, illa til fara, á göng- unum í blokkinni. Stfll myndarinnar er kaldur. Það er engin hlýja í samskiptum fólks, aðeins kuldi. Þetta gerir það að verkum að draugasagan fellur ákaf- lega vel að heildarmyndinni. Það er margt í myndinni sem fær hárin til að rísa og það er ekki með aðstoð tæknibrellna. Oftar en ekki hræð- umst við það sem ekki sést. Þetta gerir það að verkum að Dark Water hefur sömu áhrif og góð drauga- saga. hkarl@dv.is Útgefandi: Myndform. Gefin út á myndbandi og DVD. Leikstjóri: Hideo Nakata. Japan, 2002. Lengd: 1100 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Leikaran Hitomi Kuroki, Rio Kanno og Mirei Oguchi. Dópsalar í Búdapest — THE 2 RECRUIT Enginn gerir svo öllum líki Jæja, þá eru þau loksins gift, Nigel Crane og Daphne Moon. Þau giftu sig í upphafsþætti nýrrar Frasier-raðar á mánudagskvöldið í Sjónvarpinu - ekki bara einu sinni heldur þrisvar til að freista þess að þóknast öllum í kringum sig. Þetta var skemmtileg hringa- vitleysa, bráðvel skrifuð eins og við var að búast. Gaman var til dæmis að fylgjast með brúðhjón- unum fara með utanbókarlærðu rulluna þar sem þau heita hvort öðm ævarandi ást og tryggð. Rull- an var sannfærandi í fýrsta sinn, vel flutt í annað sinn en í þriðja skiptið fór allt í vaskinn. Óvænt stjarna í þessum fyrsta þætti var dóttir Roz, útsendingar- stjóra Frasiers. Stelpuskottið var svo innlifuð í leik að mikið má vera ef hún á ekki að punta upp á komandi þætti. Talandi um sætar stelpur þá lauk þáttaröð um Mæðgurnar á þriðjudagskvöldið og ég, háöldmð konan, var svo spennt að fylgjast með ástum Gilmore yngri að ég tók þáttinn upp af því ég gat ekki horft á hann um kvöldið. Svo kom í ljós að ný röð byijar í næstu viku, svo ég hefði ekki þurft að óttast langa óvissu. Verst hvað karl- mennirnir í lífi þeirra mæðgna em leiknir af miklu hæflleikasnauðari leikumm en þær. Luke hefur til dæmis bara ein og hálf svipbrigði. Mætti ég benda umsjónar- manni Árla dags á Rás 1 á að það er illa gert að leika vögguvísur á morgnana. Maður kemst ekki fram úr rúminu við tónlist sem ætlað er að svæfa. Svo má líka al- veg hvfla Péturs Gauts-svím Griegs. STJÖRNUGJÖF DV ★ ★ ★ ★ All or Nothing ★ ★★★ The Magdalene Sisters ★ ★★i Bloody Sunday ★★★i Sweet Sixteen ★★★i One Upon a Time in Meyico ★★★ 28 Days Later ★★★ Pirates of the Caribbean ★★★ Terminator 3 ★★★ The Live of David Gale ★★i Sindbað saefari ★★★ The Italian Job ★★ Bruce Almight ★★ League of Extraordinary Gentl. ★★ Hollywood Homicide ★★ Kalli Blómkvist og Rasmus Daddy Day Care ★ Lara Croft.... ★ Freddy vs.Jason. ★ BONUSVIDEO Leigan t þínu hvetfi Sýnd kl.6,8 og 10. PABBI PASSAR: Sýnd kl.4. m/ísl.tali KALLI BLÓMKVIST: Sýnd kl. 4 og 6. Frábær gamanmynd meo hlnum vlnsæla Ashton Kutcher. undamnÐr Hann er skotinn f dóttur yfirmanns síns og gerir allt til ao komast ynr hana. En suma hlutl gerlr maður ekkllj __________Sýnd kl.4,6,8 og 10.____ JFtptlo Cirrptl, ■ Um |>ad loytið som þu heyrir i hoiuim t'd.i serð hnnn er J>að um sein.in. Sv.ik.ilot] hrollvokja som lor boint n toppinn i Bnndarrkjunum. Fyrsta sýnlshormó úr LÓftD- OF THE RINGS: THE RETURN OF THE KING vcrður frumsýnt á undan mvndinni________ Sýnd kl. 8og 10.30. B.i.16 ára. LEAGUE: Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30. B.i.12. PABBI PASSAR: Sýnd kl. 4, og 6. M/fsl. tali. 28 DAYS LATER: Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16 ára. ÞUMALÍNA: Sýnd kl. 4 og 6. m/ísl tali Miðaverð 500 kr. FJÖLMIÐLAVAKTIN Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um fjölmiðla Sýnd kl. 8og 10.45.. Den of Lions er splunkuný saka- málamynd sem hefur fengið þau örlög að lenda beint á myndbanda- og DVD-markaðinn. Það er ekki þar með sagt að hún sé verri en margar kvikmyndir sem hijóta náð fyrir augum bíúeiganda en hefur heldur ekkert við sig sem segir okkur að hún fái góða aðsókn. Aðalleikar- arnir tveir, Stephen Dorff og Bob Hoskins, hafa átt sína góðu stundir á hvíta tjaldinu en hér eru þeir að- eins í formúluverkefni. Den ofLions ★i Dorff leikur FBI mann sem feng- ið er það verkefni að iauma sér inn í glæpahring sem starfar í Búdapest og er í tengslum við Rússnesku mafíuna. Þetta verkefni fær hann vegna uppruna síns. Þetta tekst allt að óskum því að áður en við vitum af er hann orðinn einn helsti að- stoðarmaður glæpaforingjans sem Bob Hoskins leikur. Um leið er hann að grennslast um forfeður sína, hrífst af dóttur foringjans og lekur upplýsingum í lögregluna. Þetta er allt saman samkvæmt for- múlunni í upphafi. Myndin tekur þó á sig flóknari söguþráð þegar fer að líða á myndina en verður aldrei það flókin að ekki sé hægt fyrir fram að sjá hvað muni gerast. Den of Lions er mynd sem reynir að vera meira en hún er en kemst aldrei upp úr meðalmennskunni. hkarl@dv.is Útgefandi: Myndform. Gefin út á myndbandi og DVD. Leikstjóri: James Bruce. Bretland/Bandaríkin, 2003. Lengd: 90 mín. Bönnuð börnum inn- an 16 ára. Leikararan Stephen Dorff, Bob Hoskins og Laura Fraser.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.