Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 16
16 DV HELGAHBLAÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 DvHelgarblað Umsjón: Snæfríður Ingadóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson Netfang: snaeja@dv.is / polli@dv.is Sími: 550 5891 Hreindýrakjöt DV-matur Skrautfjöður á matseðli Mennirnir hennarVölu íslendingar lauslátastir allra Bls.24 Bls. 18 Bls. 48 Ferðaklúbburinn 4x4 stóð fyrir leiðangri á Búð- arháls laugardaginn 6. september síðastliðinn. Tilgangur ferðarinnar var að stika leiðina um hálsinn, en fornfrægur fjaiivegur liggur eftir endilöngum hálsinum. Á árum áður var Tungnaá verulegur farar- tálmi á ferðum manna inn á Sprengisands- leið, Veiðivötn og Jökulheimasvæðið. Þá var helst möguleiki að aka yfir Hófsvað sunnan við þar sem nú er Krókslón, en það gat verið erfitt og þurfti að þekkja leiðina yfir vaðið vel til að fara þar yfir. Vaðið fann Guðmundur Jónasson ásamt fleirum árið 1950. Árið 1964 var settur ferjukláfur yfir ána við svokallað Hald sem gerði mögulegt að ferja bfla inn á Búðarháls og varð leiðin yfir hálsinn þá gjarnan fyrir valinu í ferðum inn á miðhá- lendið. Með tilkomu Sigöldu- og Hrauneyja- fossvirkjana, þar sem Tungnaá er virkjuð og brúuð árið 1967, lagðist af notkun kláfsins þó hann standi enn. Umferð um Búðarháls stór- minnkaði við það þar sem Landsvirkjun lagði veg norður með Þórisvatni og hálsinn aflok- aður af þremur ám, Þjórsá, Tungnaá og Kaldaklofskvísl. Nú hefur Landsvirkjun hins vegar brúað Tungnaá við fflið ganfla kláfsins og er umferð um Búðarháls þá aðgengileg að nýju. að þessu sinni, en nyrsti hluti leiðarinnar verður að bíða betri tfma. Þessi leið er skemmtileg sumarleið og óhemju víðsýnt víða af hálsinum. Sérstaklega er fjallasýnin skemmtileg þegar hálsinn er ekinn til suðurs. Auk þess er skemmtilegur útúrdúr að fossin- um Dynk í Þjórsá. Að vetri til er leiðin um Búðarháls ekki síður heppileg þar sem hún liggur hátt og ætti að vera nokkuð laus við krapa sem oft gerir ferðalöngum erfitt fyrir á þessum slóðum. Jafnt sumar sem vetur flýtir þessi leið því að ferðafólk komist á raunveru- legar fjallaslóðir þar sem mannlegt rask er í lágmarki. Vantar stikur Klúbburinn hefur um árabil staðið fyrir stikun fjallleiða og lítur á það sem lið í um- hvefisverndun. Með því erleitast við að draga úr utanvegaakstri og auka öryggi þeirra sem um fjallvegi fara. Olís hefur jafnan stutt við þessa starfsemi klúbbsins með því að gefa eldsneyti á bflana. Notaðar hafa verið tréstik- ur sem Vegagerðin hefur lagt til, en á síðari árum notar Vegagerðin eingöngu stikur úr plasti. Klúbbfélagar hafa því fengið að nota gamlar birgðir af stikum, en þær birgðir eru nú uppurnar og fóru þær síðustu á Búðar- háls. Því þarf klúbburinn nú að leita nýrra leiða í öflun stikna. Skúli H. Skúlason úr klúbbnum 4x4 tóku sig til og stikuðu leiðina inn eftir Búðarhálsi sem liggur DV-mynd Skúli H. Skúlason Betri leið Félögum í Ferðaklúbbnum 4x4 fannst þvf vel til fimdið að stika þessa leið og gera ferða- lög um hálsinn þannig öruggari og auðveld- ari viðfangs. Ekki tókst þó að ljúka verkefninu STIKURNAR VlSA VEGINN: Félagar milli Þjórsár og Köldukvíslar. vf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.