Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 DV HELGARBLAÐ 29 Persónur Bjarni Ármannsson Aldur: 35 ára Staða: Forstjóri (slandsbanka Maki: Helga Sverrisdóttir Börn:Tómas, 9 ára, og tvíburarnir Helga Guðrún og Benedikt, 5 ára. Stjörnumerki: Hrútur Bakgrunnur Bjami er fæddur á Akranesi 23. mars 1968, sonur hjónanna Ár- manns Gunnarssonar vélvirkja og Helgu Sóiveigar Bjamadóttur hús- móður. Bjarni ólst upp í foreldrahúsum, tók stúdentspróf frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands, próf í tölvunarfræðum og verðbréfamiðlum frá Háskóla íslands og MBA-prófi í fyrirtækjastjómun og viðskipta- fræðum frá Institut for Management Development í Sviss. Bjami varð forstjóri Kaupþings 1997 og bankastjóri Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins 1998. Hann varð síðan bankastjóri og forstjóri íslandsbanka. Bjami hefur verið einn öflugasti fulltrúi yngri kynslóðarinnar í við- skiptalffinu. Föðuramma Bjama og Gunnars Vals Gíslasonar, sveitarstjóra í Bessastaðahreppi, vom systkini. Eiginkona Bjarna, Helga, er dótúr Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundar og fyrrverandi alþingismanns og forseta Alþingis. Bjarni á ýmis áhugamál, eins og heimspeki og siðfræði, en hefur vakið sérstaka athygli fyrir áhuga sinn á útsaumi og söng, ekki síst karaoke-söng. Þá er hann hagsýnn og tekur slátur. Hvað segja stjörnurnar? Bjami er fæddur í merki Hrútsins, með tungl í Steingeiúnni. Hann er gríðarlega mernaðargjam og býr yfir óendanlegri orku til að hrinda metnaði sínum í framkvæmd. Hans stærsú draumur er að verða for- ingi eða leiðtogi með vald yfir öðmm. Þegar sá tími kemur er hann til- búinn. Hann býr yfir ákveðnum ferskleika og frumleika sem hann sýnir umheiminum sjaldan. Hann getur verið lokaður, sjálfselskur og á köflum of upptekinn af smáatriðum. Stöku sinnum sýnir hann af sér mjög óvenjulega hegðun, sem kemur fólki á óvart og er því stundum - hálfgerð þversögn í augum umheimsins. Hvað segja samferðamenn? Bjami er löngu orðinn „átoritet" í viðskiptalífinu og mikið mark er tekið á orðum hans. Hann stendur fast á sínu og þótú sýna það á eft- irminnilegan hátt frammi fyrir alþjóð þegar hann mætú Ögmundi Jónassyni alþingismanni í Kasújósþætú fýrir um þrem ánun. Hafði einn álitsgjafa þjóðarinnar þá á orði að Bjami hefði tekið Ögmund Jónasson í kennslustund í nýja hagkerfinu. Annars þykir Bjami prúð- ur maður en glaðlyndur og hress. Hann á auðvelt með mannleg sam- skipti, er vel gefinn, fljótur að átta sig og mynda sér skoðanir. Þar er hann alls óhræddur. Haft er efúr vinum hans að hann sé fyrst og fremst jarðbundinn rökhyggjumaður en verði seint skilgreindur sem viðkvæm tilfinningavera. Bent er á hæversku í fari Bjarna. Hann sjái ekkert athugavert við að skipta um skoðun þegar málflutningur er studdur gildum rökum. Annars kemur það ekki á óvart að Bjama er lýst sem skipulögðum vinnuþjarki með mikla sköpunargáfú og ftjótt ímyndunarafl. Hann kemur hlutunum í verk en situr ekki bara og bollaleggur. Bjarni tengist engum stjómmálaflokki. Vinahópur Þórður Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri Straums, fjárfest- ingarfélags, er uppeldisfélagi Bjarna af Akranesi og mikill og náinn vinur. Bjami réð hann einmitt til Straums. Til annarra vina má telja, Halldór Friðrik Þorsteinsson, starfsmann Kaupþings Búnaðarbanka og fýrmm sjónvarspmann, Skúla Mogensen, forstjóra OZ, og Bjöm Þorra Viktorsson lögfræðing. Einar Sveinsson Aldur: 55 ára Staða: Framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf. Maki: Birna Hrólfsdóttir grunnskólakennari Börn: Ásta Sigríður hagfræðingur, 32 ára, og Hrólfur læknir, 29 ára Stjörnumerki: Hrútur Bakgrunnur Einar fæddist í Reykjavík, er sonur hjónanna Sveins Benediktsson- ar og Helgu Ingimundardóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1968, stundaði nám í efhaverkfræði við Danmarks Tekniske Hojskole í Kaupmannhöfn 1969-71, við lagadeild HÍ 1971-72, var við nám og störf í vátryggingum í London 1973-74. Einar var skrifstofumaður Sjó- vátryggingafélags íslands hf. 1972-74, deildarstjóri 1974-83 og fram- kvæmdastjóri 1984-89. Framkvæmdastjóri Hagtryggingar hf. 1986-89. Hefur verið framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf. frá 1989. Einar og Benedikt, bróðir hans, seldu öll hlutabréf sín í Sjóvá-Almennum á dögunum en Einar keypú á miðvikudag hlutabréf í Islandsbanka fyrir um 900 milljónir króna. Einar er af Engeyjarætt en þar er að finna marga áberandi einstak- linga í stjómmála- og viðskiptasögu þjóðarinnar. Benedikt hæstarétt- arlögmaður var stjórnarformaður Eimskips á undan Benedikt Jó- hannessyni, frænda þeirra bræðra. Ingimundur, bróðir Einars, er með þekktari arkitektum landsins. Meðal föðursystkina Einars má nefha Pétur, sendiherra, alþingis- mann og bankastjóra, föður Guðrúnar, forstöðumanns sjávarútvegs- deildar HÍ og fyrrum forsetaframbjóðanda; Bjama forsæúsráðherra, föður Björns dómsmálaráðherra; Kristjönu, móður Halldórs Blön- dals, forsetaAlþingis, ogHaralds Blöndals; ogGuðrúnu, móður Bene- dikts Jóhannesspnar, stjórnarformanns Eimskips og Nýherja og fram- kvæmdastjóra Heims, og Guðrúnar Zoéga, fyrrverandi borgarfulltrúa. f móðurætt má tengja Einar við nafna hans Benediktsson skáld og Davfð Oddsson forsæúsráðherra. Hvað segja stjörnurnar? Einar er fæddur í merki Hrútsins með tungl í merki Vatnsberans. Það gerir hann að manni sem er gæddur mildum persónutöfrum, fmmleika og sérvisku. Hann á auðvelt með að eignast vini og hrífur fólk með sér. Hann er fæddur með ákveðna leiðtogahæfileika og býr yfir gríðarlegum sannfæringarkrafú. Hann ætú að hafa kímnigáfu í ríkum mæli. Einar býr yfir sérstökum hæfileikum tengdum viðskipt- um og á auðvelt með að telja fólk á sitt band f þeim efnum og hefur glöggt auga fyrir tækifæmm úl að hagnast. Hann hefur úlhneigingu úl vera of upptekinn af smáatriðum en velgengni tengd peningum og viðskiptum er áberandi í stjörnukorú hans. Hvað segja samferðamenn? Samferðamenn Einars bera honum söguna aðallega á þann veg að hann sé greindur, samviskusamur og geðfelldur í daglegri umgengni. Hann getur verið kumpánlegur við fólk sem hann þekkir lítið en hleypir frekar fáum að sér. Hann er varkár og íhaldssamur í viðskipt- um og er tregur til þess að leggja út í ævintýramennsku. Hann er sagð- ur traustur vinur og vill gjaman gera vinum sínum greiða ef hann á þess kost. Hann er ekki hrifinn af því að koma með stórar yfirlýsingar. Lætur verldn tala. Einar sést nánast aldrei í fjölmiðlum þótt staða hans gefi á stundum tilefrii úl þess. Einar er hreinn og beinn í sam- skiptum og lítt gefinn fyrir kurteisishjal. Hann hefúr þó fengið skammt af kímnigáfu Engeyjarættarinnar. Vinahópur Til vina Einars teljast Benedikt Jóhannesson, sem getið er hér til hliðar, Friðrik Pálsson ráðgjafi, Benedikt bróðir hans, Ólafur B. Thors, samstarfsmaður úl margra ára, og einnig Vigfús Ásgeirsson, trygg- ingastærðfræðingur hjá Talnakönnun. Benedikt Jóhannesson Aldur: 48 ára Staða: Framkvæmdastjóri Heims og stjórnarformaður Eimskips, Nýherja og Myllunnar Maki: Vigdís Jónsdóttir, skrifstofustjóri Alþingis Börn: Steinunn, 24 ára, Jóhannes, 23 ára, og Jón, 15 ára. Stjörnumerki: Naut Bakgrunnur Benedikt er fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Jóhannesar Zoéga, fýrrverandi hitaveitustjóra í Reykjavík, og Guðrúnar Benediktsdóttur húsmóður. Benedikt er af Engeyjarætt en móðir hans, Guðrún, var systir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Meðal frændsystkina Bene- dikts, sem öll em systkinabörn, em Bjöm Bjarnason dómsmálaráð- herra, Halldór Blöndal, forseú Alþingis, Einar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, og Guðrún Pétursdótúr, forstöðu- maður Sjávarútvegsstofnunar og fyrrverandi forsetaffambjóðandi. Benedikt er Zoéga í föðurættina þótt hann noú ekki það ættamafn. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra og Jóhannes, faðir Benedikts, vom þremenningar sem þýðir þá að Benedikt og Hallgrímur Geirs- son, forstjóri Árvakurs, em Ijórmenningar. Benedikt varð stúdent frá MR 1975. Hann tók BS í stærðfræði, með hagfræði sem aukagrein, frá University of Wisconsin 1977, MS f töl- fræði 1979 og Ph.D. í tölfræði, með stærðfræði sem aukagrein 1981, frá Florida State University. Var afburðanemandi. Benedikt stofnaði ráðgjafar- og útgáfufýrirtækið Talnakönnun og starfaði þar sem fram- kvæmdastjóri. Hann hefúr aldrei leitað upphefðar vegna ættartengsla en starfaði um skeið sem deildarstjóri tjónadeildar hjá Sjóvá-Almenn- um. Árið 1990 sneri hann aftur til Talnakönnunar, síðar Heims. Heim- ur gefur út Frjálsa verslun, Tölvuheim og Vísbendingu sem Sigurður, bróðir Benedikts, hefur ritstýrt. Benedikt hefur verið ráðgjafi fjölda fyrirtækja. Hvað segja stjörnurnar? Hann er fæddur í merki Nautsins, með tungl í Voginni. Hann býr yfir innri orku og sjálfstrausti sem gerir honum kleift að ná þeim markmiðum sem hann setur sér en aðrir sjá ekki endilega hver þau markmið eru. Hann kemur oft fram af miklu örlæti en á það úl að vera aðsjáll og allt að því nískur á stundum. Hann er óþægilega opinskár á köflum og mun alltaf verða betri leiðtogi en undirmaður. Margt af því sem hann ákveður er mótað af stolú og ákveðinni löngun úl þess að hafa völd og hann vill gjarnan sannfæra aðra um hugrekki sitt. Hvað segja samferðamenn? Benedikt þykir heiðarlegur maður og réttsýnn, glöggur og eldfljót- ur að greina aðalatriði mála. Hugrakkur prinsippmaður. Sjálfstæðis- maður en eltir ekki vilja flokksins f einu og öllu. Hann þykir skeleggur í málflutningi og kveður stundum fast að orði. Benedikt þykir hæfi- leikaríkur leiðtogi og stálminnugur. Hann þykir mikill húmorisú og fyrirtaks ræðumaður en kímnigáfa hans þykir á stundum svolíúð sér- stök og stingandi. Hann þykir stundum stífur á meiningunni. Þó stendur hann þannig að málum að síður kastast íkekki milli hans og manna á öndverðum meiði. Benedikt er annars mikill fjölskyldumaður sem fer mikið í göngutúra og spilar reglulega körfúbolta með félögum sfnum. Hann mun vera Valsari að upplagi og hefúr gaman af ferðalögum. Vinahópur Vinskapur er yfirleitt hafinn yfir dægurþras sem sýnir sig meðal annars í því að meðal ná- inna vina Benedikts eru menn sem teljast vinstra megin í póliúk, Stefán Jón Hafstein, formaður fram- kvæmdastjórnar Samfýlk- ingarinnar, og séra Karl V. Matthíasson, fýrrverandi alþingismaður Samfylk- ingarinnar. Til vina Bene- dikts má einnig telja Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóra Sjóvár-Almennra, og Friðrik Pálsson ráðgjafa. Bjarni Ármannsson býr við Bakkavör 18 á Seltjarnarnesi. Einar Sveinsson býr við Bakkaflöt 10 f Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.