Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 DV HELGARBLAÐ 47 Heimsmethafar f lauslæti: Samkvæmt alþjóðlegri könnun sem Durex-smokkaframleiðandinn gerði eru (slendingar fremstir þjóða í einnar nætur kynnum. 71% (slendinga sagðist hafa sofið hjá einhverjum sem þeir þekktu ekki neitt. Þetta er í fyrsta sinn sem ísland er tekið með og líklega hefur hlutfall ungs fólks í könnuninni verið mjög hátt. síst um slíka fjötra en þar höfðu aðeins þrjú prósent aðspurðra tekið þátt í slíku. Djarfur undirfatnaður sem nýtur mikilla vinsælda í verslunum með hjálpartæki hefur komið við sögu hjá 28% aðspurðra alls en 46% íslendinga. Þar hafa Finnar og Spánverj- ar nokkra sérstöðu en 51% þátttakenda þar höfðu reynt æsandi fatnað af þessu tagi. Kynæsandi starf? Það var líka spurt hvað fólki þætti æsandi starfsgrein af þeim sem í boði eru og það kemur ef til ekki á óvart að fyrirsætustarfið fannst flestum vera mest hrífandi. Læknar og hjúkrunarkonur koma mjög sterkt inn en einnig slökkviliðsmenn, fótboltamenn og flugfreyjur. Þarna glittir sennilega í áhuga margra á einkennisbúningum af ýmsu tagi en hvíti sloppurinn er áreiðanlega það sem gerir hjúkrunarkonustarfið sjarmerandi frek- ar en mælirinn. Margar starfsgreinar voru nefndar og má nefna að sú starfsgrein sem fékk fæst stig en var þó nefnd voru lögfræðingar sem sitja eig- inlega á botninum í þessum efnum en aðeins 4% finnst það sjarmerandi starf. Það var einnig spurt um sexí þjóðerni og þar sitja Brasilíumenn á toppnum en Amer- íkanar koma næstir þeim. Meira en helming- ur íslendinganna kaus sjálfa sig í þessum efn- um sem er 29% meira en nágrannaþjóðirnar gerðu. Hver er mest sexí? Það var spurt um hvem fólk teldi búa yfir mestum kynþokka. Það var fótboltamaður- inn David Beckham sem sigraði í því kjöri en 20% þátttakenda töldu hann kynþokkafyllsta karlmanninn. Hann fékk flest stig í Víetnam, Singapore og Taílandi en fæst í Bandaríkjun- um en þar mun hann reyndar vera nær óþekktur. íslendingar vom ekki sammála þessu því þeir töldu Vin Diesel búa yfir mest- um kynþokka allra karlmanna. í kvennaflokki sigraði Jennifer Lopez en 16% þátttakenda hrifust mest af henni. Hún, eins og Beckham fékk mjög mikið fylgi í lönd- um eins og Víetnam og fleiri Asíulöndum en mun minna í sínu heimalandi. íslendingar gengu ekki alveg í takt við meirihlutann í þessum efnum því þeir töldu leikkonuna Halle Berry skara fram úr og 24% Halle Benry: Þetta er konan sem íslendingar töldu kyn- þokkafyllsta allra. merktu við hana sem númer eitt. Söngkonan Kylie Minogue kom næst á eftir Berry í kynór- um íslensku þjóðarinnar. Ertu þá ánægð? Það var einnig spurt þeirrar lykilspurning- ar hvort fólk væri ánægt eða sátt við kynlíf sitt og að meðaltali sögðust 73% aðspurðra vera það. Taílendingar reyndust vera ánægðastir allra en 92% þeirra sögðust vera ánægðir. Rússar voru einna ósáttastir við kynlífið en aðeins 59% sögðust vera ánægðir með það. íslendingar reyndust vera tiltölulega kátir með ástandið en 80% þeirra sem svöruðu sögðust vera ánægðir með kynlíf sitt. Hvern- ig það svo rímar við 42% sem gera sér upp fullnægingar liggur ef til vill ekki í augum uppi. polli&dv.is^ sími 553 3366 www.oo.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.