Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 DV HELGARBLAÐ 47 Heimsmethafar f lauslæti: Samkvæmt alþjóðlegri könnun sem Durex-smokkaframleiðandinn gerði eru (slendingar fremstir þjóða í einnar nætur kynnum. 71% (slendinga sagðist hafa sofið hjá einhverjum sem þeir þekktu ekki neitt. Þetta er í fyrsta sinn sem ísland er tekið með og líklega hefur hlutfall ungs fólks í könnuninni verið mjög hátt. síst um slíka fjötra en þar höfðu aðeins þrjú prósent aðspurðra tekið þátt í slíku. Djarfur undirfatnaður sem nýtur mikilla vinsælda í verslunum með hjálpartæki hefur komið við sögu hjá 28% aðspurðra alls en 46% íslendinga. Þar hafa Finnar og Spánverj- ar nokkra sérstöðu en 51% þátttakenda þar höfðu reynt æsandi fatnað af þessu tagi. Kynæsandi starf? Það var líka spurt hvað fólki þætti æsandi starfsgrein af þeim sem í boði eru og það kemur ef til ekki á óvart að fyrirsætustarfið fannst flestum vera mest hrífandi. Læknar og hjúkrunarkonur koma mjög sterkt inn en einnig slökkviliðsmenn, fótboltamenn og flugfreyjur. Þarna glittir sennilega í áhuga margra á einkennisbúningum af ýmsu tagi en hvíti sloppurinn er áreiðanlega það sem gerir hjúkrunarkonustarfið sjarmerandi frek- ar en mælirinn. Margar starfsgreinar voru nefndar og má nefna að sú starfsgrein sem fékk fæst stig en var þó nefnd voru lögfræðingar sem sitja eig- inlega á botninum í þessum efnum en aðeins 4% finnst það sjarmerandi starf. Það var einnig spurt um sexí þjóðerni og þar sitja Brasilíumenn á toppnum en Amer- íkanar koma næstir þeim. Meira en helming- ur íslendinganna kaus sjálfa sig í þessum efn- um sem er 29% meira en nágrannaþjóðirnar gerðu. Hver er mest sexí? Það var spurt um hvem fólk teldi búa yfir mestum kynþokka. Það var fótboltamaður- inn David Beckham sem sigraði í því kjöri en 20% þátttakenda töldu hann kynþokkafyllsta karlmanninn. Hann fékk flest stig í Víetnam, Singapore og Taílandi en fæst í Bandaríkjun- um en þar mun hann reyndar vera nær óþekktur. íslendingar vom ekki sammála þessu því þeir töldu Vin Diesel búa yfir mest- um kynþokka allra karlmanna. í kvennaflokki sigraði Jennifer Lopez en 16% þátttakenda hrifust mest af henni. Hún, eins og Beckham fékk mjög mikið fylgi í lönd- um eins og Víetnam og fleiri Asíulöndum en mun minna í sínu heimalandi. íslendingar gengu ekki alveg í takt við meirihlutann í þessum efnum því þeir töldu leikkonuna Halle Berry skara fram úr og 24% Halle Benry: Þetta er konan sem íslendingar töldu kyn- þokkafyllsta allra. merktu við hana sem númer eitt. Söngkonan Kylie Minogue kom næst á eftir Berry í kynór- um íslensku þjóðarinnar. Ertu þá ánægð? Það var einnig spurt þeirrar lykilspurning- ar hvort fólk væri ánægt eða sátt við kynlíf sitt og að meðaltali sögðust 73% aðspurðra vera það. Taílendingar reyndust vera ánægðastir allra en 92% þeirra sögðust vera ánægðir. Rússar voru einna ósáttastir við kynlífið en aðeins 59% sögðust vera ánægðir með það. íslendingar reyndust vera tiltölulega kátir með ástandið en 80% þeirra sem svöruðu sögðust vera ánægðir með kynlíf sitt. Hvern- ig það svo rímar við 42% sem gera sér upp fullnægingar liggur ef til vill ekki í augum uppi. polli&dv.is^ sími 553 3366 www.oo.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.