Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 36
48 DVHELCARSLAÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 Pólitísk morð og drottinsvik engin nýlunda í Svíþjóð Morðið á Örwu Lindh utanríkisráðherra í versl- unarmiðstöð í miðborg Stokkhólms vekur dap- • urlegar minningar í hugum Svía. Þótt liðnar séu meira en tvær vikur frá því að ódæðið var framið hefur morðinginn ekki enn verið ákærður og engin fullvissa liggur fyrir um hver hann er. Olof Palme forsætisráðherra var myrtur 1986 og enn gengur morðingi hans iaus. En morð á fyrir- mennum Svía eru ekki ný afnálinni. Tveir kóng- ar þeirra hafa verið myrtir og núverandi kon- ungsveldi spratt upp úr blóðbaði þegar nær allir leiðtogar Svía sem tii náðist voru limlestir og myrtiríStokkhólmi. Fyrr á tíð voru Svíar duglegir að fóma kóngum sínum til árs og friðar eins og lesa má í ritum Snorra Sturlusonar. En það vom ekki morð heldur athafnir sem þjóðhöfðingj- ar gengust fúslega undir þjóð sinni til hags- bóta. Hins vegar vom fjöldaaftökurnar sem kall- aðar em „blóðbaðið í Stokkhólmi" ekkert annað en stórpólitísk morð, til þess gerð að treysta Danakóng í sessi sem konung Sví- þjóðar. Það mistókst þó hrapallega og Kal- marsambandið leystist endanlega upp í kjöl- -far þess ofbeldis og hryðjuverka sem Svíar vom beittir. Þá höfðu sænskir ríkisstjórar stýrt landinu um hríð en sterkar hreyfmgar beitt sér fyrir því að sambandinu við danska konungsveldið yrði slitið en það réð þá einnig fyrir Noregi. Samt sem áður hélt Kristján 2. til Stokk- hólms og lét krýna sig þar þjóðhöfðingja Svía. Hann sýndi þá göfugmennsku að veita öllum aðskilnaðarsinnum sakamppgjöf og taka þá í sátt. En þegar eftir krýninguna var öllum að- alsmönnum og atkvæðamiklum áhrifa- mönnum meðal Stokkhólmsbúa smalað saman og þeir teknir af lífi 8. og 9. nóvember 1520. Rúmlega 50 manns vom höggnir og aflim- aðir og bútamir brenndir á almannafæri. Meðal þeirra myrtu vom tveir biskupar. Síð- >j an héldu hersveitir út á landsbyggðina og þar var aftökum haldið áfram. Blóðbaðið hleypti svo illu blóði í Svía að þeir snemst gegn dönskum yfirráðum. Gúst- af Vasa efndi til uppreisnar og tveimur ámm eftir valdatöku Kristjáns 2. urðu konunga- skipti. Hafa Svíar síðan lotið innlendri stjórn þótt þjóðhöfðingar hafi stundum verið sóttir til annarra landa en það var alsiða í Evrópu þá og síðar. Vasagangan er árlegur íþróttaviðburður í Svíþjóð þar sem þúsundir skíðamanna keppa og ganga sömu leið og Gústaf Vasa fór á skíð- um með mönnum sínum þegar hann stóð fyrir uppreisninni gegn erlendu valdi og þurfti að komast til höfuðborgarinnar í flýti. Vasagangan er til minningar um atburð í stríði við erlent vald, svipað og maraþon- vðhlaupið, sama vegalengd og tíðindamaður hljóp frá vígvellinum í Laugaskaði og til Aþenu á sínum tíma. Byssan kom upp um morðingjann Gústaf 3. var myrtur á grímudansleik í höll sinni í Stokkhólmi í mars 1792. Hann var til- þrifamikill höfðingi og barst mikið á. Hann efldi herinn og konungsvaldið en þekktastur er hann fyrir dálæti á listum og menningu. Hann hélt uppi glaðværu hirðlífi og þótti sumum trúuðum meinlætamönnum nóg um. Eftir höfðinu dansa limirnir. Tónlistar- og leikhúslíf stóð með miklum blóma í tíð Gúst- afs 3. og kostaði hann miklu til að efla menn- ingarlífið. Glaðværðin fylgdi með og var kon- ungur dyggur stuðningsmaður lífslista- mannsins og trúbadorsins Bellmans sem orti og söng og lifði lífinu ekki alltaf af hófsemi. Enn eru lög og ljóð Bellmans leikin og sung- in. Náði glaðværð hans langt út fyrir landa- •>mæri Svíþjóðar og rataði meira að segja alla ÓUPPLÝST MORÐ: Enginn veit með vissu hvers vegna Olof Palme var skotinn á götu í Stokkhólmi árið 1986. Morðingi hans er ófundinn og er málið enn (rannsókn. Hér er hann í heimsókn hjá Vigdísi Finnbogadóttur ásamt konu sinni, Llsbeth. leið til íslands þar sem hvert mannsbarn get- ur slegið Gamla Nóa á hljóm- borð með ein- um putta og sumir með tveimur. Lífsstíll Gúst- afs 3. og kostn- aður við menn- ingarrekstur og hernaðarupp- byggingu aflaði honum óvin- sælda meðal að- alsins og ann- arra þeirra sem töldu auð og völd frá sér tek- in. Gerðu nokkr- ir ungir aðals- menn samsæri gegn kóngi. Ungur liðsforingi sótti grímudansleik í konungshöllinni og þar voru einnig tveir félagar hans og vitorðs- menn. Þegar leið á dansleikinn gekk Ankerström að kóngi og skaut hann til bana. Þar sem allir voru grímuklæddir þekktist morðinginn ekki og komst undan. En athug- ulir ballgestir tóku eftir vopninu og áttuðu sig á að það var skammbyssa Ankerströms sem notuð var til að skjóta kónginn. Hann var handtekinn daginn eftir, dæmdur fyrir drott- insvik og tekinn af lífi hið snarasta. En Gústaf 3. var ekki fyrsti sænski kóngurinn sem féll fyrir annarra hendi því að sama henti Karl 12., stríðsjálkinn mikla. Fyrstu stjórnarár sín vann hann mikla hernaðarsigra á Dönum, Rússum og Söxum og hlutaðist til um málefni Póliands. Ungur að árum fór hann f mikla hernaðarleiðangra var myrtur á grímudansleik í höll sinni árið 1792. Morðinginn þekktist á byssunni sem hann hélt á. Var hann handtekinn daginn eftir og dæmdur til líf- láts. Anna Lindh utanríkisráðherra var, eins og Palme, atkvæða- mikil i þjóðlífinu og lét til sín taka á alþjóðavettvangi. Henni var spáð enn meiri frama á vettvangi stjórnmála og talin líkleg til að taka við formennsku í Jafnaðar- mannaflokknum og verða þar með forsætisráðherraefni flokksins. En þær vonir brugð- ust og ferlinum lauk með skjótum og óvæntum hætti. og í einum þeirra náði annar atkvæðamikill stríðsmaður, Pétur mikli Rússakeisari, austurhéruðunum á sitt vald. Eftir að hafa unnið frægan sigur á hinum stríðsóða voru tugir áhrifamanna í borginni sviknir í tryggðum og tugir þeirra líflátnir, höggnir í spað og brenndir. Þau illvirki drógu dilk á eftir sér; Svíar gerðu uppreisn gegn dönsku valdi og tóku ráð ríkisins í eigin hendur. Myndin sýnir hvernig umhorfs var á torginu þar sem aftökurnar fóru fram þessa daga. sænska kóngi við Poltava í Úkraínu 1709 lagði hann grunninn að borg sinni, Sankti Pétursborg, og náði um leið aðgangi að Eystrasalti og þar með heimshöfunum öllum. Enn skal minnt á að Pétur nefndi borgina ekki eftir sjálfum sér heldur heilögum Pétri og virkið, sem varð fýrsti vísir að veldi Rússa við Eystrasaltið, er nefnt eftir postulunum heilögu Pétri og Páli. Þegar Karl 12. var búinn að vinna og tapa ótal orrustum fjarri heimalandinu var ríkið orðið févana og stjórnlítið og kynslóðir ungra manna failnar í valinn. Þá sneri kóngur sér að Noregi og hóf hernað þar til að sýna norskum hver réði landi þeirra. Þá voru Svíar orðnir svo örþreyttir á endalausum hemaði kóngs og stjórnleysi hans heima fyrir að honum var hugsuð þegjandi þörfin. Árið 1716 lá víglínan miili herja Svía og Norðmanna við Fredriksten. Þar lágu hermenn í skotgröfum eða virkjum og var orrusta í aðsigi. Þá var skotið á Karl kóng og dó hann samstundis. Fuilvíst er talið að það hafi verið hans eigin menn sem stóðu að morðinu. Byssukúlan kom í hnakkann og síðari rannsóknir sýna að banaskotinu var hleypt af á stuttu færi. Lftið var gert í málinu og látið í veðri vaka að konungur hefði faiiið í bardaga við óvinina. Flestir Svíar vom fegnir að vera lausir við vandræðagripinn sem helst gerði ekki annað en fara með ófriði gegn erlendum þjóðum, lék eigin þegna grátt og var á góðri leið með að leggja eigið ríki í rúst þegar gripið var í taumana með lítilli blýkúiu. Enginn veit... öðm máli gegndi þegar sú frétt barst að skotið hefði verið á Olof Palme forsætisráð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.