Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Öm Valdimarsson AÐALRfTSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dvJs - Auglýsingan auglys- ingar@dvJs, - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Hóteistjóri segir fréttir um vændi ógnvænlegar - frétt bls.4 4 VM í JS y Varnarliðsmaðurinn dæmdur í fangelsi - frétt bls. 6 Frábær árangur íslenskra kylfinga - frétt bls. 6 Hafnar tvískinnungi í kvótamálum - frétt bls. 8 Alþjóðlegur barna- klámhringur upprættur - frétt bls. 12 Vændi bannað í skólastofunum Menntamálayfirvöld f Úkraínu hafa bannað að skólastofur í landinu verði notaðar sem vænd- ishús eða nektarbúllur. Það ku víst ekki vera óalgengt á þessum slóðum að yfirkennarar leigi út laust húsnæði til að afla skólunum sértekna. Embættismönnum í mennta- málaráðuneytinu var svo nóg boðið þegar upp komst að hóru- hús var starfrækt við leikvöll skólabarnanna og fyrirskipuðu rannsókn á málinu. Mannréttindasamtökin sem fyrst vöktu athygli á þessari óvenjulegu notkun skólahús- næðis segja að stærsta hóruhúsið hafi verið starfrækt í kjallara skóla númer fimm í Odessa. Þar er meðal annars gufúbað og bar sem selur áfengi. Katla skelfur enn Kærði nauðgun sem ekki átti sér stað MÝRDALSJÖKULL Nokkrir skjálftar hafa mælst í og við Kötlu í Mýrdalsjökli síðust daga og þeir stærstu upp undir 3 á Richterskvarða. Varð skjálfta áfram vart þar í gær og áttu flestir upptök sín í Goðaþungu að þar vestur af. Engin hrina skjálfta hefur þó komið í líkingu við þá sem varð um níuleytið á sunnu- dagskvöld í Kötluöskjunni sjálfri. Þótti sú hrina óvenju snörp og vakti staðsetning skjálftanna á tiltölulega litlu svæði í Kötluöskjunni sér- staka athygli.Vel erfylgst með öllum hreyfingum undir Mýrdalsjökli, enda Katla kom- in á tíma eins og jarðfræðing- ar orða það. ÁKÆRA: Tæplega þrítug kona í Reykjavík hefur verið ákærð fyrir að hafa sagt lög- reglu ranglega frá því að fjór- ir menn hefðu nauðgað henni rétt fyrir jólin árið 2002. Konan hefur viður- kennt að framburður hennar um tiltekna nauðgun, sem aldrei átti sér stað, væri rang- ur. Hann varð hins vegar til þess að einn maður, sem er af erlendum uppruna, var hand- tekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var síð- an látinn laus þegar málið fór að skýrast. Varð þá Ijóst að konan fór ekki með rétt mál. Lögreglan ákvað síðan að kæra konuna fyrir ranga upp- Ijóstrun. Málið fór til ríkissak- sóknara en nú liggurfýrir ákæra og málið er þegar farið í meðferð fyrir dómi. Samkvæmt upplýsingum DV er ekki deilt um háttsemi konunnar sem er ekki talin heil á geðsmunum. Ungur maður fluttur á sjúkrahús eftir átök fyrir utan skemmtistaðinn Broadway: Stunginn í fjór- gang á busaballi Nemendur Menntaskólans við Sund héldu sitt árlega busaball á skemmtistaðnum Broadway á fimmtudagskvöld. Gleðin breyttist þó fljótlega í martröð þegar til átaka kom á milli tveggja hópa sem enduðu með því að ungur maður var stung- inn fjórum sinnum í síðuna. Rannsókn lögreglu á málinu er þegar lokið og játning liggur fyrir. Fjöldi manns var samankominn á skemmtistaðnum Broadway við Ármúla á fimmtudagskvöldið, þar sem hið árlega busaball Mennta- skólans við Sund fór fram. Upp úr klukkan eitt barst lögreglu svo til- Slagsmálin enduðu með því að einn drengj- anna lagði til annars í fjórgang með hnífi. Rannsókn lögreglu á málinu er lokið og ligg- ur játning þess er framdi verknaðinn fyrir. kynning um að til ryskinga hefði komið á milli nokkurra pilta fyrir ut- an skemmtistaðinn sem hafði end- að með því að einn piltanna stakk annan í fjórgang með hníf í síðuna. Fórnarlambið var þegar flutt til að- hlynningar á sjúkrahús en pilturinn mun ekki hafa hlotið mikinn skaða af árásinni. Hann er nú á batavegi. Aðdragandi hnífstungunnar mun hafa verið með þeim hætti að til smávægilegra ryskinga kom á milli tveggja drengja, líkt og oft vill verða þar sem fjöldi fólks er samankom- inn og áfengi hefur verið haft um hönd. Eitt mun hins vegar hafa leitt af öðru í hita leiksins sem endaði með því að einn drengjanna stakk til annars í fjórgang með litlum hnff. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er rannsókn málsins þegar lokið og liggur játning þess sem framdi verknaðinn fyrir. Málið telst því upplýst. Þegar lögregla var innt eftir því hvort hugsanleg tengsl væru á milli atviksins á fimmtudagskvöldið og þess sem gerðist uppi í Breiðholti um síðustu helgi sagði lögregla málin alls óskyld. Atvikið í Ármúl- anum hefði ekki verið „gengjaslags- mál", líkt og þau sem mikið hefur verið rætt um síðustu daga, heldur leiðinlegar afleiðingar átaka sem að mestu má rekja til óhóflegrar áfeng- isneyslu. agust@dv.is VETTVANGUR GLÆPSINS: Ungur piltur var stunginn í fjórgang í síðuna eftir átök fyrir framan skemmtistaðinn Broadway í Ár- múla. Hann mun ekki hafa hlotið mikinn skaða af árásinni og er hann nú á batavegi. Játning þess er framdi glæpinn liggur fýrir og telst málið upplýst af hálfu lögreglu. DV-Mynd ÞÖK Krafist úrbóta Félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og ung- linga ætlar að hrinda af stað undirskriftasöfnun til að krefj- ast úrbóta í heilbrigðisþjónustu þeim til handa. Þann 10. október nk. er alþjóð- legi geðheilbrigðisdagurinn og í ár er hann tileinkaður börnum og unglingum með tilfinninga- og hegðunarraskanir, að því er segir í tilkynningu frá Geðhjálp. Enn fremur segir að samkvæmt skýrslu starfshóps um stefnumótun í mál- efnum geðsjúkra, sem afhent var heilbrigðisráðherra þann 10. októ- ber 1998, komi fram að 20% barna á íslandi eigi við geðheilsuvanda- mál að stríða og talið er að 7-10% barna í þeim hópi þurfi á geðrænni meðferð að halda. „í skýrslunni kemur fram að inn- an við 0,5% barna á íslandi með geðheilsuvandamál fái viðunandi þjónustu. Viðmiðun í Noregi er að veita 2% barna þessa þjónustu en til þess að ná þeim viðmiðum hér á landi þarf að þrefalda mannafla Bama- og unglingageðdeildar Landspítalans," segir í tilkynning- unni. Vísað er í skýrslu ofannefnds starfshóps þar sem segi: „Það er ekki nóg að finna þau börn sem eiga rétt á aðstoð samkvæmt lögum heldur þurfa líka að vera til staðar úrræði sem veita þeim aðstoð sam- kvæmt lögum." Undirskriftum verður safnað á netinu á slóðinni http://barna- ged.is og á undirskriftalistum um allan bæ. Ætlunin er að afhenda ríkisstjórn íslands undirskrifta- listana 10. október. jss@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.