Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Síða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Öm Valdimarsson AÐALRfTSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dvJs - Auglýsingan auglys- ingar@dvJs, - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Hóteistjóri segir fréttir um vændi ógnvænlegar - frétt bls.4 4 VM í JS y Varnarliðsmaðurinn dæmdur í fangelsi - frétt bls. 6 Frábær árangur íslenskra kylfinga - frétt bls. 6 Hafnar tvískinnungi í kvótamálum - frétt bls. 8 Alþjóðlegur barna- klámhringur upprættur - frétt bls. 12 Vændi bannað í skólastofunum Menntamálayfirvöld f Úkraínu hafa bannað að skólastofur í landinu verði notaðar sem vænd- ishús eða nektarbúllur. Það ku víst ekki vera óalgengt á þessum slóðum að yfirkennarar leigi út laust húsnæði til að afla skólunum sértekna. Embættismönnum í mennta- málaráðuneytinu var svo nóg boðið þegar upp komst að hóru- hús var starfrækt við leikvöll skólabarnanna og fyrirskipuðu rannsókn á málinu. Mannréttindasamtökin sem fyrst vöktu athygli á þessari óvenjulegu notkun skólahús- næðis segja að stærsta hóruhúsið hafi verið starfrækt í kjallara skóla númer fimm í Odessa. Þar er meðal annars gufúbað og bar sem selur áfengi. Katla skelfur enn Kærði nauðgun sem ekki átti sér stað MÝRDALSJÖKULL Nokkrir skjálftar hafa mælst í og við Kötlu í Mýrdalsjökli síðust daga og þeir stærstu upp undir 3 á Richterskvarða. Varð skjálfta áfram vart þar í gær og áttu flestir upptök sín í Goðaþungu að þar vestur af. Engin hrina skjálfta hefur þó komið í líkingu við þá sem varð um níuleytið á sunnu- dagskvöld í Kötluöskjunni sjálfri. Þótti sú hrina óvenju snörp og vakti staðsetning skjálftanna á tiltölulega litlu svæði í Kötluöskjunni sér- staka athygli.Vel erfylgst með öllum hreyfingum undir Mýrdalsjökli, enda Katla kom- in á tíma eins og jarðfræðing- ar orða það. ÁKÆRA: Tæplega þrítug kona í Reykjavík hefur verið ákærð fyrir að hafa sagt lög- reglu ranglega frá því að fjór- ir menn hefðu nauðgað henni rétt fyrir jólin árið 2002. Konan hefur viður- kennt að framburður hennar um tiltekna nauðgun, sem aldrei átti sér stað, væri rang- ur. Hann varð hins vegar til þess að einn maður, sem er af erlendum uppruna, var hand- tekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var síð- an látinn laus þegar málið fór að skýrast. Varð þá Ijóst að konan fór ekki með rétt mál. Lögreglan ákvað síðan að kæra konuna fyrir ranga upp- Ijóstrun. Málið fór til ríkissak- sóknara en nú liggurfýrir ákæra og málið er þegar farið í meðferð fyrir dómi. Samkvæmt upplýsingum DV er ekki deilt um háttsemi konunnar sem er ekki talin heil á geðsmunum. Ungur maður fluttur á sjúkrahús eftir átök fyrir utan skemmtistaðinn Broadway: Stunginn í fjór- gang á busaballi Nemendur Menntaskólans við Sund héldu sitt árlega busaball á skemmtistaðnum Broadway á fimmtudagskvöld. Gleðin breyttist þó fljótlega í martröð þegar til átaka kom á milli tveggja hópa sem enduðu með því að ungur maður var stung- inn fjórum sinnum í síðuna. Rannsókn lögreglu á málinu er þegar lokið og játning liggur fyrir. Fjöldi manns var samankominn á skemmtistaðnum Broadway við Ármúla á fimmtudagskvöldið, þar sem hið árlega busaball Mennta- skólans við Sund fór fram. Upp úr klukkan eitt barst lögreglu svo til- Slagsmálin enduðu með því að einn drengj- anna lagði til annars í fjórgang með hnífi. Rannsókn lögreglu á málinu er lokið og ligg- ur játning þess er framdi verknaðinn fyrir. kynning um að til ryskinga hefði komið á milli nokkurra pilta fyrir ut- an skemmtistaðinn sem hafði end- að með því að einn piltanna stakk annan í fjórgang með hníf í síðuna. Fórnarlambið var þegar flutt til að- hlynningar á sjúkrahús en pilturinn mun ekki hafa hlotið mikinn skaða af árásinni. Hann er nú á batavegi. Aðdragandi hnífstungunnar mun hafa verið með þeim hætti að til smávægilegra ryskinga kom á milli tveggja drengja, líkt og oft vill verða þar sem fjöldi fólks er samankom- inn og áfengi hefur verið haft um hönd. Eitt mun hins vegar hafa leitt af öðru í hita leiksins sem endaði með því að einn drengjanna stakk til annars í fjórgang með litlum hnff. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er rannsókn málsins þegar lokið og liggur játning þess sem framdi verknaðinn fyrir. Málið telst því upplýst. Þegar lögregla var innt eftir því hvort hugsanleg tengsl væru á milli atviksins á fimmtudagskvöldið og þess sem gerðist uppi í Breiðholti um síðustu helgi sagði lögregla málin alls óskyld. Atvikið í Ármúl- anum hefði ekki verið „gengjaslags- mál", líkt og þau sem mikið hefur verið rætt um síðustu daga, heldur leiðinlegar afleiðingar átaka sem að mestu má rekja til óhóflegrar áfeng- isneyslu. agust@dv.is VETTVANGUR GLÆPSINS: Ungur piltur var stunginn í fjórgang í síðuna eftir átök fyrir framan skemmtistaðinn Broadway í Ár- múla. Hann mun ekki hafa hlotið mikinn skaða af árásinni og er hann nú á batavegi. Játning þess er framdi glæpinn liggur fýrir og telst málið upplýst af hálfu lögreglu. DV-Mynd ÞÖK Krafist úrbóta Félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og ung- linga ætlar að hrinda af stað undirskriftasöfnun til að krefj- ast úrbóta í heilbrigðisþjónustu þeim til handa. Þann 10. október nk. er alþjóð- legi geðheilbrigðisdagurinn og í ár er hann tileinkaður börnum og unglingum með tilfinninga- og hegðunarraskanir, að því er segir í tilkynningu frá Geðhjálp. Enn fremur segir að samkvæmt skýrslu starfshóps um stefnumótun í mál- efnum geðsjúkra, sem afhent var heilbrigðisráðherra þann 10. októ- ber 1998, komi fram að 20% barna á íslandi eigi við geðheilsuvanda- mál að stríða og talið er að 7-10% barna í þeim hópi þurfi á geðrænni meðferð að halda. „í skýrslunni kemur fram að inn- an við 0,5% barna á íslandi með geðheilsuvandamál fái viðunandi þjónustu. Viðmiðun í Noregi er að veita 2% barna þessa þjónustu en til þess að ná þeim viðmiðum hér á landi þarf að þrefalda mannafla Bama- og unglingageðdeildar Landspítalans," segir í tilkynning- unni. Vísað er í skýrslu ofannefnds starfshóps þar sem segi: „Það er ekki nóg að finna þau börn sem eiga rétt á aðstoð samkvæmt lögum heldur þurfa líka að vera til staðar úrræði sem veita þeim aðstoð sam- kvæmt lögum." Undirskriftum verður safnað á netinu á slóðinni http://barna- ged.is og á undirskriftalistum um allan bæ. Ætlunin er að afhenda ríkisstjórn íslands undirskrifta- listana 10. október. jss@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.