Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 18
18 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003
Mennimir hennarVölu
Valgerður Matthíasdóttir er drottning sjón-
varpsþátta á íslandi. Hún hefur sjaldan staðið
ein á skjánum heldur haft sér til fulltingis ýmsa
meðreiðarsveina sem fáir hafa enst lengi.
Valgerður Matthíasdóttir er án efa einhver
vinsælasta sjónvarpskona á íslandi og hefur í
áranna rás stýrt mörgum afar vinsælum þátt-
um og verið óhrædd við að fitja upp á því
sem hafa talist nýjungar á íslenskum sjón-
varpsmarkaði.
Það má rekja feril Valgerðar, eða Völu Matt
eins og hún er jafnan kölluð í munni alþýðu
þessa lands, allar götur aftur til upphafs hins
frjálsa sjónvarps á Islandi en Vala var í byrj-
unarliði Stöðvar 2 þegar það umdeilda fjöl-
miðlaveldi reis upp á afturlappirnar fýrir
rúmum 17 árum. Þar hannaði Vala sviðs-
myndir, ráðlagði um búninga, stýrði
magasínþáttum og átti í rómuðu ástarsam-
bandi við frumkvöðulinn sjálfan, Jón Óttar
Ragnarsson.
Opinskár frumkvöðull
Á þessum árum voru nokkur tímarit á fs-
landi að koma undir sig fótunum og það var
að verða til það sem sfðan hefur stundum
verið kallað einu nafni „glanstímaritin". Eitt
af því sem þessi tímarit reiddu sig á meðan
þessi mótunartími gekk yfir voru ítarleg við-
töl við mismunandi frægt fólk þar sem fólk
tjáði sig um einkalíf sitt á opinskárri hátt en
áður hafði tíðkast á Islandi þótt slfkt væri
orðin þrautreynd blanda í útlöndum. Vala
Matt átti sinn þátt í þessari bylgju opinskárra
viðtala og sumir hafa jafnvel gengið svo langt
að kalla hana frumkvöðul í þessum efnum og
hún mun reyndar hafa tekið undir þá sögu-
skoðun í persónulegu viðtali í vinsælum
spjallþætti Gísla Marteins fyrr á þessu ári.
Eftir að glæstum ferli Völu á Stöð 2 lauk tók
hún meðal annars við gríðarlega vinsælum
þætti í Ríkissjónvarpinu sem hét Ingó og Vala
og var kenndur við umsjónarmennina Ingólf
Margeirsson og Völu sem tóku þar á móti
fólki og spjölluðu við það á þann þægilega en
persónulega hátt sem nú er nánast orðin við-
tekin venja í slíkum þáttum.
Endurnýjun lífdaga
Vala hvarf af sjónarsviðinu, eða sjónvarps-
sviðinu um tíma en þegar Skjár einn tók til
starfa fyrir fjórum árum má segja að hún hafi
gengið í endurnýjun lífdaganna sem sjón-
varpsstjarna þegar hún hóf að sjá um þáttinn
Innlit/útlit sem hefur um þriggja ára skeið
verið eitt vinsælasta sjónvarpsefni landsins.
Vala Matt blandar þar saman óumdeilanleg-
um sjónvarpstöfrum sínum og fagmennsku á
því sviði við þekkingu sína á sviði innanhúss-
arkitektúrs og hönnunar en upphaflega
Drottningln: Vala Matt hefur stýrt Innlit/útlit í þrjú ár og á þeim tíma hafa aðstoðarmenn hennar verið sex talsins.
menntaði Valgerður sig einmitt á því sviði og
það kemur því enginn að tómum kofunum
hjá Valgerði þegar hönnun er annars vegar.
Nú á þessu hausti er þátturinn enn kominn
af stað og enn virðist enginn hörgull á lands-
mönnum sem vilja opna heimili sín fyrir Val-
gerði og aðstoðarmönnum hennar og leyfa
okkur hinum að fylgjast með breytingum og
endurbótum eða einfaldlega hleypa okkur al-
múganum inn í glæsihýsi sem væru okkur
annars lokuð.
Hver er með þér?
En það eru einmitt aðstoðarmenn Valgerð-
ar sem eru tilefni þessa greinarstúfs. Nú ber-
ast þau tíðindi úr sjónvarpsheimum að henni
hafi bæst nýr skjaldsveinn í raðir þeirra sem
fyrir voru og er þar á ferð Helgi Pétursson,
einn af forsprökkum Ríó tríósins, stjórnmála-
maður og fyrrum fjölmiðlamaður. Með þessu
má segja að Helgi, sem hefur víða komið við í
fjölmiðlum á ferli sínum, sé að loka ákveðn-
um hring því á árdögum Stöðvar 2 sátu hann
og Vala einmitt hlið við hlið á skjánum og
stýrðu nokkurs konar magasínþætti, ekki
ólíkum því íslandi í dag sem enn er á skján-
um á Stöð 2.
Áður hefur verið nefndur til sögu meðreið-
arsveinn Völu, Ingólfur Margeirsson sem
stýrði með henni vinsælum sjónvarpsþætti á
RÚV.
Fyrsti aðstoðarmaður Völu í Innlit/útlit var
enginn annar en Þórhallur Gunnarsson sem
áður hafði reynt fyrir sér á sjónvarpsskjánum
við hlið Súsönnu Svavarsdóttur í þætti sem hét
Titringur og var á RÚV og olli reyndar nokkrum
titringi þótt sú saga verði ekki rakin hér.
Á hæla Þórhalli kom svo Fjalar Sigurðsson
sem hafði mest starfað í útvarpinu á undan
því og má segja að hafi átt frumraun sína á
skjánum við hlið Völu. Hvorugur þeirra Þór-
halls né Fjalars náði virkilegu flugi við hlið
drottningarinnar en það er skemmtileg til-
viljun að þeir náðu báðir að nýta starfið sem
stökkpall til frekari afreka á skjánum. í dag er
Þórhallur annar umsjónarmanna Islands í
dag og var hækkaður í tign úr Morgunsjón-
varpinu en Fjalar tók sæti hans þar.
Með þrjá til reiðar
Næstur í röð aðstoðarmanna Valgerðar í
þættinum var svo hinn orðhagi og málglaði
Arthúr Björgvin Bollason sem kom í ljós að
hafði einlægan áhuga á húsbúnaði og inn-
réttingum. Hann varð þó ekki langlífur í starfi
og varð að víkja fyrir konungi aðstoðarmann-
anna, Friðriki Weisshappel. Friðrik hefur, öf-
ugt við fyrirennara sína, orðið þaulsætinn í
starfi enda hefur hann faglegan grunn að
byggja á líkt og Vala. Friðrik virðist því vera
kominn til þess að vera.
Síðastliðinn vetur bættist síðan Völu enn