Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 30
30 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 Miðillinn á skjánum Þórhallur Guðmundsson er þekktasti mlðlll á íslandl og hefur fengist við miðilsstörfí rúmlega 20 ár. Hann hef- ur verið með vikulegan útvarpsþátt í 13 áren færirnú út kvíarnar með sjón- varpsþætti og bók. Þórhallur ræddi við Helgarblað DV um miðilsgáfuna, ein- veruna og einkalífið. Þórhallur Guðmundsson er ekki eins og fólk er flest. Hann er einn þekktasti miðill núlifandi á íslandi og hefur starfað sem slíkur í rúmlega 20 ár. Þórhallur hefur verið með vin- sælan útvarpsþátt á Bylgjunni um þessi efni í 13 ár og um mánaðamót- in hefúr göngu sína á Stöð 2 sjón- varpsþáttur þar sem Þórhallur setur sig í samband við handanheima og færir áhorfendum í stúdfói boð frá framliðnum. Þetta er í fyrsta skipti á Islandi sem þetta er gert en slíkir þættir njóta talsverðra vinsælda í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þórhallur er innfæddur Reykvík- ingur, fæddur 1961 og alinn upp í Laugarneshverfmu. Hann var erfitt barn, „slæmur í byljunum" eins og hann orðar það sjálfur, en róaðist. Þessi gróni Reykvíkingur tók sig upp fyrir sex árum og flutti norður í land, fyrst til Svalbarðseyrar en síðan inn á Akureyri þar sem hann býr nú við Þórunnarstræti og segist hvergi vilja annars staðar vera. Þórhallur settist niður með Helg- arblaði DV og fyrst varð fyrir að spyrja hvort það hefði ekki verið erfitt að yfirgefa Reykjavík? „Nei,“ segir Þórhallur ákveðinn. „Ég þurfti á breytingum að halda og þá verður að láta hlutina gerast. Ég var staddur á Kanaríeyjum vetur- inn 1997 og það var ýmislegt sem gekk ekki vel í atvinnulegu tilliti. Mér fannst ég vera á einhverjum krossgötum. Ég fann að það var þarna ný leið en ég þurfti að fmna hana sjálfur. Ég gekk niður á strönd einn um kvöld, leit upp til himins og sagði: Gefið mér nú eitthvert svar; hvert á ég að fara og hvað á ég að gera? Það eina sem ég heyrði var: Þú hefur fús- an og frjálsan vilja. Það var eins og tonn væri tekið af mér og ég segi við sjálfan mig: Mikið væri gaman að vera fararstjóri hérna á Kanaríeyjum. Þetta var í febrúar. í maí var ég búinn að fá íbúð á Svalbarðseyri og í júní var mér boðið starf sem farar- stjóri á Kanaríeyjum veturinn eftir.“ Þurfti að æpa á þögnina - Þórhallur segist hafa verið við fararstjórn einn vetur og líkað prýði- lega en hefur ekki átt við það síðan. Hann hefur starfa af miðilsstörfum og heldur fundi um allt land, hefur farið til flestra landa þar sem fslend- ingar búa og haldið skyggnilýsinga- fundi eða einkafundi. „Mér leið vel á Svalbarðseyri en breytingin var svo mikii og þögnin svo sterk að stundum reis ég æpandi upp úr rúminu um miðjar nætur. Ég vandist þessu þó fljótt og svo keypti ég fbúð á Akureyri sem var sú fyrsta sem ég eignaðist. Þar er gott að búa." - Eftir 13 ára feril í útvarpi ætlar þú að stfga skrefið yfir í sjónvarp, sem er í fyrsta sinn sem slíkt efni er sýnt í íslensku sjónvarpi ef frá er tal- inn einn skyggnilýsingafundur sem Hafsteinn miðill hélt f sjónvarpi 1972. Hvernig verða þessir þættir? „Þetta er sniðið að erlendri fýrir- mynd. Þetta er ekki bein útsending heldur erum við að ljúka við tíunda „Fólk virðist hafa áhuga á þessu og á sumum heimilum er ekki tekið á móti gestum á þriðju- dögum. Ég held ég eigi íslandsmetið í því hve margir fara í rúmið með mér." þáttinn. Þetta eru að hluta til skyggnilýsingar í sjónvarpssal. Það voru 730 manns sem skráðu sig á Netinu og vildu koma í sal og við getum tekið 70-80 manns í einu. Síðan, þegar fólk fær eitthvert sam- band eða lýsingu, þá er það tekið í viðtal daginn eftir og látið segja frá reynslu sinni og upplifun af þvf sem það sá og heyrði. Þar gefst fólki kost- ur á að koma með mynd eða eitt- hvað og útskýra fyrir áhorfendum hvað fólst í reynslu þess." Sjónvarp og bók Þórhalli til fulltingis verður Guð- rún Möller, sem annast viðtölin. í þáttunum verður einnig fjallað um sorg, sorgarviðbrögð og rætt við að- standendur látinna. Það verður fjall- að um heilun og tarotspil, rætt við prest og sagðar sögur af Indriða miðli sem starfaði á íslandi á fyrstu áratugum síðustu aldar og þótti hafa ótrúlega miðilshæfileika. „Það hefur verið gaman að vinna þetta með Önnu Katrínu pródúsent, Önnu skriftu og öllu tökuliðinu. Það hafa allir verið svo opnir og tilbúnir að láta þetta ganga upp." Eins og þetta nýmæli sé ekki nóg þá kemur fyrsta bókin eftir Þórhall út hjá Hólum fyrir jólin. Þetta er bók sem heitir Hvað segir þitt hjarta? „Þetta er svona náttborðsbók, hugleiðingar um lífið og tilveruna, dauðann, sorgina og gleðina." - Eftir 13 ár í útvarpi hlýtur þú að vera búinn að tala við hálfa þjóðina. „Það hringdi í mig kona um dag- inn sem sagðist hafa beðið eftir samtali við mig í átta ár. Ég lýsti mörgu fyrir henni sem hún kannað- ist við en þegar ég spurði hvort hún væri sátt, þá sagði hún: Nei, ég er búin að bíða í átta ár og ég vil fá meira. Fólk virðist hafa áhuga á þessu og á sumum heimilum er ekki tekið á móti gestum á þriðjudögum. Ég held ég eigi fslandsmetið í því hve margir fara í rúmið með mér," segir Þórhallur og hlær. Undir handleiðslu ömmu - Þórhallur ólst upp með fólki sem skildi hans sérstöku hæfileika og hann var 18 ára kominn í bænahring hjá Sálarrannsóknarfélaginu með það fyrir augum að beisla þessa orku og koma henni í jafnvægi. „Móðuramma mín, Snjólaug Jó- hannesdóttir, sem bjó heima hjá okkur, þekkti kauða og vissi hvað var að honum. Fyrir henni var líf fyr- ir handan jafn sjálfsagt og að draga andann. Hún var óskaplega næm og við vorum hænd hvort að öðru. Amma Jónína, í föðurætt, var mikið fyrir fýrirbænir og á sunnudögum hittist föðurfólkið mitt hjá henni á Hringbrautinni og það voru pönnu- kökur." Þeir hæfileikar sem Þórhallur hef- ur birtast fyrst og fremst í sterkri dulheyrn og hann skynjar hluti fremur en að hann sjái. Hann segir að mikilvægt sé að bæla þessa orku ekki niður heldur flnna henni far- veg. „Þetta er orka sem þarf brautar- gengi og það þarf að stilla hana og fínpússa rétt eins og aðra hæfíleika, t.d. söngrödd eða leikhæfileika. Ég þekki dæmi þess að fólk hefur farið með börn sem hafa slíka hæfíleika til sérfræðinga og látið þau á lyf sem bæla þessa skynjun niður. Það er ekki rétt. Þetta eru hæfileikar sem verða ekki teknir frá fólki og það er ekki alltaf rétt að fara til læknis. Maður getur lokað íyrir næmi á þessu sviði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hefði Mozart ekki ver- ið settur á rítalín á okkar dögum? Hann hefði þá kannski ekki ratað rétta leið. Fólk sem hefur hæfileika en veit ekki hvað á að gera við þá á númer eitt að biðja um hjálp, leiðbeiningu og skjól. Kennarinn birtist þegar nemandinn er tilbúinn. Það er ekki víst að fólk sem hefur svona hæfi- leika eigi að hlaupa beint í smáaug- lýsingar og segja: Strekki dúka, spái í bolla. Kannski er betra að snúa orkunni inn á við og byggja sig upp andlega með hjálp hennar." Engin forskrift til - Kemur til þín fólk sem er með dulræna hæfileika og vill fá leið- sögn? „Já, það hefur gerst. En það er ekki hægt að rétta fólki stundaskrá og segja því hvað það á að gera. Það eru engir tveir eins. Það getur enginn ráðið þér heilt nema þú sjálfur. Ef hjarta þitt vill fara til hægri þá geta engin ráð frá 100 miðlum, páfanum eða Davíð Oddssyni breytt því." - Er samkeppni milli miðla? „Við þekkjumst og við tölumst við en ég myndi ekki segja að það væri nein samkeppni." - Hefur þú ekki dálítið öflugt for- skot á aðra á þessum markaði með Er bara Þórhallur: Þórhallur flutti frá Reykjavík til Svalbarðseyrar fyrir fáum árum en býr nú á Akureyri og hefur keypt þar sína fyrstu íbúð. Hann segist frá frið á Akur- eyri, enda sé hann einfari og þurfi að vera einn með sjálfum sér. DV-mynd ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.