Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Síða 8
8 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003
OR styrkir jafnara námsval
Fimm konur tóku í gær við náms-
styrkjum frá Orkuveitu Reykjavík-
ur. Þær eiga allar sameiginlegt að
stunda nám í greinum sem hing-
að til hefur verið litið á sem karla-
greinar. Með veitingu þessara
námsstyrkja vill OR stuðla að
jafnara námsvali kynjanna en
þeir eru einnig liður í jafnréttisá-
ætlun fyrirtækisins. Þær sem
hlutu styrki nú eru í verkfræði-,
tæknifræði- og iðnnámi. Myndin
var tekin við afhendinguna. F.v.
Guðmundur Þóroddsson, for-
stjóri OR, Steinunn Valdís Óskars-
dóttir, varaformaður stjórnar OR,
Þórunn Ágústa Þórsdóttir, Sonja
Schaffelhoferová, Guðrún Hulda
Jónsdóttir, Dóra Elísabet Sigur-
jónsdóttir, Ólöf Maggý Örnólfs-
dóttir og Alfreð Þorsteinsson
stjórnarformaður OR.
Alrangt að ég vilji línu-
ívilnun fyrir sjálfan mig
segir formaður Eldingar sem sakaður er um tvískinnung í kvótamálum
Guðmundur Halldórsson.
Hart er nú deilt á Guðmund
Halldórsson, formann smábáta-
félagsins Eldingar á Vestfjörð-
um, fyrir meintan tvískinnung
varðandi kvótakerfið. Hann
hafi tvívegis selt sig út úr kvóta-
kerfinu með gróða og vilji nú
línuívilnun til að vinna sér inn
veiðirétt á nýjan leik.
Útgerðarmaður í Vestmannaeyj-
um og togaraskipstjóri í Hnífsdal
hafa m.a. gagnrýnt Guðmund harð-
lega á þessum forsendum, en Guð-
mundur er einmitt helsti talsmaður
þeirra sem óskað hafa eftir að sjávar-
útvegsráðherra veiti ívilnun í formi
aukinna veiðiheimilda til þeirra dag-
róðrabáta sem stunda veiðar með
línu.
Til skammar
„Það er þeim til skammar sem nú
reyna að gera mig tortryggilegan.
Það er ómerkilegt að draga mína
persónu inn í þetta með þessum
hætti og þeim mest til skammar sem
svoleiðis vinna,“ sagði Guðmundur
Halldórsson í samtali við DV.
Sigurjón Óskarsson útgerðar-
maður sagði f samtali við Fréttir í
Vestmannaeyjum að sá sem hvað
harðast hefði gengið fram í andstöð-
unni við kvótakerfíð væri Guð-
mundur Halldórsson. „Þetta er
maður sem tvívegis hefur selt sig út
úr kerfínu og labbað út með milljón-
ir í gróða. í annað skiptið seldi hann
meira að segja kvótann sinn hingað
til Eyja, þegar Gulli á Gandí keypti af
honum.
Það er alrangt og
ósanngjarnt að halda
því fram að ég sé að
fara fram á þessa línu-
ívilnun nú fyrir sjálfan
mig.
Sá kvóti tilheyrir núna Vinnslu-
stöðinni. Nú á að koma inn með
línuívilnun og skerða þar með hlut
allra annarra en þeirra sem stunda
lfnuveiðar."
Páll Halldórsson, skipstjóri á ís-
fisktogaranum Páli Páissyni ÍS, þar
sem Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. í
Hnífsdal tók í sama streng í samtali
við BB 18. september.
„Það er alveg rétt að ég seldi frá
mér kvóta fyrir 12 árum til Vest-
mannaeyja íyrir 5,5 milljónir króna.
Þetta var 27 tonna viðmiðun sem ég
aflaði með eigin höndum," segir
Guðmundur. Þetta hafi hann gert
eftir að hafa lent í verulegu fjár-
hagstjóni.
Seldi vegna aldurs
„Tveim árum seinna keypti ég mér
pínulítinn þriggja tonna bát sem var
sfðan mitt lifibrauð. Ég aflaði mér
veiðireynslu á hann og keypti til mín
kvóta. Þennan bát seldi með afla-
heimildum til Súgandafjarðar vegna
aldurs, enda kominn yfir sjötugt. Þá
var ég búinn að vera yfir hálfa öld til
sjós.“ - Guðmundur segist síðan hafa
keypt seinni bátinn aftur og þá
kvótalausan. Bátinn hafi hann ein-
ungis keypt sér til skemmtunar.
Hann hafi aldrei haft í hyggju að fara
aftur í útgerð, enda kominn á aldur.
„Því er það þeim til skammar sem
reyna nú að gera mig tortryggilegan
vegna þessa. Það er alrangt og
ósanngjamt að halda því fram að ég
sé að fara fram á þessa línuívilnun nú
fyrir sjálfan mig. Ég minni á að línu-
ívilnunin er yfirlýst stefna Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks sem
kjósendur þeirra hafa stutt.
Ég vil líka minna á að það eru 4 ár
síðan LÍÚ hélt því fram að 80% af
kvótanum hefði gengið kaupum og
sölum. í dag eru það líklega vel yfir
90% svo það er varla til sú útgerð á ís-
landi sem ekki hefur verið að versla
með kvóta," segir Guðmundur Hall-
dórsson. hkr@dv.is
Skíðaferðir!
Vetrar-Ólympíuleiksvæðið Garmish-Partenkirchen er ein vinsælasta
skíðaparadís í Evrópu staðsett í ölpunum í S-Þýskalandi. Einungis
er um 3 tíma akstur til Garmisch frá Frankfurt og mjög þægilegt
að komast þangað með
bílaleigubíl eða lest. Terra
Nova-Sól býður upp á úrval
gististaða á svæðinu. Erum
einnig með hagstæð verð á
bílaleigubílum.
Verðdi
:nrd
ftmi - 7
8. feh
TERRA vyiv
NOVA JSOL
- 25 ÁRA OC TRAUSTSINS VBRO
Stangarhyl 3-110 Reykjavik
S: 591 9000 • terranova.is ■ info@terranova.is
Afrakstur af markaðsstarfi lcelandair og K.K.
Viking í Japan að skila sér:
Beint flug frá
Japan hófst í nótt
BEINT FLUG: Á þriðja hundrað japanskir ferðamenn komu til landsins í morgun.
Fyrsta beina farþegaflugið milli
ísland og Japans var í nótt en
Boeing 767-vél Loftleiða, dótt-
urfélags Flugleiða, lenti á Kefla-
víkurflugvelli um fimmleytið í
morgun.
Þetta er fyrsta flugið af þremur
sem skipulögð hafa verið á þessu ári.
Farið er frá Haneda flugvelli í Tokyo,
dagana 27. september, 4. október og
11. október og komið til Islands að
morgni sama dags, kl. 05:00, eftir um
11 klukkustunda flug. Farið verður til
baka frá Islandi 2. október, 9. október
og 16. október. Dvelur því hver hóp-
ur hér á landi í 5 daga.
Alls eru 247 farþegar í hverri ferð,
þar af 24 á viðskiptafarrými.
Ferðirnar em afrakstur af mark-
aðsstarfi Icelandair í 'Japan. í mars
2001 stofnuðu Icelandair og Eyþór
Eyjólfsson fyrirtæki í Japan sem ber
heitið K.K. Viking. Markmiðið var að
auka ferðamannastraum Japana til
Islands. í lok maí hófu japanskir
ferðaheildsalar umtalsverða kynn-
ingu á íslandi og ferðum hingað og
um miðjan júní var haldinn blaða-
mannafundur í sendiráði fslands í
Japan, þar sem þessi flug vom kynnt.
Vöktu þau vemlega fjölmiðlaathygli.
Seldust ferðirnar upp á nokkmm vik-
um.
Þrjú slagorð eru fyrir þessar ferðir:
Norðurljósin, Heit böð og Ljúffengt
sjávarfang. Farþegamir era flestir í
eldri kantinum, yfir 65% em 55 ára
eða eldri. hlh@dv.is