Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Side 24
24 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÚBER 2003 Matur og vín Umsjónarmenn: Gunnþóra Gunnarsdóttir, gun@dv.is Haukur Lárus Hauksson, hlh@dv.is alP^ Bleikja Bleikja er belnflskur aflaxaætt sem lifir víða í Norður-Evrópu, allt norður að Svalbarða. Blelkja og urrlði eru einu nafni kölluð silungur, enda er margt líkt með þeim, svo sem lífs- hættir og bragð. Bleikjan skiptist í sjóbleikju, sem lifir í sjó en gengur í ár til hrygningar, og vatnableikju sem elur allan sinn aldur í ósöltu vatni. Einnig skiptist hún ínokkur afbrigði þar fyrir utan, misjöfn að stærð og gæðum. Bleikjan næristeinkum á vatnakröbbum og mýlirf- um en á seinni árum er hún víða alin í kerum og þá á aðkeyptu, sérútbúnu fóðri. Bleikjan er eftirsóttur matfiskur og leggja veiðimenn á sig ferðir, fé og tíma til að fanga hana á stöng. Eldisbleikja fæst orðið í verslunum allt árið hér á landi og er hún yfirleitt feitari en sú villta. Bieikja er Ijúffengur fiskur sem gott er að sjóða, steikja, grilla, baka, grafa og reykja. Bleikja í góðum félagsskap segir Einar Geirsson, matreiðslumaður ársins „Bleikja er einfaldlega frábær matur og gaman að elda úr henni," sagði Einar Geirs- son, yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Tveim fiskum og handhafi nafnbótarinnar matreiðslumaður ársins, við DV þegar hann gerði klárt fyrir eldamennskuna sem lýst er hér í opnunni. Einar mun leika á als oddi frá og með deg- inum í dag og alla næstu viku, en þá verða Al- sace-dagar á Tveim fiskum. Alsace er eitt helsta vín- hérað heims og þaðan koma hin rómuðu AI- sace-hvítvín. Mun hann setja santan sérstak- an matseðil í takt við Alsace-vín. Fulltrúar frá vínframleiðandanum Dopf & Irion, sem val- inn var hvítvínsframleiðandi Frakklands árið 2002, mun heimsækja veitingastaðinn þessa daga og sjá um smökkun á sérstöku nám- skeiði á þriðjudag, þar sem Einar mun galdra fram sérstakan fiskrétt. En snúum okkur að bleikjunni. Einar segir eldamennskuna tes. „ vera heimilislega en uppskriftin miðast við tjóra. Það sem þarf er: 600 g væn bleikja 1 msk. svartur pipar smávegis salt 3 hvítlauksgeirar - smátt saxaðir 1/2 búnt steinselja - fínt söxuð Kryddinu er blandað saman og bleikjunni velt upp úr blöndunni. Bleikjan brúnuð á snarpheitri pönnu og síðan haldið heitri. Með bleikjunni er höfð risahörpuskel, um 2 bitar á mann. Hún er afar mjúk og þarf litla eldun. Það sem þarf er: risahörpuskel - 2 bitar á mann salt og pipar hvftlaukur - smátt saxaður Hörpuskelin er krydduð og snöggsteikt á pönnu. Með bleikjunni eru einnig bitar af andalif- ur en hana má m.a. nálgast hjá GV-heild- verslun í Garðabæ. Þarf einn bita á mann, eðau.þ.b. 15 g. Lifrin er snöggsteikt á pönnu eins og hörpuskelin. Með þessu er haft gúrku- og mangósalsa sem gott er að gera aðeins áður. í því er: 1 /2 gúrka 1 þroskaður mangóávöxtur 1/2 rauðlaukur 2 vorlaukar 1 chiiipipar 1 rauð paprika safi úr einni límónu 2-3 msk. sítrónuolía Ávöxturinn og grænmetið er skorið í litla teninga og blandað saman með safanum og olíunni. Loks er það sósan, köld „heimilisvæn" dressing. í henni er: 1 dós sýrður rjómi (18%) 50 g fersk piparrót - rifín 1 msk. saxað kapers safí úr 1 /2 iímónu smávegis salt og pipar 1 tsk. flórsykur Punkturinn yfir i-ið eru skalottlaukar (1-2 á mann) sem eru afhýddir, steiktir á pönnu og síðan soðnir f blöndu af balsamediki (1/2 bolli), púrtvíni (1/2 bolli), og hunangi (1/2 bolli). Soðið er í um 20 mínútur, eða þar til laukamir em meyrir. Með þessu öllu er borið fram mccolasalat.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.