Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Coca-Cola lestin Jólalest Coca-Cola fer sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í dag. Hefst ferðin við höfuðstöðv- arVífifells klukkan 16 og verður ekið sem leið liggur um Grafarvog, niður Lauga- veg, út á Seitjarnames og þaðan í Garðabæ og til Hafnarfjarðar. Ferðinni lýkur svo við Smáralind klukkan 18 þar sem sleg- ið verður upp jólaballi. Tvöfaldur Hannes Hannes Hólmsteinn Gissurarson er maður hinnar frjálsu sam- keppni. Á morgun verð- ur sýndur umdeildur sjónvarpsþáttur hans um Halldór Laxness í Ríkissjónvarpinu. Þátt- urinn verður í sýningu milli klukkan átta og níu. En Hannes hefur nú fengið sam- keppni. Á sama sýningartíma verður þáttur- inn Sjálfstætt fólk á Stöð 2.1 þetta sinn verður gestur Jóns Ár- sæls Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hlíðarfjall opnað Akureyringar og gestir þeirra geta nú litið björt- um augum fram á veg. Skíðasvæðið íHlíðar- fjalli verður opnað um helgina enda hefur snjó- að umtalsvert á Norður- landi sfðustu daga. Opið verður í Hlíðarfjalli klukkan 11-16 í dag og á morgun með tilheyrandi ijöri. Átta milljónir Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar til hjálpar munaðarlausum börn- um í Úganda hefúr farið ágætlega af stað og hafa þegar safnast 8.4 millj- ónir króna. Aðstandend- m vonast til að ná 20 milljónum en söfhun- inni lýkur í jánúarlok. Desember er einnig annasamur mánuður fyrir innanlandsdeild Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og nú þeg- ar hefur fjöldi fólks leitað á þeirra náðir. «o «o 'O t/i o oi c n. «o E 03 co «o <V „Gamanmár Davíðs egar Davíð Oddsson gekk í ræðustól á Alþingi í gær er umræður hófust um frumvarp um lífeyri og launakjör þing- manna og æðstu embættismanna, þá gat enginn aimennilega vitað á hverju var von. Síðast þegar Davíð tók til máls í samfélaginu um launahækkanir, þá vitnaði hann í Pass- íusálmana. Þá hafði hann megnustu skömm á þeim kaupauka sem forkólfar Kaupþings Búnaðarbanka höfðu tryggt sér; hann talaði um græðgi, siðleysi og heimtaði iðrun. Mundi Davíð höggva í sama knérunn í þetta sinn? í örstuttu máli sagt: Nei. Nú var auðvitað ljóst að Kaupþingsmálið var ekki sambærilegt við frumvarpið um líf- eyrismálin nema að mjög takmörkuðu leyti. En þó var sá samhljómur með báðum mál- um að bæði Kaupþingsmenn og alþingis- menn virtust vera að ákveða sjálfir háar peningagreiðslur til sjálfra sín. Það var fyrst og fremst það sem var sambærilegt. Og þótt Davíð hafi gert lítið úr formúlum um trygg- ingafræðilega útreikninga þess hvað frum- varpið þýddi og talað eins og hann vissi varla hverjar niðurstöður þess kynnu að verða, þá var honum þó áreiðanlega ljóst að frumvarpið myndi tryggja honum sjálfum um það bil helmingi hærri lífeyri, eftir að hann lætur af störfum, heldur en hann hefði annars fengið. Hér er raunar um að ræða, samkvæmt út- reikningum frá ASI, nálægt 250 milljónum sem eftirlaun Davíðs hækka um. Fyrir nú utan þá staðreynd að Davíð getur nú farið á eftirlaun 55 ára en ekki 65 ára eins og áður var. Svo einkennilega vill til að Davíð er nú einmitt 55 ára. En hver var málsvörn Davíðs fyrir þessar róttæku breytingar - úr því hann flutti ekki reiðilestur um græðgi og heimtaði iðrun í anda Hallgríms Péturssonar? Jú, helst það að forsætisráðherrar á ís- landi hefðu sjaldan notið eftirlauna mjög lengi. Hann taldi upp þá Ólaf Thors, Bjarna Benediktsson, Ólaf Jóhannesson, Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrímsson sem ýmist hefðu notið mjög stuttra eða engra eftir- launa, því embætti forsætisráðherra væri svo „slítandi starf“. Og svo sagði hann orðrétt: „Nú, ef menn hefðu til að mynda í þessum efnum áhyggj- ur af þeim sem hér stendur get ég sagt þeim til huggunar að báðir afar hans dóu fyrir sex- tugt. Faðir hans dó sextíu og þriggja ára. Menn geta þannig borið góðar vonir í brjósti um að hann verði ekki mjög þungur baggi á framtíðinni." Fyrirgefið fjórtán sinnum: Er maðurinn að tapa sér? Grafalvarlegt mál er til umræðu, hrópandi fólk fyrir utan Alþingishúsið, öskubrjálað af reiði yfir framferði Alþingis - og Davíð flytur ræðustúf sem virðist fela í sér að fólk eigi að sjá í gegnum fingur við hann af því hann fari bráðum að deyja! Og hann vogar sér að láta eins og þá verði einhverjir voðalega glaðir og fegnir! Hversu lágt er hægt að leggjast? Nú bætti Davíð að vísu við að hann segði þetta „frekar til gamans“ en dómgreindar- skorturinn sem felst í að líta á þetta sem ein- hver „gamanmál" í alvarlegu máli, hann er eiginlega næstum hrollvekjandi. Sú var tíðin að einn helsti kostur Davíðs sem stjórnmálamanns var hversu næmur hann var á líðan fólksins í landinu og and- rúmsloftið í samfélaginu. Þessi mjög svo einkennilegu „frekar til gamans“-mál sem Davíð flutti í fyrradag eru kannski endanleg sönnun þess að sá næmleiki sé horfinn - og tengsl Davíðs við fólkið í þessu landi endan- lega rofin. Illugi Jökulsson unnið haíi verið að þeim árum sam- an. Þeir skulu fá sitt. Hvað verður eftir ílaunaumslögum annarra eral- gjört aukaatriði. í vor varð mikil endurnýjun á Al- þingi íslendinga. Inn á þingið streymdu ungir menn sem aldrei fyrr. Það virðist því alls engin þörf á nýjum lögum sem ýta undir endur- nýjun. Og er það ekki þvert á mark- miðið um endurnýjun ef það er ódýrara fýrir kjósendur að hafa gömlu þingmennina áfram í stað þess að skipta þeim út fyrir nýja og hafa þá gömlu áfram á launaskrá? Þingmenn eru heldur ekki þeir einu sem missa vinnuna. Menn missa vinnuna á hverjum degi án þess að það kalli á þingmannafrumvarp sem enginn hefur samið, enginn veit hvað kostar og enginn þorir að rök- styðja opinberlega en þingheimur hefur hins vegar sameinast um að gera að lögum með hraði. “ Frumvarp aí himnuai of Vef-Þjóðviljmn birti í gær klausu um „ eftirlaunamálið “ og byrjar á að birta brot úr greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu um efdrlaun for- seta íslands, ráðherra, alþingis- manna og hæstaréttardómara. Með Fyrst og fremst því væri „þeim fyrrverandi alþingis- mönnum sem setið hafa á Alþingi samtals 16 ár eða lengur, fjögur kjör- tímabil eða lengur, gefinn kostur á að hverfa af vettvangi stjómmála án þess að leita sér nýrra starfa og fá greidd eftírlaun nokkru fyrr en áður hefúr tíðkast Megin röksemdin að baki þessu ákvæði er að stuðlað verði að hóflegri endumýjun í stjómmálum þannig að þeir sem varið hafa drjúgum hluta ævi sinnar til stjómmálastarfa geti horfið af vettvangi og búið við fjárhagslegt ör- yggi að einhverju marki, en þurfi ekki að lengja þingsetu sína fram yfir það aldursmark sem nú dugar til eft- irlaunaréttinda." Síðan segja herramennirnir á andríki.is sem heldur úti Vef-Þjóð- viljanum: „Það var jafn gott að Stekkjastaur kom ekki íbæinn fyrr enn ídag þvíí gær virtist það lögmál að opinberar fígúrur gerðu sig að athlægi. Fimm þingmenn lögðu fram „þingmanna- frumvarp" um eftirlaunamál ráð- herra og fleiri fyrirmenna. Enginn þingmannanna fímm hefur þó gengist við því að hafa samið þing- mannafrumvarpið, það virðist hafa fallið afhimnum ofan ogað minnsta kosti tveir fíutningsmannanna sáu frumvarpið sitt ekki fyrr en nokkrum klukkustundum áðuren það varlagt fram. Það hefur samt verið í undir- búningi í mörg ár ef marka má orð for- sætisráðherra. Fyrir hönd stuðnings- manna frumvarps- ins mætti Pétur Blöndal þingmaður íKastljós Ríkissjón- Vef-Þjóðviljinn hæðist að„þing- mannafrumvarpinu" sem enginn vill kannast við að hafa samið. Og segir jafn gott að Stekkjastaur hafi ekki komið í bæinn fyrr en í gær því sama dag og frumvarpið var lagt fram hafi „opinberar fígúrur" keppst um að gera sig að athlægi. varpsins, en aðrir stuðningsmenn frumvarpsins voru meira ogminna í felum í gær, og sagðist styðja frum- varpið en hann vissi ekki hvað það kostaði eða hvort það kostaði eitt- hvað yfírleitt. Fullyrti Pétur að nær aldrei væri reiknaður kostnaður sem „þingmannafrumvörp" gætu haft í för með sér! Viðmælanda sínum í sjónvarpssal sagði Pétur bara að reikna kostnaðinn sjálfur. Enda eru það skattgreiðendur en ekki þing- menn sem bera kostnaðinn svo þingmönnum kemur kostnaður af þingmannafrumvörpum ekki við. Opinberir starfsmenn hafa feng- ið ofboðslegar launahækkanir á síð- ustu árum. Alþingismenn em þar engin undantekning. Þessar kjara- bætur em langt umfram það sem aðrir hafa notið. Því til viðbótar hafa þeir mun ríflegri lífeyrisrétt en þeir sem greiða launin þeirra. Meðal annars vegna þessara einstæðu launahækkana hafa ríkisútgjöldin aukist sem aldrei fyrr og helsta af- leiðingin af því er að ekki hefúr verið talið hægt að lækka tekjuskatt á al- menning. Báðir stjómarflokkamir lofuðu hins vegar skattalækkunum fyrir kosningar í vor. Hvað eftir ann- að kom fram í kosningabaráttunni að skattalækkanimar myndu nema um 20 milljörðum króna. Loforð Framsóknarflokksins vom tæplega 20 milljarðar en Sjálfstæðisflokksins ríflega. Nú hafa flokkamir að mestu afboðað þessar skattalækkanir og segja þær muni nema um 6 til 7 milljörðum króna síðar á Iq'örtíma- biiinu. Til að leggja áherslu á að þeim er alvara að svíkja skattalækk- unarloforðin hækkuðu þeir gjöld á eldsneyti og lögðu sérstakan tekju- skatt á að nýju. Sveitarfélögin munu svo strá salti í sárin þegar þau senda íbúum sfnum rukkun fyrir hærri fasteignagjöldum í byrjun nýs árs. íbúar Kópavogs fá einnig óvænt að leggja aukið fé f tóman bæjarsjóðinn með hærra útsvari. Að leggja til hækkun á launum sumra þingmanna ogfesta ísessi og búa til fleiri sérreglur um eftirlaun ráðherra og starfslok þeirra og þing- manna við þessar aðstæður er vissu- lega staðfesting á því að skattar hér munu áfram ráðast afþví hvað opin- berir starfsmenn telja sig þurfa. Það er ekki einu sinni haft fyrir því að reikna út hvað ný sérréttindi opin- berra starfsmanna eiga að kosta þótt I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.