Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 43
DV Fókus LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 43 jón#sof' , g'Jdi'se0 „„pmw ,6sf tó'61'' 'Wnö°n«» Staður með stæl Victoria Beck- ham óánægð með framgöngu fjölmiðla Victoria Beckham segir framgöngu fjölmiðla hafa slæm áhrif á fmynd sína. Hún segist standa fyrir það að vera athafnakona og fólk líti niður á hana vegna þess. „Einhver er að skaða ímynd mína og ég veit ekki hver það er né af hverju, en það er satt. Athafnamenn eru vel séðir í Bretlandi en at- hafnakonur eru taldar tíkur." Hún segir að fólk og fjölmiðl- ar þekki sig ekki heldur haldi að hún sé „tík". „Ég held að fólk haldi að ég sé algjör tík, en þá er það bara fólk sem þekkir mig ekki,“ sagði fyrrum kryddpían að lokum við tímaritið I-D. Bezti forrétturinn var undurljúf- ur humar, borinn fram með jarð- sveppum og andalifur. Risahörpu- diskur og kolkrabbi með koríander mislukkuðust hins vegar, af því að kolkrabbinn var allt of seigur. Sítrónukryddleginn lax var góður, svo og diskur af hráum japönskum sashimi-réttum með piparrót. Fal- legt dádýrasalat með koríander enn og aftur var líka fyrirtaks forréttur. Aðalréttirnir voru enn betri, sér- staklega blanda af ofurmeyru hrein- dýrakjöti og villistokkönd, en flögur af rauðrófu voru of áberandi í bragði. Einnig var góð blanda af skötusel og reyktri ýsu með aust- rænum lychee-ávöxtum. Lax með banana og hnetum var líka góður, í japanskt ættaðri sósu eins og sumir aðrir réttir staðarins. Lakari voru tveir saltfiskréttir, annars vegar djúpsteiktur og hins vegar steiktur. Sá síðarnefndi var ekki útvatnaður, afar saltur. Lakari voru eftirréttirnir, nokkrar tegundir af ís, óþekkjanleg og fljót- andi tiramisu-ostakaka, heitur búð- ingur og súkkulaðifroða. Næst sleppi ég þeim og halla mér heldur að sterku kaffi, sem var gott. Ef ég skipti veitingahúsum lands- ins í tvo misstóra flokka þeirra sem ég vil og vil ekki heimsækja aftur, er Sjávarkjallarinn fortakslaust í hópi þeirra tiltölulega fáu, sem kalla á frekari kynni. Jónas Kristjánsson Söluskrifstofa, Suðurlandsbraut 24 Sími 5 500 600 wvtw.lcelandExpress.is - m ■ - -- með gjafabrefi lceland Express Farmiði til London eða Kaupmannahafnar á 14.990 kr. - báðar leiðir.* Inneign hjá lceland Express að upphæð 3.000, 5.000 eða 7.000 kr.** * Farmiði i jólagjöf Gjafabróf á 14.990 krónur gildir (ferðir til London eða Kaupmannahafnar, fram og til baka með sköttum. Ferðatímabil er 15. janúar til 30. júní (slðasta heimkoma 15. júli). Bóka þarf ferðina fyrir 1. febrúar. Engin skilyrði um dvöl fram á sunnudag. Takmarkaður sætafjöldi í hverju flugi. Ef viðtakandi gjafakortsins getur ekki nýtt sér ferðir á þessu tímabili, þá má nota verðgildi þess (14.990 kr.) sem innágreiðslu (ferð með lceland Express hvenær sem er. Gildistími inneignarinnar er til 31. des. 2004. ** Inneign Inneign að upphæð 3.000, 5.000 eða 7.000 krónur. Hægt að nýta I allar flugferðir hjá lceland Express allt árið. Viðtakandi gjafabréfsins getur notað inneignina við pöntun á Netinu eða á söluskrifstofu fólagsins. Upphæðin gildir sem inneign til 31. desember 2004. Iceland Express Sjávarkjallarinn er í bakhúsi, sem tengist Geysishúsinu við Austur- stræti með glerhúsi, gengið inn Vesturgötumegin. Steinhlaðinn og dimmur kjallari með köldum nú- Veitingarýni tímainnréttingum er vel sóttur af er- lendum ráðstefnugestum, sem hræðast ekki hátt verð og kunna við stílblöndu matargerðarinnar. Þetta er staður með stæl. Veitingahúsið leynir sér ekki, þegar kornið er inn í bíslagið. Geng- ið er niður tröppur, þar sem nokkur borð eru utan við steinhleðsluna. Þegar inn er komið, leynir sér ekki heldur fagmennskan í innréttingum og móttöku. Hér kostar 8.000 krónur að borða, hugsaði ég. Enda kom á daginn 6.000 krónur kvöldmatur og 2.000 krónur helmingur í fremur ódýrri rauðvínsflösku. Þjónustan var faglega hress og svaraði öllu um matinn. Á matseðli voru fimm forréttir á 1.500 krónur að meðaltali og sjö aðalréttir á 2.800 krónur að meðaltali. Einnig var boð- ið upp á tvo þriggja rétta seðla á 5.900 krónur að meðaltali. Mælt var með smakkseðli, þar sem maður gat smakkað af fjórum forréttum, íjór- um aðalréttum og fjórum eftirrétt- um á 5.900 krónur. Það reyndist vera hagstætt verð fyrir minnisstæða veizlu, þar sem borðið var í þrígang fyllt fjölbreyti- legum diskum með fögrum og sum- part mjög góðum réttum. Þannig mátti kynnast fjölbreytilegum blandstíl matargerðar hússins. Við vorum fjögur, öll harla ánægð með útkomuna. Hér var kominn verðug- ur fulltrúi í dýrari, en ekki dýrasta kanti íslenzkra veitingahúsa. Vínlistinn var óvenjulega og þægílega skipulagður eftir þrúgu- tegundum, en ekki vínsvæðum. Ég tók eftir áströlsku Penfold Koon- unga Hill rauðvíni ffá 2001, magn- aðri blöndu af.Cabernet Sauvignon og Shiraz. Það kostaði innan við 4.000 krónur flaskan, og vakti al- mennt hrós borðgesta, sem hest- húsuðu tvær flöskur með kvöld- matnum. Þetta var gott dæmi um, að rauðvín getur farið vel með fiski. Meðan við biðum eftir matnum var okkur færður frábær beitukóng- ur á melónu og brauð með pistacio- hnetumauki og kryddaðri rósmar- ínolíu. Með reikningnum var okkur fært púrtvínsglas. Þetta var ókeypis rammi utan um mikla og góða veizlu, sem létti lund og magnaði samræðulist. Hlminn og haf - 9030676a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.