Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Qupperneq 25
DV Fókus LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 25 Jólastjarnan Söguna um jólastjornuna er ekki að finna í jólaguðspjalli Lúkasar og reynd- ar ekki hjá Lúkasi yfirleitt. Það var guðspjallamaðurinn Matteus sem skráði þá sögu, sem og söguna um vitringana frá Austurlöndum sem fengið höfðu ein- hvers konar hugskeyti um að fæddur væri nýr konungur Gyðinga. Þeir fóru til Jerúsalem á fund Heródesar mikla konungs og spurðu hvar hinn nýja konung væri að finna og bættu við: „Vér sáum stjörnu hans renna upp og erum komn- ir að veita honum lotningu." Síðan héldu vitringarnir frá Jerúsalem og Matteus skrifaði: „Og stjarnan, sem þeir sáu austur þar, fór fyrir þeim, uns hana bar þar yfir, sem barnið var. Þegar þeir sáu stjörnuna, glöddust þeir harla mjög. Þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru." Stjörnufræðingar og stjömuspekingar hafa mjög reynt að finna einhver þau tákn á himni sem gætu verið íyrirmyndin að sögunni um Betlehems-stjörn- una, og þar sem himinninn er stór og víður og margt þar á seyði, þá hefur ekki verið neinn hörgull á halastjörnum, sprengistjörnum, óvenjulegum uppröð- unum reikistjama og svo framvegis, sem menn hafa getað taiið Betlehems- stjörnuna. Því engin kunn fyrirbæri geta hagað sér eins og Matteus lýsir stjörn- unni sem vísaði vitringunum veginn til Betlehem. Menn geta að vísu sagt sem svo að þetta hafi verið stjarna sem Guð sendi og því hafi hún hagað hún sér óvenjulega, en hvers vegna segir Lúkas þá ekkert frá þessari stjörnu? Vitringarnir sem hér em nefndir vom í raun eins konar galdra- eða töffa- menn, nánast seiðkarlar, sem kölluðust „magíar" og vom úr Mesópótamíu. Sögur um að slíkir „vitringar" hafi birst við fæðingu verðandi mektarmanna eru legíó í fornum heimildum af öllu tagi. Takið eftir að fjöldi þeirra er ekki nefndur, né heldur nöfn þeirra. Og þeir em hvergi kallaðir konungar eins og þeir urðu síðan í þjóðsögum kristinna manna. dómum úr Gamla testamentinu, þeir reyna gjarnan að skýra samhljóminn einfaldlega með þvf að spádómarnir hafi bara verið um Jesú f raun og veru - og hafi þess vegna ósköp einfaldlega reynst sannir, þar á meðal spádómur- inn um fæðingu frelsarans í Betlehem. Vissulega er erfitt að svara þeirri rök- semd en hinir bókstafstrúuðu lenda samt einlægt í vandræðum er þeim er uppálqgt að skýra allskonar furðulegar mótsagnir og rangtúlkanir á spádóm- um Gamla testamentisins. Niðurstaðan hér er alla vega þessi: Frásögn Lúkasar getur engan veginn staðist. ... áísamt Maríu heitkonu sinni, sem var þunguð. Um þetta er það að segja að jafnvel þótt einhverjar undarlegar ástæður hefðu leitt til þess að Jósef hefði þurft að taka sér ferð á hendur frá Nasaret til Betlehem til að láta skrásetja sig, þá er aldeildis ómögulegt að hann hefði far- ið að þvælast með Maríu með sér, komna á steypirinn. Eingöngu karl- menn voru skráðir í manntölum þess tíma, vegna þess að þeir vom heimilis- feður og stóðu fyrir skattgreiðslum hvers heimilis. María átti ekkert erindi til Betlehem. Sagan er einfaldlega aug- ljós tilbúningur, enn í því skyni að fæðing Jesú gæti átt sér í Betlehem. Um Maríu er það annars að segja að miðað við það sem vitað er um gifting- arsiði Gyðinga og fleiri þjóða í Mið- austurlöndum í þá daga, þá var hún áreiðanlega ekki nema um það bil fjórtán ára gömul, jafnvel yngri. Lista- verk sem sýna hana í líki móðurlegrar þroskaðrar konu eru því villandi - þetta var táningsskjátugrey. Óþarft er líklega að taka fram að María var varla hrein mey; á „meyf- æðinguna" trúir eiginlega ekki nokk- ur maður lengur. Enda em sögurnar um hinn „flekklausa getnað" Maríu byggðar á misskilningi og mistúlkun á eini versi í spádómsbók Jesaja. Þar segir (7,14): „Fyrir því mun Drottinn gefa yður tákn sjálfur: Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel." Þetta vers vildu hinir fmmkristnu höfundar túlka sem boðun um fæðingu Jesú en Immanúel þýðir „Guð með okkur". í upphaflega hebreska textanum not- aði höfundur Jesaja orðið „almah" um ungu stúlkuna sem barnið myndi fæða en það þýðir einfaldlega „ung stúlka komin á giftingaraldur" - það er að segja tólf til fjórtán ára! Bæði Lúkas og Matteus notuðust hins veg- ar við gríska þýðingu á Gamla testa- mentinu þegar þeir voru að finna þar ritningarstaði sem átt gætu við Jesú sinn og í grísku þýðingunni hafði „almah“ af misgáningi verið þýtt með orðinu „pathenos" sem getur þýtt „jómfrú". Þarna fengu guðspjalla- mennirnir því stuðning við það álit sitt að Jesú væri getinn hinum „flekklausa getnaði" og móðir hans hefði verið óspjölluð að neðanverðu allt þar til hann fæddist. En án þess að um það verði rakin frekari dæmi, þá má geta þess að sög- ur um að miklir menn væru fæddir af jómfrúm vom alls ekki fátíðar í gamla daga, og tíðkuðust víðar en í Gyðinga- landi. Alexander mikli var til dæmis sagður hafa komið undir þegar eld- ingu laust niður í móður hans áður en hún giftist Filippusi Makedóníukóngi. Sögur gengu liica um að heimspeking- urinn Platón f Dauðahafsritunum er að finna brot þar sem fram kemur að Nói hafl verið getinn af engli En meðan þau voru þar, kom sá tími, erhún skyldi verða léttari. Hér má geta þess að gríska orðalag- ið í frumtextanum gefur á engan hátt til kynna að María hafi eignast barn sitt strax eftir að þau Jósef komu til Betlehem. Samkvæmt orðanna hljóð- an gæti hafa liðið alllangur tími frá komu þeirra og þangað til hún varð léttari, jafnvel nokkrar vikur. Fæddi hún þá son sinn frumget- inn, vafði hann reifum oglagðihann í jötu, af því að eigi var rúm harída þeim ígistihúsi. Hér er í fyrsta lagi rétt að taka fram að orðin um að Jesú hafi verið „vafinn reifum" virðist byggður á Speki Salómons, einni hinna svonefndu ap- En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. ókrýfu bóka Biblíunnar en það eru gyðingleg (og kristin) rit sem eru sam- bærileg við bækur ýmist Gamla eða Nýja testamentisins en var úthýst það- an af ýmsum ástæðum. I 7. kapítula, 4.-5. versi Spekiritsins segir Salómon af fæðingu sinni en sá konungur var ein helsta hetjan úr sögu Gyðinga: „Vafinn var ég reifum og að mér hlúð með umhyggju. Ekki einu sinni kon- ungur hefur hafið feril sinn á annan hátt." Er hér komið enn eitt dæmi þess hvernig höfundar guðspjallanna lögðu sig alla fram um að tengja frels- ara sinn við fomar sagnir og spádóma og aðra ritningarstaði úr Gamla testa- mentinu. Þá er þýðingin „gistihús" varla rétt. Gríska orðið í frumtextanum - „kataluma" - þýðir í raun „gestaher- bergi" í íbúðarhúsnæði og hin rétta merking virðist því vera sú að Lúkas hafi talið að Jósef og María hafi verið gestkomandi hjá einhverjum í Bet- lehem en gestirnir verið svo margir að hún hafi ekki getað lagst á sæng sína í gestaherberginu. Ekkert í frásögn Lúkasar bendir hins vegar til þess að Jesú hafi fæðst í fjárhúsi, hvað þáí helli, en hvortveggja túlkunin varð með tímanum vinsæl í kristnu táknmyndakerfi. Dýrin sem gjarnan eru látin vera viðstödd fæð- ingu Jesú á helgimyndum eru komin frá Jesaja spámanni en í bók hans seg- ir í 1. kapftula, 3. versi: „Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns, en Israel þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki." Jatan í frásögn Lúkasar er að líkind- um komin þaðan, fremur en úr nokk- urri „sagnfræðilegri" minningu um hina raunverulegu fæðingu Jesú, og seinni tíma höfundum þótti þessi staður passa vel við æviferil Jesú - sem ísrael þekkti heldur ekki, í þeim skiln- ingi að meirihluti Gyðinga viður- kenndi ekki stöðu hans sem Messías- ar. En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Nú vita flestir að engar heimildir eru til hinn raunverulega fæðingardag Jesú. Sú hefð að hann væri fæddur á jólunum komst ekki fyrr en nokkrum öldum eftir hans dag, þegar kristin trú var að verða útbreidd í Rómaveldi og keppti við önnur trúarbrögð í ríkinu - ekki síst trú á „hina ósigrandi sól" sem þá var mjög vinsæl. Þeir sem trúðu á sólina héldu mikla hátíð um það bil sem sólin tók að hækka á lofti eftir vetrarsólstöður og kristnir menn yfir- tóku einfaldlega þessa heiðnu hátíð. Það þótti ósköp eðlilegt að tengja hana þá við fæðingu frelsarans, þar sem hann væri tákn yfir sigur ljóssins á myrkrinu. En þessi ritningarstaður sýnir hins vegar svo ekki verður um villst, að hvenær svo sem Lúkas og aðrir frumkristnir höfundar hafa talið Jesú fæddan - ef þeir hafa á annað borð haft einhverjar hugmyndir um það - þá var það ekki um vetrarsól- stöður, því um þær mundir vom engir hirðar úti í haga með hjarðir sínar í Isr- ael. Hirðarnir fóm ekki að standa yfir hjörðum sínum að næturþeli fyrr en með vorinu. Framhald jólaguðspjalls Lúkasar segir frá því þegar engill Drottins birt- ist hirðunum í haganum og boðaði þeim hinn mikla fögnuð, sem veitast mundi öllum lýðnum: „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drott- inn, í borg Davíðs ..." og svo framveg- is. Síðan birtast herskarar englanna og syngja: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Og hirðarnir fara inn til Betlehem þar sem þeir skýra frá því sem engla- kórinn hefur tjáð þeim og allir undrast það er hirðarnir segja en „María geymdi allt þetta í hjarta sér og hug- leiddi það". Hlugi Jökulsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.