Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Sport DV íslensk knatt- spyrna komin út í 23. sinn íslensk knattspyrna 2003, 23. bókin í þessum vinsæla bókarflokki sem hóf göngu sína árið 1981, er komin út. I henni er fjallað ítarlega um knattspyrnu- sumarið 2003 og í henni má að vanda finna umfjöll- un um allt sem við kemur íslenskri knattspyrnu innanlands sem utan. í bókinni er mjög ítarleg töl- fræði um lið og leikmenn og hún er skreytt með um 280 myndum af liðum og einstaklingum. Höfundur er sem fyrr Víðir Sigurðsson sem gefur nú út sína 25. bók um íþróttir; þar af hef- ur hann komið að öllum bókum nema þeirri fyrstu í bókariokknum um íslenska knattspyrnu. Bókin er að þessu sinni stærri en nokkru sinni fyrr, 208 blað- síður, og í henni eru löng • og ítarleg viðtöl við Eyjólf Sverrisson og Guðna Bergs- son, sem báðir lögðu knatt- spyrnuskóna á hilluna á ár- inu. Enn fremur eru í henni viðtöl við Kristján Finn- bogason, fyrirliða íslands- meistara KR, og Helenu Ólafsdóttur, landsliðsþjálf- ara kvenna, auk þess sem leikmenn frá öllum liðum í úrvalsdeild karla fara yfir árangurinn hjá sínu liði. Bókaútgáfan Tindur gefur bókina út og fullt verð er 4.680 krónur. Hægt er að panta bókina af heimasíðu TÍtgáfunnar, www.tindur.is. Síðasta umferðin í norður- og suðurriðli RE/MAX-deildar karla í handknattleik fer fram í dag. Sjö lið hafa þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni sem hefst í febrúar en Stjarnan og FH berjast um áttunda sætið. DV Sport fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara Gróttu/KR, til að spá fyrir um það hvort liðið kæmist áfram. Stiarnan skín í skammdeginu Síðasta umferðin í norðúr- og suðurriðli RE/MAX-deildar karla í handknattleik fer fram í dag. Sjö lið hafa þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni sem hefst í febrúar en Stjarnan og FH berjast um áttunda sætið. Stjarnan, sem mætir Breiðabliki á • heimavelli, hefur eins stigs forystu á FH fyrir síðustu umferðina en FH- ingar sækja HK-menn heim í Digranesi í dag. FH-ingar unnu báða leiki liðanna i vetur og ná því fjórða sætinu ef liðin eru jöfn að stigum. DV Sport fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara Gróttu/KR, til að spá fyrir um það hvort liðið kæmist áfram. „Ég hef trú á því að Stjörnu- menn komist auð- veldlega áfram þvi að það er ekki möguleiki á því að þeir tapi fyrir Breiðabliki á heimavefii. Blikar hafa einfaldlega ekki nægilega góðu liði á að skipa til að vinna Stjörnuna. Stjörnuliðið hefur verið mjög vax- andi í vetur og ég hef verið hrifinn af því sem Sigurður Bjarnason, þjálfari liðsins, hefur verið að gera. Held að HK vinni FH Fyrir utan þetta tel ég ekki miklar lfkur á því að FH-ingar vinni HK-menn í Digranesi. HK-menn eru gífurlega sterkir á heimavelli, hafa mjög öflugu liði á að skipa og ég held að þeir vinni FH. Það yrði að sjálfsögðu mikið áfall fyrir FH- inga ef þeir kæmust ekki í úrvalsdeildina en þeir eiga þó enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina með því að lenda í einu af tveim- hluta mótsins. Hin liðin eru frekar slök en ég hef reyndar verið mjög ánægður með frammistöðu Aftureldingar í vetur. Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessu unga liði úr Mosfellsbænum. Karl Erlingsson, þjálfari liðsins, er að gera virkilega góða hluti með liðið og það verður fróðlegt að fylgjast með þeim á næstu árum." Úrvalsdeildin mikilvæg Ágúst sagði að það væri mjög mikilvægt fyrir Gróttu/KR að hafa komist í úrvalsdeiidina. „Það verða bara stórleikir í úrvalsdeildinni og vonandi verða fleiri áhorfendur á leikjum eftir áramót heldur en hafa verið núna í haust. Ég á líka von á því að fjölmiðlaumfjöllunin verði mun meiri í úrvalsdeildinni. Liðið þroskast meira á því að spila gegn betri liðum en við eigum erfltt verkefni fyrir höndum. Okkur hefur gengið illa í innbyrðis viðureignum gegn þeim liðum sem við förum með í úrvalsdeildina og þurfum að taka okkur á, “ sagði Ágúst og var rokinn upp í rútu sem flutti liðið til Akureyrar þar sem það mætti KA í gærkvöld. oskar@dv.is ur efstu sætum neðri deild- arinnar,“ sagði Ágúst. Jöfn deild Hann vildi ekki meina að það væri stórslys hjá FH ef þeir kæmust ekki í úrvalsdeildina í þetta skiptið. „Það var ljóst strax í byrjun móts að í það minnsta tvö góð lið myndu sitja eftir með sárt ennið og þurfa að spila í neðri deildinni. í okkar riðli var það Víkingur og mér sýnist allt stefna í að það verði FH í hinum riðlinum. Þeir hafa, eins og mörg önnur lið, verið óheppnir með meiðsl og hafa einfaldlega ekki haft næga breidd til að spila án lykilmanna. Mér finnst það hafa verið aðalvandamál liðsins í vetur. Það býr hins vegar fullt í þessu liði og ég yrði mjög hissa ef FH og Víkingar verða ekki í tveimur efstu sætum neðri deildarinnar. ÍBV gæti reyndar strítt þeim en mér finnst Eyjamenn hafa valdið vonbrigðum það sem af er. Nú fá þeir reyndar Guðfinn Kristmannsson inn eftir áramót og hann á vafalítið eftir að styrkja liðið verulega í síðari K A H l A R NORÐUR Gengi I.Valur 11 7 2 2 296-258 16 SSTJSS 2.KA 11 6 2 3 330-297 14 TSJJSS 3. Grótta/KR 11 6 2 3 289-275 14 STSTST 4. Fram 11 6 2 3 293-279 14 TSSTTS 5. Víkingur 12 6 2 4 314-304 14 SSSSST 6. Aftureldingll 2 1 8 268^309 5 TTTTST 7. Þór A. 11 0 1 10 268-336 1 TTTJTT Gengi K A R l A SUÐUR R 1.IR 14 112 1 417-349 24 SJSSJS 2. Haukar 14 101 3 433-371 21 SSJSSS 3. HK 13 9 1 3 373-339 19 SSSJSS 4. Stjarnan 13 7 1 5 346-348 15 TTSSTS 5.FH 13 7 0 6 374-349 14 TSTSSS 6.IBV • 13 3 1 9 383-392 7 TSTTTT 7. Breiðablik 13 2 0 11 330-431 4 TTTTTT 8. Selfoss 13 1 0 12 341-418 2 TTTTST 1 gengi liðanna er S=sigur, J=jafntefli og T=tap en gengið er relknað í síðustu sex leikjum. Dregið í meistaradeild Evrópu í gær Real mætir Bæjurum í gær var dregið í 16 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu í Nyon í Sviss. Stórleikur 16 liða úrslitanna er án nokkurs vafa viðureign spænska stórliðsins Real Madrid og þýska risans Bayern Múnchen. Þessi lið hafa fjórtán sinnum mæst í meistaradeildinni og hefur Bayern Múnchen unnið átta af þessum leikjum, tveir hafa endað rrieð jafntefli og Real Madrid hefur unnið ijóra leiki. Athyglisvert er að skoða árangur Real Madrid í Múnchen en — þar hefur liðið tapað öllum sjö leikjum sínum og reyndar aðeins unnið einn Evrópuleik af sextán sem liðið hefur spilað í Þýskalandi. Af öðrum leikjum er það að segja að efsta lið þýsku 1. deildarinnar, Stuttgart, mætir toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea, Man- chester United etur kappi við Porto, Arsenal og spænska liðið Celta Vigo leiða saman hesta sína, Real Sociedad frá Spáni og franska liðið Lyon eigast við, Evrópumeistarar AC Milan berjast gegn Spartverjum frá Prag, franska liðið Mónakó og Lokomotiv Moskva mætast og að síðustu etja Juventus og Deportivo La Coruna kappi saman. Fyrri leik- irnir fara fram 24. og 25. febrúar en þeir seinni 9. og 10. mars. Úrslita- leikurinn fer fram í Gelsen-kirchen í Þýskalandi 26. maí. oskar@dv.is Erfitt verkefni Ásgeir Örn Hallgrimsson og félagar hans i Haukum mæta franska liðinu Cretéil i Frakklandi d morgun. Ragnar Óskarsson er ekki bjartsýnn fýrir hönd Hauka á morgun Cretéil er öflugt lið Haukar mæta franska iiðinu Cretéil í Frakklandi á morgun í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa á morgun. DV Sport hafði samband við Ragnar Óskarsson, leikmann Dunkerque og íslenska landsliðsins, og spurði hann út í franska liðið. „Cretéil er öflugt lið. Þeir eru með eitt besta lið Frakkiands þannig að það er erfitt verkefni sem Haukar eiga íyrir höndum. Þeir fengu Kervadec frá Magdeburg fyrir tímabilið og hann hefur styrkt liðið -mikið, sérstaklega vamarlega. Vamarleikurinn er þeirra helsti styrkur, sem og hraðaupphlaupin. Haukar verða að stöðva þau ef þeir ætla sér að eiga möguleika gegn Cretéil," sagði Ragnar. Hann sagðist ekki hafa séð mikið til Haukanna undanfarin ár en miðað við frammistöðu liðsins í meistaradeildinni væri ljóst að þeir væm með sterkt lið. „Möguleikar Haukanna felast í að ná góðum úrslitum og klára síðan dæmið á heimavelli.Þeir eiga möguleika en ég spái því að Cretéil fari áfram,“ sagði Ragnar. oskar@dv.is ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★ ★ ★ ★ ★ Tilboð 1. Rafmagnsgítartilboð. Rafmagnsgítar, magnari, ól og snúra. Tilboðsverð 27.900,- stgr. Opið alla daga til jóla til kl. 22 Gítarinn ehf. Stórhöfða 27 sími 552-2125 og 895 9376 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is ★" Tilboð 2. Kassagítar. /v. Tilboðsverð 15.900,- stgr. ^ ★ ★ ★ ★ ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.