Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 10
1 0 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fréttir DV Stjórnvöld þurfa að sam- ræma flug- vallargjöld Samkvæmt úrskurði frá EFTA-dómstólnum þurfa ís- lensk stjórnvöld að breyta flugvallargjöldum hér á landi. Fram til þessa hefur flugvallargjald verið mis- munandi hér á landi eftir þvf hvort um innanlands- eða millilandaflug er að ræða. Dómstóllinn taldi þetta brjóta í bága við ákvæði EES-samningsins um að stuðla beri að frelsi til þjónustuviðskipta þar sem mismunandi gjald gerir þjónustufyrirtækjum í flug- rekstri mishátt undir höfði eftir því hvort þau starfa á íslandi eða annars staðar á EES-svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu verður brugðist við þessum úrskurði með því að samræma flugvallar- gjöld. Ekki hefur verið ákveðið hvort gjöldin munu lækka, hækka eða mætast á miðri leið. Lóðaúthlutun sýslumanns Lóðaúthlutun í Teiga- hverfi í Mosfellsbæ hófst hjá sýslumanninum í Reykjavík á miðvikudag. Næst liggur fyrir að um- sækjendur velji sér lóðir í þeirri röð sem þeir voru dregnir úr hatti sýslumanns. Það verður gert Fimmtu- daginn 18. desember. Umsækjendur, sem voru samtals 291, sóttu um í átta aðskildum pott- um eftir húsagerð; einbýlis- húsum, parhúsum og mis- munandi stórum raðhús- um og fjölbýlishúsum. Allt í allt eru íbúðirnar sem úthlutað verður 74 talsins. Þar af eru tvær ein- býlishúsalóðir sem 29 sækj- ast eftir og 42 vilja sex íbúðir í þremur parhúsum. Skíðafærið harðpakkað og gott „Dagurinn í dag er fyrsti skíða- dagur Akureyringa þvi við opnum fyrstu lyfturnar í dag. Skíðafærið er harðpakkað og gott, ég er búinn að fara Landsíminn sjáifur og get mælt með því," segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðu- maður skíðasvæð- anna í Hlíðarfjalli. „Við erum meira en mánuði fyrr á ferðinni núení fyrra og það er auðvitað gleðiefni. Svo er bara að sjá hvort snjórinn endist en það er spáð þokka- legu veðri um helgina. Við vonumst auðvitað til að sjá sem flesta í brekkunum um helgina. Það er mikill snjór í bænum og bærinn er kominn í fallegan jólabúning. Jólastemningin er eins og hún gerist best í bænum." Forseti Alþingis sagði mögulegt að ríkið greiddi formönnum í stjórnarandstöðu óbeint í gegnum flokkana. Flokkarnir kannast ekki við slíkar greiðslu til formanna. Steingrímur J. Sigfússon Laun ídag: 557 þúsund. Laun eftir hækkun: 776 þúsund. Meðtalinn þingfararkostnaður og ferðakostnaður innan kjördæmis. Össur Skarphéðinsson Laun i dag: 474 þúsund. Laun eftir hækkun: 693 þúsund. Meðtalinn þingfararkostnaður og ferðakostnaður innan kjördæmis. Guðjón Arnar Kristjánsson Laun í dag: 557 þúsund. Laun eftir hækkun: 776 þúsund. Meðtalinn þingfararkostnaður og ferðakostnaður innan kjördæmis. Stjórnarandstaða neitar greiðslum til fnrmanna Formenn stjórnarandstöðuflokkana þriggja njóta engra greiðslna frá flokkum sínum, að sögn framkvæmdastjóra flokkanna. Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, sagði á Ai- þingi á fimmtudag að betra væri að koma áform- aðri 220 þúsund króna hækkun á þingfararkaupi formanna stjómarandstöðuflokka til þeirra fyrir opnurn tjöldum fremur en óbeint með hærri framlögum til flokkanna. Vísbending um aðra flokka „Það er mjög einfait, Steingrímur fær ekki krónu frá flokknum - ekki einn aur," svarar Kristín Half- dórsdóttir, ffamkvæmdastjóri vinstri-grænna, spurð um greiðslur flokksins til formannsins, Steingríms J. Sigfússonar. Kristín segir flokkinn heldur ekki greiða formanninum kostnað vegna starfa hans. Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylk- ingarinnar, segir formann flokksins, Össur Skarp- héðinsson, engar greiðslur fá frá flokknum. Formað- urinn fái heldur ekki greiddan kostnað, til dæmis vegna aksturs eða skrifstofuhalds. „Hann er með sína þingskrifstofu og er ekki með skrifstofu í húsnæði flokksins. Enda er þingið vinnan hans,“ segir Karl. Að sögn Margrétar K. Sverrisdóttur, fram- kvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, greiðir flokkur- inn formanni hvorki laun né kostnað. „Þetta hefur aldrei komið tals. Enda hefur fjárhagur flokksins ver- ið með þeim'hætti að menn hafa frekar borið kostn- að af því að starfa fýrir flokkinn. En þessi orð forseta Alþingis em kannski vísbending um að hlutirnir séu með öðmm hætti í öðmm flokkum," segir Margrét. Skömmtuðu sér 30 milljóna ábót Reyndar er það svo að fyrir fáum dögum hækk- „Orð forseta Alþingis eru kannski vísbending um að hlutirnir séu með öðrum hætti íöðrum flokkum." aði Alþingi einmitt greiðslur til stjórnamálaflokka um samtals tæpar 30 mifljónir og fá þeir 295 millj- ónir á næsta ári. Flokkarnir fá greitt fé úr ríkissjóði í gegnum þrjá fjárlagafiði. Liðurinn styrkir til stjómmálaflokka var hækkaður úr 180 í 200 milljónir og liðurinn sér- fræðileg aðstoð fyrir þingflokka var hækkaður úr 50,4 milljónum í 55 milljónir. í tengslum við kjör- dæmabreytinguna var bætt inn nýjum lið vegna kostnaðar sem talið var að flokkarnir myndu verða fyrir vegna breytingarinnar. Þetta framlag var nú hækkað úr 35 í 40 milljónir króna. gar@dv.is Varaþingmaður vinstri-grænna telur að núverandi alþjóða- samningar tryggi ekki friðhelgi geimsins Vill kalla fram umræðu um vitfirrta vígvæðingu Hlynur Hallsson, varaþingmað- ur vinstri-grænna og hvatamaður að þingsályktunartillögu um af- vopnun geimsins, segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að íslend- ingar fari að gerast stórtækir í víg- væðingu geimsins en segir málið eigi að síður alvarlegt. „Það er hægt að trúa mörgu upp á núver- andi ríkisstjórn en ég held að hún ráðist seint í geimvarnir. Hins veg- ar er ríkisstjórn í öðru ríki svo galin. George Bush hefur nú dustað rykið af stjörnustríðsáætl- un Reagans og eyðir í hana nú þeg- ar 600 milljörðum íslenskra króna á ári. Ég legg þessa þingsályktunar- tillögu fram til þess að kalla fram umræðu um þessa hluti. Þessi málefni varða alla jarðaríbúa, líka okkur íslendinga, og þess vegna eigum við að taka afstöðu." Hlynur segir að virtir vísinda- menn um aflan heim hafi hvatt bandarísk stjórnvöld til þess að láta af þessari vígvæðingu geims- ins. „Það segir ef til vill eitthvað að 47 bandarískir nóbelsverðlauna- hafar í vísindum hafa skorað á bandarísk stjórnvöld að láta af þessum áætlunum. Þetta gerir ekk- ert annað en að auka óstöðugleika í heiminum. í þessu felst engin vörn gegn hryðjuverkum, svo dæmi séu tekin. Við í vinstri-græn- um látum okkur þetta varða og okkur finnst að íslendingar eigi að beita sér á alþjóðlegum vettvangi gegn þessum áætlunum Banda- ríkjanna. I núverandi alþjóða- samningum felst engin vörn þar sem Bandaríkjamenn myndu rifta Varaþingmaður sem lætur málefni geimsins sig varða Hlynur Hallsson berst gegn vígvæðingu himingeimsins. þeim þegar þeir eru búnir að þróa þessi vopn, rétt eins og þeir riftu ABM-samningnum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.