Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 54
Síðast en ekki síst DV 54 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Rétta myndin Borgarbilastöðin er enn á sínum stað í Hafnarstræt- inu. Þar var hægt að fá brennivín á svörtum í gamla daga. Kannki er lundinn þyrstur? Sex saman í 50 ár Ha? Afar fáheyrt hlýtur að teljast að þrenn vinahjón, sem gengu í hjónaband við sameiginlega athöfn fyrir fimmtíu árum, nái að halda upp á gullbrúðkaup sitt öll saman. Geirþrúður Charlesdóttir og Jón Guðjónsson, Jón- ína Einarsdóttir og Gunn- ar Jónsson og Lára Gísla- dóttir og Gunnlaugur Jónasson náðu þessum áfanga í gær en þau gengu í hjónaband við sameiginlega athöfn í Isa- fjarðarkirkju 12. desem- ber 1953 og sá séra Sig- urður Kristjánsson um at- höfnina. Þessi heiðurs- hjón hafa alla tíð búið á ísafirði og gera enn. Þau hafa oft komið saman á brúðkaupsafmælum og segjast reyna að halda þann sið á fimm ára fresti. I BB á ísafirði segir frá þeim heiðurshjónum sem hafa sett svip á bæ- inn þessi ár og eiga þau fjölda afkomenda sem margir hverjir búa enn í bænum. Þrenn hjón Meðfylgjandi mynd var tekin i gær þegar þau hittust á heimili Geirþrúðar og Jóns og skáluðu fyrir tímamótunum. Geirþrúður, Jónina og Lára sitja i sófanum en fyrir aftan þær standa Gunnlaugur, Jón og Gunnar. • Mikið hefur verið rætt um blaðakonununa bresku, Susan De Muth frá .. The Guar- GUaitlian dian, sem skrifaði greinina um Kárahnjúka. Síðast en ekki síst Það vita hins vegar færri að Susan þessi ætti að vera nokkuð kunn- ung íslensku þjóðlífi því hún ku “'vera tengdadóttir Ólafar Pálsdótt- ur myndhöggvara, ekkju Sigurðar frá Vigur og fyrrum sendiherra í London. Mágkona hennar sam- kvæmt því er þá Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður sem einmitt starfaði við blaða- mennsku í London í eina tíð ... • Skákfélagið Hrókurinn hefur á skömmum tíma lyft grettis- taki í að kynna á ný og efla skáklíf- ið og á það vafa- laust eftir að skila sér um ókomin ár; nú taka börn fram taflið en ■*-R- ekki tölvuleikina og fagna því margir að heilabúið fái að starfa eðlilega á ný. Nú efnir Hrókurinn til skyndihappdrættis og kostar miðinn aðeins 500 krónur stykk- ið. Vinningar eru listaverk, flug- ferðir, skáksett, bækur og fleira. Allmargir skólastjórar í grunn- skólum hafa þegar veitt samþykki fyrir að nemendur taki miða í sölu, með samþykki foreldra að vísu, en einnig mættu fleiri gefa sig fram. Krakkar 16 ára og yngri frá 100 kr. í laun fyrir hvern seld- an miða. Þeir, sem og aðrir vel- viljaðir, geta nálgast miða á skrif- stofu Hróksins í Skúlatúni 4 og einnig pantað þá á netfanginu jemen@simnet.is ... • Fólk innan tónlistarbransans mun ekki vera mjög ánægt með framgöngu Bubba Morthens sem dómara í Idol-keppninni. Sumum finnst að minnsta kosti að Bubbi mætti vera aðeins nær- gætnari þegar hann eys úr sann- leiksskálum sínum yfir keppend- ur. Bubbi hefur sjálfur sagt að hann sé bara heiðarlegur og hann Isjálfur í þessu starfi- en einhverjir aðilar í bransanum segja það ekki heiðar- legt þegar engin nærgætni er fyrir hendi... 9doi • Eitt af þeldctari kærustupörum bæjarins hefur að sögn nýlega slitið samvistir. Þetta munu vera þau Arngrímur Fannar Haralds- son, Addi Fann- ar, gítarleikari í Skítamóral, og Yesmine Olsson, dansari og söngkona, sem hafa verið saman í nokkur ár ... /""7 JÆJAi PA BYRJAR BALLIÐI FYRSTU RJUPNA VEIDI- v MENJNIRNIR . /""7 Ó, NEI! LÖGREGLUMENN, ILEIT AD HUGSANLEGUM v RJÚPNA VEIÐIMANNI! , >77 HE, HE! ^ PID TVEIR! ^ FARI-B UPP HRYGGINN! ÞAÐ SAST SIBAST v TIL ÞEIRRA ÞAR. RJUPNA- ^ VEIÐIMENN!?. Eins og fjallað vár um f DV í gær og nánar í leiðaranum í dag hefur Davíð Oddsson forsætisráðherra lýst því yfir að þjóðin þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af nýjum líf- eyrisskuldbindingum sem festa á í lög og snerta afkomu helstu ráða- manna þjóðarinnar. Ekki hvað hann sjálfan snerti því ekki sé lang- lífi í ætt hans. Því fer reyndar fjarri. Ef frá eru skildir faðir Davíðs og afi í móður- ætt virðist langlífi vera eitt helsta einkenni ættmenna Davíðs Odds- sonar og hafa þeir margir hverjir orðið manna elstir í sveit sinni. Fyrst ber að nefna ömmu Davíðs í móðurætt. Hún hét Ásta Jónsdóttir og var lengst af læknisfrú á Selfossi. Þar ólst Davíð upp að hluta. Ásta fæddist 1892 og lést 1987. Hún varð því 95 ára. Lúðvík Norðdal Davíðsson, eig- inmaður Ástu og afi Davíðs, varð reyndar aðeins sextugur og virðist í ættartrénu frekar vera undantekn- ing en regla þegar kemur að háum aldri. Það sama má reyndar segja um föður Davíðs, Odd Ólafsson lækni, en hann lést í Reykjavík í janúar 1977, þá 63 ára, en Oddur hafði átt við vanheilsu að stríða. Davíð Jónatansson, bóndi í Eyj- arkoti og síðar verkamaður í Reykjavík, var langafi Davíðs Odds- sonar. Hann fæddist á Marðarnúpi f Húnavatnssýslu 1858 og lést 1939; 81 árs að aldri. Eiginkona hans var Sigríður Jónsdóttir en hún varð 78 ára sem þótti hár aldur í Húna- vatnssýslum á fyrri hluta 20. aldar. Þá skal ekki gleyma móður Davíðs Oddssonar, Ingibjörgu Kristínu Lúðvíksdóttur, bankarit- ara í Landsbankanum og húsfreyju á Seltjarnarnesi, sem verður 82 ára á næsta ári. Að öllu samanlögðu lítur út fyrir að Davíð eigi alla möguleika á að verða manna elstur og þjóð sinni til halds og traust um ókomna fram- tíð. Þó það kosti sitt. Þá má taka fram að þótt allt færi á versta veg og Davíð næði ekki mjög háum aldri, fær Ástríður kona hans 50 prósent af eftir- launum forsætisráðherra eftir hans dag. Davíð Oddsson Langlifi einkenn- andiiætt hans- með einstaka und- antekningum. Davíð ekki Mur? Amma hans 9 • „Verst þótti þessum mönnum að berjast við undirlægjuhátt al- þýðunnar sjálfrar. Hvað er það í eðli þessarar þjóðar sem fær hana aftur og aftur til að kyssa á hönd yf- irboðarans? Hví þekkja menn eigi sinn vitjunartíma?" ’spyr Hrafn Jök- ulsson á vefritinu Kistan.is - í gagn- rýni um bólcina Fólk í fjötrum þar sem skrifað er um upphaf verka- lýðshreyfingarinnar á íslandi. Bar- áttufólk eins og Óttó N. Þorláksson, Ólaf Friðriksson og Bríeti Bjam- héðinsdóttur. Ritdómur Hrafns er í raun tvíeggjaður. Annars vegar gagnrýni á bók og hins vegar á ís- lensku þjóðina, sem á fjögurra ára fresti kýs og kyssir á hönd yfirborð- ara sinna. Skýrasta vitnið um það em eftir vill atburðir líðandi viku; fmmvarp um lífeyris- og launabæt- ur æðstu manna þjóðfélagsins sem nú liggur fyrir Alþingi. Verkalýðs- hreyfingin mótmælir því, en getur líldega trútt um talað enda vaða forystumenn hennar upp í hné í peningum lífeyris- sjóðanna. Þarf ekki baráttumenn sem sækja að verkalýðselít- unni?... Véðrið »/ Hvassvi*ri * * -2* *Strekklngur * * Allhvasst **............_.c/ csi. Strakkingur -2( +0 íllífvasst Strekklngur Nokkur'- ; n vrndur “ U + 1* -'Strekkingur +3 Q TÍTni lokkur vindur Strekkingur é é v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.