Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Qupperneq 23
DV Fókus LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 23 Krakkar í kennslustund Margar nýjungar hafa verið teknar upp i íslensku grunnskóiastarfi á und- anförnum árumi; ekki sist eftir að rekstur þessa skólastigs var færðuryfir til sveitarféiaga árið 1996. bakgrunn Fjölskylda frá Svíþjóð „Mestu viðbrigðin eru kannski að koma í náms- og féiagsum- hverfi sem er miklu harðara en nokkru sinni úti, "segir Ellisif Katrin Björnsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Gísli Reyr Stefánsson, og dæturnar Una Valgerður og Urður Björg. „Mér fínnst að börn eigi að fa að vera börn og eigi ekki að þurfa að bera ábyrgð á sjálfum sér, yngri systkinum og heimili á sínum fyrstu árum í grunnskólanum." korai ekki heim fyrr en undir kvöidmat. „Þetta reyndist okkur erfitt þar sem Una Valgerður kom úr miklu verndaðra umhverfi og alls ekki tilbúin að ganga sjálfala. Það var erfitt fyrir hana að vera eina barnið úr sínum ár- gangi sem nýtti sér gæsluna eftir skóla. En ég tel að ekki sé við skólakerfið að sakast. Boðið er upp á þessa þjónustu en ein- hverra hluta vegna hafa foreldr- ar ekki áhuga á að nýta sér hana. Mér finnst að börn eigi að fá að vera börn og eigi ekki að þurfa að bera ábyrgð á sjálfum sér, yngri systkinum og heimili á sín- um fyrstu árum í grunnskólan- um.“ stóðu íslenskir nemendur sig mjög vel í samanburði við aðra. Þar voru t.d. einungis sjö lönd með mark- tækt betri útkomu en við í stærð- fræðiþættinum og við vorum enn ofar í lestrarþættinum," segir Gerður. Fleiri tungumál Hvað varðar skólahúsnæði í Reykjavík segir Gerður að óvíða hafi verið jafn myndarlega staðið að uppbyggingu þess og hér. „Við erum í fremstu röð á mörg- um sviðum. Þar má t.d. nefna þann sess sem listir og verkgreinar hafa í skólunum hjá okkur, þótt við vildum kannski hafa þann sess enn hærri. Við kennum nemendum okkar fleiri tungumál en sumir gera, til dæmis Bandaríkjamenn sem kenna gjarnan engin erlend mál. Hjónin Helga Kristjánsdóttir og Kristján Þorsteinsson fluttu til Felix- stowe á austurströnd Englands haustið 1996, þar sem Kristján starf- aði á vegum Eimskips. Með þeim var sonurinn Helgi sem hóf skólagöngu sína nokkrum dögum eftir að út var komið, þá fimm ára. Fjölskyldan bjó í Felixstowe í tæp þrjú ár. Helga minnist upphafsdaga sonar síns í skólanum með jákvæðum huga. „Það voru allir hjálplegir við að gera námið sem aðgengilegast fyrir hann. Helga líkaði vel í skólanum nánast frá fyrsta degi, en ég var með honum í tímum fyrstu íjórar til fimm vikurn- ar. Aðallega til að túlka fyrir hann, því hann kunni aðeins fáein orð en gat samt talið upp að tíu á ensku. Allt samstarf við starfsfólk skólans var til fyrirmyndar. Hann eignaðist fljótlega góða vini sem hann hefur heimsótt sfðar," segir Helga. Agi og samkennd í Bretlandi byrja börn fyrr í skóla en á íslandi, eða á þeirri önn þegar þau verða fimm ára. Barn sem á af- mæli í febrúar byrjar til dæmis í skóla á vorönn. Verði barn fimm ára í nóvember byrjar skólagangan á haustönn. Sumarfríið er fjórar til sex vikur, en síðan koma þrjú vikufríyfir skólaárið. Það er á haustin, í febrúar og loks í maí. Hugmyndir úr suðupotti Tíðkast hefur að skólastjórar í Reykjavík fari utan árlega til að kynna sér nýja strauma og stefnur í skólastarfi. Þeir hafa meðal annars kynnt sér sérkennslu í Kanada og fjárhagslegt sjálfstæði einstakra skóla í Bretlandi. „Við höfum tekið margar hugmyndir frá Bandaríkjunum, enda hefur lengi verið þar frjó umræða um skólamál. Þetta er stórt land og þangað kemur fólk hvaðanæva að. Mikill suðupottur. Nú sækjum við þangað til dæmis fyrirmyndir um einstaklingsmiðað nám og tengsl skólans við grenndarsam- félagið. Fyrirmyndir um þessa þætti er einnig að finna í einstök- um skólum í öðrum löndum." Gerður G. Óskarsdóttir segir fræðsluyfirvöld í Reykjavík hafa „Ef foreldrar hafa tök á,“ segir Helga, „þá reyna þeir að taka sín frí á þessum tíma til þess að geta verið með börnunum. Það er gert ráð fyrir þessum fríum í þjóðfélaginu og ým- islegt skemmtilegt og fræðandi er í boði fyrir börnin þessar vikur." Við samanburð á breska og ís- lenska skólakerfinu segir Helga að agi koma fyrst upp í hugann. Lögð hafi verið áhersla á góða samvinnu milli nemenda og samhjálp. „Þeir eldri höfðu til dæmis það hlutverk að líta til með þeim yngri úti í frí- mínútum, leika við þá og aðstoða á allan hátt. Kennarar voru jafnframt úti við gæslu. Við þetta skapaðist samkennd í skólanum og við fund- um að hún var enn fyrir hendi gagnvart Helga þegar við komum þangað í heimsókn þremur árum síðar." Aðstoðarfólk í hverjum bekk Helga segir enn fremur að hug- takið einsetinn skóli þekkist ekki f Suffolk, héraðinu þar sem Felix- stowe er. Annað hreinlega tíðkist ekki. „Áberandi var hversu foreldrar tóku mikinn þátt í skólastarfi og unnu mikið sjálfboðastarf. Þeir voru duglegir að safna peningum fyrir skólann og rann þá ágóðinn óskertur til hans. Mér er minnis- sett sér það markmið að nám nemenda verði einstaklingsmið- aðra en nú er og samvinna aukist. „Það eru deildar meiningar um heimanám. Sumir vilja alls ekki hafa það en aðrir leggja á það áherslu. Ég er í seinni hópnum. Nú er margt að gerast í skólunum hvað varðar fjölmenningarlegt samfélag og Austurbæjarskóli er t.d. móðurskóli í Reykjavík í fjöl- menningarlegri kennslu. í skóla- starfi borgarinnar höldum við ör- ugglega áfram að sækja okkur góðar fyrirmyndir til annarra landa. En skólamenn frá öðrum löndum hafa einnig komið í kynnisferðir til okkar - og ekki hefur verið annað að heyra en sitthvað fróðlegt hafi hér verið að finna." sigbogi@dv.is „Þeireldri höfðuti! dæmis það hlutverk að líta til með þeim yngri úti i fríminútum, leika við þá og að- stoða á allan hátt." stætt að kennari Helga kom þeim skilaboð um til foreldra að ef til væri skápur eða hirsla á heimilinu sem ekki væru not fyrir lengur mætti gjarnan láta hana vita. Hjá okkur var gömul kommóða sem við ætluðum að henda en höfðum ekki komið í verk. Það er ekki að orð- lengja það að kommóðan fór í skól- ann, var dubbuð upp og máluð og kom að góðum notum. Þetta er að- eins lítið dæmi um nýtnina sem var þarna og þetta finnst mér til eftir- breytni." Aðspurð segist Helga ekki frá því að Bretar nái að sinna hverjum ein- staklingi betur en hér heima. Að- stoðarfólk hafi verið í hverjum bekk, sem létti miklu álagi af kenn- aranum. Þannig hafi hann betur getað sinnt þeim nemendum sem aðstoð þurftu. Fjöldi barna í hverj- um bekk hafi verið svipaður og hér heiina, það er um tuttugu nemend- ur. Því fyrr því betra Um þriggja ára skólagöngu í Englandi segist Helga trúa því að hún hafi gert syni sínum gott, með tilliti til tungumáls, félagslegrar reynslu, kynni af erlendum þjóðum og fleira. „Það eykur víðsýni að hafa búið erlendis, hann býr að enskunni og á auðvelt með að halda henni við. Enda mikill hluti sjónvarpsefnis á ís- landi á ensku. Þegar ég lít til þeirra kynna sem ég fékk af bresku skóla- kerfi finnst mér lágmarkskrafa að allir skólar verði einsetnir og boðið verði upp á heitar máltíðir fyrir börnin innan skólans. Nú þegar er vetrarfrí í flestum skólum og skóla- árið að lengjast. Þetta er ef til vill þróun í átt að því sem tíðkast er- lendis og að sumarfrí skólabarna styttist enn frekar. Einnig mætti byrja að kenna börnum erlend tungumál fyrr en nú er gert. Þessi reynsla sem við höfum sýnir okkur að börn eiga tiltölulega létt með að læra önnur tungumál. Því fyrr sem þau byrja, því betra." Helga og Helgi „Það eykur viðsýni að hafa búið erlendis, hann býr að enskunni og það er auðvelt að halda henni við,"segir Helga Kristjánsdóttir. Hún og sonurinn hjálpast að við heimanámið. Þrjú ár í Felixstowe í Englandi Mættum hefja tungumálakennslu fyrr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.