Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fréttir DV Foringjarfá formannslaun Snemma í gærmorgun var ríkisstjórnarfundur í stjórnarráðinu. Að sögn Guðna Ágústssonar var hið umdeilda frumvarp um kjarabreytingu æðstu stjórnenda landsins ekki til umræðu. DV spurði Guðna um afstöðu hans til frum- varpsins.“Þú spyrð bara verkalýðsforingjana," sagði Guðni. „Hvernig semja þeir við sína forstjóra í lífeyris- sjóðunum og á hvaða for- mannslaunum eru forystu- menn verkalýðsfélaganna þegar þeir ráðast á þrjá framkvæmdastjóra í stjórn- arandstöðu?" Net eMax stækkar Netþjónustufyriryækið eMax hefur sett upp sendi í Hrútafirði en þetta er þrett- ánda sveitarfélagið sem fær þráðlausa netþjónustu um örbylgju. Á næstu þremur mánuðum er stefnt að því að setja upp senda í sex sveitarfélögum á Suður- og Norðurlandi. Laug til um dauða foreldra Þjóðverji á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir svik. Maðurinn stundaði þann ijóta leik að fá dánar- vottorð fyrir foreldra sína fjörutíu sinnum í þeim til- gangi að fá aðstoð hjá líkn- arféíögum og hjálparstofn- unum. Hann fór á milli stofnana og óskaði eftir fjárframlögum vegna útfar- ar foreldra sinna og einnig sagðist hann þurfa fé til að jafna sig á sorginni. Talið er að hann hafi haft um hálfa milljón króna upp úr krafs- inu. Foreldrar mannsins eru við hestaheilsu. Óðinn gerður út Varðskipið Óðinn, sem legið hefur við Ingólfsgarð síðustu misseri, verður aft- ur tekið í útgerð Landhelg- isgæslunnar á næstu dög- um. Nú er verið að endur- nýja pústkerfi aðalvéla í varðskipsins Ægis, yfirfara vindur og setja upp nýjan gervihnattabúnað sem opna á nýja möguleika við gæslustörf. Á meðan við- gerð Ægis stendur yfir er Óðinn gerður út, en skipið var gert haffært í maí síð- astliðnum til að vera til taks væru hin skipin úr leik. Óðinn kom upphaf- lega til landsins laust fyrir 1960 og þykir hafa þjónað hlutverki sínu vel í áranna rás. Skjal sem sannaði íslandsáhuga Við húsleit hjá dönsku Hells Angels fyrir nokkrum árum fannst skjal sem sýndi að samtökin hefðu áhuga á íslandi og væru með starf- semi hér. Blaðamaður Dag- bladet í Noregi segir að þar sem mótorhjólagengin ráði allri dópsölu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku væri í raun fá- ránlegt að halda því fram að þau kæmu ekki mikið við sögu á íslandi. „Það er búist við miklum látum en ég vona að til þess muni ekki koma,“ sagði lögreglukona á Kefla- víkurflugvelli í gær. Hópur Vít- isengla ásamt tveimur Islendingum úr vélhjólaklúbbnum Fáfni voru á leiðinni með flugi frá Osló. „Þeir sem eru að koma eru ekki orðnir fuOgild- ir Vítisenglar heldur eiga þeir eftir að sanna sig,“ sagði Tinna Víðisdóttir staðgengill sýslumanns. „Þeir eru oft hættulegri en fullgildir Vítisenglar." Lögreglan var með mikinn við- búnað. Yflr þrjátíu lögreglumenn frá Víkingasveitinni, Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli og lögreglunni í Keflavík biðu eftir að farþegar úr fluginu frá Osló kæmu inn í flug- stöðina. Fyrr urn daginn hafði ríkis- lögreglustjóri varað við því að hópur Vítisengla væri í vélinni og gæti orð- ið til vandræða. Ekki er langt síðan sextán Vítisenglum var vísað úr landi en sá hópur hótaði að næst þegar þeir kæmu yrðu læti. „Við höf- um slæma tilfinningu fyrir þessum mönnum," sagði Tinna. „Þetta eru Hans frá Noregi „Við erum komnir til íslands tilað skemmta okkur.“ engin englabörn þrátt fyrir að vera englar." Langarsakaskrár Farþegarnir streymdu inn í ílug- stöðina. Mæður með börn, gamalt fólk og unglingar. Meðal þeirra voru Vítisenglar með yfir þriggja síðna sakaskrár. Fljótlega tók lögreglan fyrsta engilinn og fór með hann af- síðis. Einn af öðrum voru þeir teknir höndum og á tímabili var útlit fyrir að allt gæti endað vel. Skyndilega tók Jón Trausti Lúthersson, einn af íslendingunum í hópnum, sig til og hrækti í átt til sýslumanns. Síðan neitaði hann að framvísa vegabréfi sínu og sló lögreglumann í andlitið. Lögreglumaðurinn var fluttur á spít- ala með nefbrot og höfuðkvalir. Djöfulsins styrkleiki Nokkrir lögreglumenn reyndu að stöðva Jón en hann sparkaði og barði frá sér. „Eruð þið svona marg- ir,“ öskraði hann og bætti við: „Djöf- ulsins styrkleiki." Á endanum lágu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.