Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 31
DV Fókus LAUGARDAQUR 13. DESEMBER 2003 31 l Davíð Stefánsson inrepkamena í Ljóð virðast njóta vaxandi vin- sælda, og þá sérstaklega meðal ungs fólks, hverjar sem ástæðurnar kunna að vera. Ef til vill er það vegna áhrifa frá rappinu, þar sem færni með orð og rím eru í fýrirrúmi. Ef til vill er það vegna þess að í heimi sem virðist verða stöðugt óöruggari þurfum við meira á skáldum að halda. Eða mögu- lega er það bara vegna þess að í heimi þar sem allt gengur stöðugt hraðar fyrir sig hefur fólk einfaldlega ekki tíma til að lesa bækur, þannig að hið knappa form ljóðsins hentar vel á milli auglýsinga og sífellt fleiri sjón- varpsstöðva þar sem öllu þarf að koma frá sér í sem stystu máli. Að minnsta kosti virðist ljóðagerð höfða meira til fólks en hún hefur gert lengi, þó að formið hafi virst deyjandi fyrir rétt um áratug. En um hvað yrkja skáldin? Fyrir tíu árum var tómhyggjan allsráðandi. Múrinn var fallinn, hug- sjónirnar horfnar og lífsgæðakapp- hlaupið var í algleymingi. Það virtist ekkert lengur til að berjast fyrir. Þá sjaldan skáldin ortu, ortu þau helst um að það væri ekkert til að yrkja um. Þau virtust helst vera andvaka í dimmum herbergjum og umheimur- inn hvorki angraði þau né veitti þeim innblástur. Kristján Kristjánsson var einn hinna ungu skáida og gaf út bók- ina „Spegillinn hefur ekkert ímynd- unarafl" en titillinn er lýsandi fyrir hugarástandið. í ljóðinu Draumrof segir: „Að vakna um nótt, finna sig vakna einan um nótt, vita sig vakna. nótt eftir nótt ..." Annar maður sem engdist í myrkrinu var Jón Stefáns- son, sem segir: „og myrkrið er bara svartur köttur sem hleypur yfir göt- una með fugl í kjaftinum." Meira að segja myrkrið er lítils virði, en Jón læt- ur það ekki stöðva sig og segir annars staðar: „ég ætla samt að yrkja þetta tilgangslausa ljóð og tileinka andar- drætti mínum.“ Skáld 10. áratugarins voru eins og hermenn sem biðu eftir að stríðið hæfist. Tíu árum síðar er það hafið, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Öflugasta herveldi heims varpar sprengjum á þróunarlönd, yfirleitt með stuðningi íslenskra stjórnvalda. Lífsgæðakapphlaupið er enn á fullu, og þó engu nær því að nokkur nái í mark. Bilið á miUi ríkra og fátækra eykst stöðugt, og auðæfin færast yfir á færri hendur. Þau vandamál sem ungskáldin fást við í dag eru því hvorki tómið né myrkrið, og því síður að ekkert sé til að yrkja um. Meðal dæma um nýja skáldahópa sem hafa látið að sér kveða undanfar- ið eru fólkið í og í kringum hópana Aginíu, Ljóð.is og NýhU. Pirraður ungur maður „Það er alitaf verið að halda að manni misgáfulegum skáldsögum, en það eru engin markaðsöU bak við Ijóðið,“ segir Davíð A. Stefánsson sem er um þessar mundir að gefa út sína þriðju íjóðabók, Uppstyttur. Hann er einnig, ásamt Jóni Gunnari Gylfasyni og Sólveigu Eddu Vilhjálmsdóttur, ritstjóri Ljóð.is, sem einnig er að gefa út ljóðabók fyrir jólin, bókina hund- rað og 1 ljóð. Ljóð.is var stofnað fyrir tveimur árum sfðan, og hefur þegar fengið innsend um 7000 ljóð. „Ókkur fannst lógískt að Netið gæti tekið við ljóðinu. Þetta getur verið svona miUi- þroskastig fyrir höfunda, frá því að skrifa fyrir skúffuna og þangað til þeir fara að gefa út bækur.“ I inngangi Ljóð.is bókarinnar segir hann að ljóð- ið deyi ekki fyrr en manneskjan hætt- ir að finna til, eða hættir að vera til. Ljóð eigi því erindi til allra. „Margir halda að skáld séu einhvers konar gátumeistarar, og að ljóð séu einhvað torf sem erfitt er að skilja. Það sama er uppi á teningnum með myndlistar- sýningar. Almenningur fer lítið á þær vegna þess að hann heldur að hann fatti þær ekki. En hver sem er getur fengið eitthvað útúr þvf að horfa á málverk, hvort sem hann er lærður eða leikmaður." Viðfangsefni Davíðs eru innhverf fremur en úthverf. „Hin innri leit kemur á undan hinni ytri leit. En ég er að vinna mig upp í að verða pólitísk- ur.“ Ertu reiður ungur maður? “Nei, en verandi fslendingur er ég mjög pirraður ungur maður. FóUc sit- ur á kaffihúsum og kvartar um stjórn- völd og aðhefst ekki neitt. En ég held að við séum smám saman farin að öðlast sjálfstraust til að rífa kjaft." Stuð að vera reiður: „Stefnuskrá okkar er að vera póli- tískir og skemmtilegir,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl sem er meðlimur í fé- lagsskapnum NýhU. Nýhilhópurinn var stofnaður fyrir um tveimur árum síðan með uppsetningu heimasíðu, en fyrsta útgáfa þeirra var bók Eiríks, Heimsendapestir. Síðan hefur hópur- inn verið duglegur að gefa út, og fór á upplestrarferðalag um landið síðasta sumar. I haust kom út bókin Af stríði, sem gefin var út til að mótmæla stríð- Davíð Stefánsson „Það eralltafverið að halda að manni misgáfutegum skáldsögum en það eru engin markaðsöfl á bak við Ijóðið." * Ljóðakvöld Aginu „Viðsöfnuð- um saman öllum þeim ungskáld- •J’ í ír? um sem við nádum i og fengum Andra Snæ rithofund sem sér- stakan gestafyrirlesara." .p' ... I .A? i- - inu í írak. „Þegar stríðið byrjaði sát- um við allir á rassgatinu og nöguðum okkur í handabökin. Við Haukur Már (ritstjóri bókarinnar) vorum staddir í Berlín, og sáum þar ítalska bók sem fjaOaði um stríðið aðeins sjö árum eftir að það hafði opinberlega endað, og vorum heillaðir af framtakssem- inni. Nútímaþjóðfélagið gengur hratt fýrir sig, og byltingin þarf helst að hafa betri viðbragðstíma. Maður myndi líka ætla að það væri minna mál að skrifa eina bók en að flytja hundruði þúsunda hermanna yfir hálfan hnöttinn." Bókin kom þó ekki út fyrr en í haust. „Það var ekki verra, þar sem að allir voru orðnir svo leiðir á stríðinu í sumar en eru farnir að verða meðtækilegri aftur. Á Islandi þykir byltingin alltaf svo leiðinleg að fólk þarf að hvfla sig aðeins á henni." Hvað er eiginlega Nýhil? „Það er engin stjórn í Nýhil. Það er enginn sem getur bannað þér að gefa út bók undir nafni Nýhils. Við mynd- um í mesta lagi koma heim til þín og berja þig. En ef einhver nálgast okkur við erum með aðila sem getur séð um umbrot og hönnun bóka, og við myndum kynna hana og sjá til þess að skáldið fengi vettvang til að koma fram á. En allur kostnaður, sem og höfundaréttur, væri í höndum skáldsins." Vorðuð þið alltaf pólitískirl „Við fórum að finna meiri og meiri þörf fyrir að bregðast pólitískt við. Þetta er einnig félagspólitískt, ekki bara barátta gegn Davíð eða Bush, heldur á víðari grundvelli líka. Ástæð- an fyrir því að við stundum pólitík er að það ættu allir að gera það. Það er ekká fyrr en allir leggja lóðin á vogar- skálarnar að eitthvað fer að gerast.“ En þið berjist fyrst og fremst með orðum? „Enn sem komið er. Nýhil er þó fyrst og fremst hryðjuverkasveit. í nú- tímaskilgreiningu eru nefnilega ansi margir orðnir hryðjuverkamenn, hvort sem það eru námuverkamenn í Bólivíu eða Eminem, og við föllum víst undir þá skilgreiningu." Ertu reiður ungur maður? „Ég er allaveganna ekkert sérstak- lega fúll. Ég sit ekki heima og græt eða gnísti tönnum. Það er stuð að vera reiður. Ég fór í mótmælagöngu í Berlín, og bjóst við að þurfa að standa þarna með kreppta hnefa og láta rigninguna berja mig meðan ég hlustaði á leiðinlega ræðuhöld eins og hérna heima, en það fyrsta sem ég sá var eldgleypir, og annar hver mað- ur var í grímubúning. Það er gaman að vera okkar megin, og leiðinlegt að vera þeirra megin. Við erum jú að reyna að gera gott.“ Dreifa Ijóðum um bæinn „Við vissum af fólki úti um allan bæ sem var að skrifa ljóð, en það var eiginlega enginn vettvangur fyrir það. Ef maður hefur áhuga á fótbolta fer maður í eitthvað fótboltafélag, en hvert átti fólk sem hefur áhuga á ljóð- urn að leita?" segir Steinunn, sem ásamt vinkonu sinni Guðrúnu sótti um styrk hjá Hinu húsinu síðasta sumar. Þær stofnuðu ljóðahópinn Aginíu, og hófu að dreifa ljóðum um bæinn, krítuðu þau á gangstéttir, hengdu upp á þvottasnúrur og geng- um um með þau f hjólbörum og buðu fólki að draga. Þetta síðastnefnda kölluðu þær að „flytja ljóð," en þetta varð ekld eini vettvangurinn fyrir ljóðaflutning, því þær stóðu einnig fyrir ljóðakvöldum á Bláa barnum. „Við söfnuðum saman öllum þeim ungskáldum sem við gátum náð í, og fengum Andra Snæ rithöfund sefn sérstakan gestafyrirlesara. Við bjugg- umst við því að svona tveir myndu mæta á fyrsta kvöldið, en það varð pakkað út úr dyrum svo það var ákveðið að hafa þetta annan hvern miðvikudag um sumarið, og það var alltaf jafn fullt." Hápunktinum var svo náð á Menningarnótt, þegar Nótt hinna löngu ljóða var endurvakin á skemmtistaðnum Nasa, en nokkur ár eru síðan hún var haldin síðast. Meðal lesara voru Einar Már, Hall- grímur Helgason og Steinunn Sig- urðardóttir, ásamt rjóma ungskálda Reykjavíkur. Aginía hef- ur haft hægt um sig frá sumarlok- um, sökum anna í námi og starfi, en hefur nú fengið nýjan meðlim, Sigríði, og stefnir að áframhaldandi starfi eftir áramót. vatur@dv.is Lofkvæði Ég mun hörfa Það er ekki að fara að hefjast neitt stríð lofa að skipta mér ekki af þvf Ég mun hörfa lofa að vera falleg og lofa að þegar þeir hafa sprengt Hér er verkefni fyrir gáfaðri halda kjafti sérleið mann lofa að vera ekki feit inn (hjarta óvinarins Maður minn! Pólitíkin! lofa að tala ekki, lofa þér að tala slitið þar sundur slagæðar Ég hef loks afráðið að segja eitt- lofa að hlusta á þig, lofa að og fiéttað úr þeim bræðralagið hvað sem skiptir máli. koma hérna En fyrst verð ég að hætta að lofa að leggjast með þér, lofa Undir góna á afgreiðslustúlkur. þér að fá'ða frelsiskór fjölmiðla Það verður ekkert vont í þessu lofa þér að sofna og/eða æla mun ég hörfa Ijóði. lofa þér að sofa úr þér í hálsakot þltt. Það verður ekkert vont í þessu lofa að vekja þig ekki (ALDREI) Ijóði. lofa að fyrirgefa þér allt Þar er mjólk, (maður á aldrei að endurtaka lofa að allt verði gott og svo þar er hiti sjálfan sig, nema maður hafi lofa að fara með þér til helvítis þar er Iffið þitt einhverju við að bæta) aftur Það vont ekkert Ijóði í verður og aftur og djúpt ég dreg þessu. og aftur... það fmig Sá sem á síðasta orðið, hefur ogdey alltaf réttfyrirsér. Hilda öllum nema þér G W. Bush er frankenstein-luðra úr bókinni Ijóð.is: hundrað og 1 (leyfum pólitíkinni að fljóta Ijóð Davfð A. Stefánsson úr bókinni Uppstyttur með). EiríkurÖrn Norðdahl úr Ijóðinu Það er ekki að fara að hefjast neitt stríð Birt í bókunum Nihil Obstat og Af stríði i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.