Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fókus 0V Flestir leikarar í Hollywood taka sér ný nöfn þegar frægðin ber að dyrum því það dugar víst ekki að láta rugla sér saman við einhvern meðaljón. Hér á landi hefur það verið algengara að fólk fái á sig við- urnefni frekar en að það skipti um nafn, þótt hið síðarnefnda hafi reyndar aukist síðustu árin. Með nýj- um menningaráhrifum og breyttum viðmiðum í samfélaginu hafa nafnabreytingar aukist talsvert. DV stiklar á stóru í sögu nafna, nafngifta og nafnbreytinga íslendinga. í barnaskóla lesa krakkar um ís- lenskar hetjur og fræðimenn sem margir hverjr báru eftirminnileg viðurnefni. Nöfn eins og Skalla- Grímur, Sviða-Kári, Ari fróði og Auður djúpúðga þekkja allir. Sú hefð að gefa mönnum viðurnefni hefur haldist vel við á Islandi, sér- staklega í minni bæjarfélögum úti á landi. Þar fær næstum hver hræða nafngift einhvern tímann á lífstíð- inni, hvort sem henni líkar betur eða verr. Áður voru menn yfirleitt kenndir við þann bæ sem þeir bjuggu á eða við eitthvert þrekvirki sem þeir unnu. Nú er það líklega al- gengara en hitt að nafngiftin sé ætluð til að níða viðkomandi niður. 3 Daddar og Svali Sverrir Þór Sverrisson var valinn Sjónvarpsmaður ársins á Eddunni í fýrra. Þegar nafn hans var kallað upp leit fólkið í salnum hvert á annað og vissi ekkert hvaða maður þetta var og fólk sem horfði á sjónvarpsút- sendinguna hefur eflaust yppt öxl- um líka. Það var ekki fyrr en Sverrir þessi gekk upp á sviðið og tók við verðlaununum að fólk fattaði að þetta var Sveppi á Popptíví. Þetta á við um fleiri. Sigvaldi Kaldalóns, útvarpsmaður á FM957, var kallaður Daddi af vinum og fjöl- skyldu þegar hann hóf störf á stöð- inni. Þá voru þar fyrir þrír aðrir sem kölluðu sig Dadda þannig að honum var gefinn sá kostur að kalla sig Svala eða Valda. Hann valdi Svala og þekkja hann fáir undir öðru nafni síðan. Annar er Daddi diskó. Sá heit- ir réttu nafni Kjartan Guðbergsson en vegna vinnu sinnar sem plötu- snúður til margra ára undir hinu nafninu þekkist hann vart undir öðru. Plötusnúðurinn og útvarps- maðurinn Þorsteinn Hreggviðsson hefur alltaf verið kallaður Þossi. Plötusnúðurinn Róbert Aron Magnússon hefur gengið undir óteljandi nöfnum á þeim tíma sem hann hefur verið ein aðalsprautan í íslenskri hip hop-menningu. í fyrstu var það einfaldlega Robbi rapp en svo breyttist það í Robba Chronic eftir samnefndum útvarpsþætti sem hann hefur haldið úti í fjölmörg ár. Aðal sviðsnafnið hefur samt alltaf verið Dj Rampage en á því hafa komið ótal útfærslur á borð við Ram Dog. Halldór Guðjónsson? Það er algengt meðal rithöfunda að þeir taki upp sérstök skáldanöfn þegar þeir hefja feril sinn, þótt minna hafi verið um það í seinni tíð. Þekktasta dæmið er líklega af Hall- dóri nokkrum Guðjónssyni sem breytti nafni sínu í Halldór Kiljan Laxness. Steinn Steinarr var bara ósköp venjulegur Aðalsteinn Krist- mundsson framan af aldri og Guð- mundur Kamban var skírður Guð- mundur Jónsson. Kristján Níels Júlí- us Jónsson varð skáldið Káinn og Unnur Benediktsdóttir tók sér skáldanafnið Hulda. Guðmundur Magnússon þótti heldur ekki nógu gott og var breytt í Jón Trausti. Af starfandi rithöfundum er Didda lík- lega besta dæmið um höfundarnafn. Glæpasagnahöfundurinn Stella Blómkvist hefur reyndar bæst í hóp- inn síðustu árin en aldrei hefur feng- ist upp gefið hver er á bak við það nafn. Sprengja með rappkynslóðinni Tónlistarmenn hafa margir hverjir tekið þá ákvörðun að koma fram undir öðru nafni en þeim er gefið. Annars staðar í blaðinu er fjallað um David Bowie sem margoft hefur tekið upp nýtt nafn á sínum ferli en íslenskir popparar hafa líka látið til sín taka á þessum vettvangi. Bubbi Morthens heitir auðvitað ekki Bubbi heldur Ásbjörn Kristinsson Morthens og Megas heitir Magnús Þór Jónsson. Söngkonan Magga Stína heitir Margrét Kristín Blöndal og Dr. Gunni heitir Gunnar Lárus Hjálmarsson. Þórhallur Skúlason hjá Thule-plötuútgáfunni kallar sig gjarnan Thor og Krummi í Mínus heitir í þjóðskrá Oddur Hrafn Björg- vinsson. Nýjasta viðbótin í tónlistar- flóruna hérlendis er ungu rappar- arnir og þar telst enginn maður með mönnum sem notar skírnarnafnið sitt. Ragna Kristjánsdóttir var ein þeirra fyrstu sem gátu sér nafn hér- lendis og hún kallaði sig Cell 7 en eftir að sprengja varð í útgáfu rapptónlistar í fyrra er listinn nær ótæmandi. Móri, 7berg, Swarez, Tiny, Opee og Sesar A, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Ættarnöfn tekin upp sem millinöfn Og það eru fleiri. Tveir myndlist- armenn koma strax upp í hugann þegar þessi mál eru skoðuð. Þeir eru Guðmundur Guðmundsson sem bæði íslendingar og útlending- ar kalla Erró. Þorleifur Morthens fór sömu leið og Bubbi bróðir hans og kallar sig Tolla. Smákrimminn og kvikmyndastjarnan Lalli Johns heitir réttu nafni Lárus Björn Svav- arsson og þannig mætti lengi telja. Auk þeirra viðurnefna og lista- mannsnafna sem farið hefur verið yfir hér eru nafnbreytingar nokkuð algengar. Tveir valinkunnir fjöl- miðlamenn hafa tekið sér milli- nöfn á fullorðinsárum, þeir Sig- mundur Rúnarsson, sem bætti Ernir við fyrir um tuttugu árum, og Steingrímur Ólafsson, fyrrum fréttamaður á Stöð 2, sem bætti Sævarr við fyrir nokkrum misser- um. Þeir eru alls ekki þeir einu sem þetta hafa gert. Nokkuð margir virðast líka vera farnir að bera ættarnöfh sem milli- nöfn. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands leyfist fólki ekki að taka upp ættarnöfn án einhvers skyldleika við viðkomandi ætt en þess í stað komast margir fram hjá reglunum með því að taka upp ætt- arnöfn sem millinöfn en halda föð- urnafni sínu. Sem dæmi um þetta má nefna Friðrik nokkurn Jónsson sem jafnan þekkist undir ættarnafn- inu Weisshappel. M I verslunum Lyfju færðu úrval af dekurgjöfum Verð frá 1.848 kr llmandi gjafakassi fyrir ungar konur Glæsile'gar sokkabuxur - með í pakkann &LYFJA CLARINS ---p a r i s- Dekurpakkinn hennar Verö 2.490 kr. % Gjafir sem gæla við líkamann \ i y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.