Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fréttir DV Kínastjórn vill meiri fisk Kínversk stjórnvöld veita skattaívOnanir fyrir innílutt- an fisk í þeim tilgangi að styðja við bakið á þeim kín- versku fyrir- tækjum sem nú eru f harðri samkeppni við íslenskar fiskafurðir á mark- aði í Evrópu. Galdur Kínverj- anna felst í því að flytja inn fisk og vinna úr honum verðmætari afurðir með ódýru vinnuafli. Kínverjar hafa keypt fisk í Evrópu og flutt hann frystan með skip- um til Kína. Þar er hann lát- inn þiðna og hann unninn áður en hann er fluttur aftur til Evrópu og seldur ódýrari en fiskur sem unninn er með dýrara vinnuafli í Evrópu. Vefmiðillinn Intrafish greinir frá því að kínversk stjórnvöld hvetji til innflutningsins með því að lækka tolla og skatta á hráefninu. Frændurnir tveir sem rændu Bónus í Kópavogi vopnaðir í vikunni eru í vinahópi sem meðal annars stóð að innbroti í Keflavík, þaðan sem haglabyssur frændanna voru fengnar. Lögreglan leitar höfuðpaursins í Keflavíkurráninu. Vitorðsmaður í Bónus reyndi að sprengja sig upp og drekkja sér. Lögreglan leitar pilts með hyssur 33 létust í slysum Alls hafa 23 látist í um- ferðarslysum á árinu sem er að líða, 13 karlar, 8 konur og tvö börn. Það er einum fleira en í fyrra en þá létust 22 í umferðarslysum. ÞeUa kemur fram í upplýsingum sem Landsbjörg sendi frá sér í gær. Aðeins tveir mán- uðir voru slysalausir, janúar og febrúar, en flest umferð- arslysin urðu í júlí og ágúst - þá létust tfu manns. Að umferðarslysum slepptum létust ellefu manns í annars konar slysum á árinu. Gervitré eða ekta? „Ég er búin að nota sama gervitréð í fimmtán ár. Keypti það í Vörumarkaðnum sáluga við Ármúia. Það var ansi skemmtileg búð. Tréð er nátt- úrlega alltafjafnfallegt og svo þegar jólin eru búin skelli ég því ipoka með skrauti og ser- íu. Skömmu fyrir jól tek ég tréð út og rétti úr því eins og ball- ettdansara. Þá segja allir„veil". Svona er ísland ídag.“ Rósa Ingólfsdóttir fjölmiðlakona „Jólatréð verður að vera ekta. Ég vil hafa tréð stórt, ekki lægra en 2,5 metra, og barr- heldið. Það er alltaf skemmti- leg stemning að fara með fjöl- skylduna að velja tréð. Ég set svo fyrstu tvær kúlurnar á tréð og þá tekur konan við. Gervi- tré kemur ekki til greina, mér finnst það eins og að hafa gúmmíöndí matinn." Jói Fel bakarameistari 11::; i i . ’ |j V j£_ V 1 ■áár.’i * t 1 • ! 'jjrjg a! 1 ;■ .... * MHEW-, : Hópur félaga undir tvítugu er undir smásjá lög- reglunnar vegna ráns í Bónus f Kópavogi og þjófn- aðar á sex haglabyssum í Keflavík fyrir skemmstu. Um er að ræða sama vinahóp og réðst inn á heim- ili fjölskyldu frá Filippseyjum í Breiðholti í haust. Höfuðpaur innbrotsins í Keflavík í síðustu viku er eftirlýstur af lögreglu og er hann grunaður um að hafa undir höndum tvær af byssunum. Fjórir Keflvíkingar í hópnum brutust inn á heimili í Keflavík í síðustu viku og höfðu þaðaná brott með sér sex riffla og haglabyssur. Tvær af haglabyssunum birtust afsagaðar í höndum frændanna Jóhanns Bjarna Guðjónssonar og Heimis Inga Hafþórssonar í verslun Bónuss á mánudagskvöldið þar sem þeir skipuðu starfs- fólki að krjúpa og rændu peningageymslur. Leit stendur yfir að tveimur byssunum sem eftir eru, en frændurnir eru í haldi á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum DV varð trúnaðar- brestur á milli Keflavíkurstrákanna fjögurra sem rændu byssunum. Þeir földu byssurnar í holu nærri Vogum á Vatnsleysuströnd eftir innbrotið. Tveir þeirra fóru í holuna án vitundar hinna, náðu í tvær byssur og seldu þriðja aðila þær. Sá er grun- aður um að hafa látið Bónusræningjunum þær í té. Þá var tveimur af byssunum skilað til lögreglu. Frændurnir Jóhann og Heimir höfðu 19 ára starfsmann í Bónus í vitorði með sér. Pilturinn fékk taugaáfall eftir að vopnaða ránið var framið og reyndi að fyrirfara sér með því að sprengja upp bif- reið sína í Öskjuhlíðinni. Þegar það tókst ekki gekk hann í sjóinn og reyndi að drekkja sér. Pilturinn bjargaðist og er í faðmi fjölskyldu sinnar eftir áfallið. Lögreglan telur að ránfiðringur hafi gripið um sig meðal vinahópsins, en flestir þeirra höfðu ekki stundað glæpastarfsemi fyrr en í haust. Viðræður um framtíð varnarstöðvarinn- ar heíjast á næsta ári Græða ekki á staðfestunni Douglas Feith, aðstoðarvarnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sem fór fyrir sendinefnd sem hitti Halldór Ásgrímsson í gær, segir að heildar- stefna Bandaríkjanna í varnarmálum kunni í einhverjum tilvikum að bitna á staðbundnum hagsmunum banda- manna Bandaríkjanna. Um slík til- felli verður hins vegar ekki rætt fyrr en á næsta ári. Spurður að því hvort hægt væri að breyta hluverki varnar- stöðvarinnar á Miðnesheiði þannig að hún gagnaðist varnarhagsmunum Bandaríkjanna svaraði Feith að slíkar spurningar yrðu teknar fyrir í viðræð- um á næsta ári. Feith sagði að dyggur stuðningur íslendinga við Bandaríkin í um- deildum málum hefði ekki áhrif á niðurstöður viðræðna í framtíðinni. Um er að ræða langtímabreytingu á. varnakerfi Bandaríkjanna og þær ráðast ekki af stundarhagsmunum heldur breytingum á straumum og stefnum í alþjóðamálum. Með heimsókn Feiths eru málefni Halldór Ásgrímsson og Douglas Feith Feith kom við á íslandi tilað ræða varnarmálin. vamarstöðvarinnar sett í alþjóðlegt samhengi. Feith hefur, ásamt Marc Grossman aðstoðamtanríkisráð- herra, ferðast vítt og breitt um Evr- ópu til þess að kynna bandamönn- um áætlanir Bandaríkjanna. Evrópuferð Douglas og Gross- mans gefur til kynna að áherslu- munur ráðuneytanna tveggja varð- andi framtíðarskipan herstöðvanets Bandaríkjanna hafi minnkað til muna og á þann veg að utanríkis- ráðuneytið hafi færst nær varnar- málaráðuneytinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.