Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 3
IJV Fréttir LAUQARDAGUR 13. DESEMBER 2003 3 Réttu mér fenið! Spurning dagsins Hvernig á að refsa barnaníðingum? Þýðingavillur geta verið margs konar; þær geta verið hættulegar, íyndnar eða bara til vitnis um að þýðendur fá yflrleitt ekki nema krónu og tuttugu aura á slagið og verða því stundum að flýta sér til að geta brauðfætt fjölskylduna. Þegar ég var enn þá yngri og vit- lausari en ég er núna datt mér ekkert gáfulegra í hug en að fá mér vinnu á subbulegri búllu suður í Grikklandi. Þar var oft mikið að gera við að af- greiða og drekka brennivín og stundum hellti einhver niður. Við eitt slíkt tilfelli sneri ég mér að kanadískum samstarfsmanni og bað hann að rétta mér svampinn: Quick, giveme the swamp, where is the swamp? (Fljótur, réttu mér fenið, hvar er fenið?). Skítugt vatn með krókódílum Hann starði hræðslulega á mig og ég flýtti mér að segja: Æ, ég meina sponge. Hvað þýðir aftur swamp? Hann svaraði að swamp væri skítugt vatn með krókódílum og svoleiðis. Þetta var ein af þessum fyndnu, en sumar þýðingavillur eru engar eiginlegar villur, heldur aðeins van- hugsaðar og óskipulagðar snar- heitaþýðingar á misflóknum hug- tökum. Það sem hvað mest stingur mann í sálina þessa dagana er að 'ensku hugtökin Standard of living og Quality of life séu bæði þýdd sem lífsgæði. Það er afskaplega ruglandi og hefur kannski alvarlegri afleið- ingar fyrir okkur sem þjóð en við gerum okkur grein fyrir. Quality of life eru réttnefnd iífsgæði, allt það sem auðgar líf okkar og gerir það betra, en Standard of living er eitt- hvað allt annað, eitthvað sem fjallar eingöngu um neyslu eða jafnvel of- neyslu. Þarna þurfum við að finna upp nýtt orð sem fyrst. Það er kannski til, en þá er það ekki mikið notað. Það eina sem kemur upp í hugann er orðskrípið lifistandard, og hér með auglýsi ég eftir betra orði. Árni Bjarnason Minir umbjóðendur munu aldrei sætta sig við afnám sjómannafsláttar bótalaust. Hygla sér með hýrudrætti Ámi Bjamason, forseti Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands: Stjórnarherrarnir strá um sig jólagjöfunum um þessar mundir. Gjafirnar birtast lýðnum í áformum Lesendur þessara háu herra um kjaraskerð- ingar af ýmsu tagi, en lóðbeint í kjöl- farið fylgja alls kyns útgáfur af sporslum og kjarabótum þeim sjálf- um til handa sem eru út úr kortinu og ekki í neinum tengslum við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. Hvað varðar okkur sjómenn þá má líkja fýrirhuguðu afnámi sjó- mannaafsláttar við það sem er að gerast fyrir botni Miðjarðarhafs um þessar mundir. Þar er verið að byggja múr til að skiija að ísraels- og Palestínumenn. I framhaidinu á svo að semja um frið. Á sama hátt er byggður ókleifur múr milli sjó- manna og útvegsmanna upp á hálf- an annan miljarð og í framhaldinu ætlast til þess að aðilar fari að semja sín á milli. Hvernig á að semja við Guðrún Eva Mínervudóttir veltir fyrir sér þýðingu lífsgæða. Kjallari Þá þurfum við líka að endur- skoða hugtakið lffsgæðakapphlaup, en það orð er hvort sem er svo út- jaskað að það er engin eftirsjá að því. Sá sem á þrjár sundlaugar... Auðvitað skarast þetta nokkuð, til að mynda þegar fólk býr við svo mikla fátækt (lágan lifistandard) að það hefur ekki aðgang að hreinu. vatni, sem þó ætti að heita sjálfsögð lífsgæði. Eða þegar verkamenn sem eru að byggja stíflu hátt uppi í fjöll- um í skítakulda hafa ekki efni á ull- arsokkum og almennilegum skóm. Samt er þetta tvennt ólíkt, því sá sem á þrjár sundlaugar býr ekki endiiega við meiri lífsgæði en sá sem á bara tvær, þótt lifistandardinn sé eitthvað hærri. Eins eru það lífsgæði að hafa nóg að borða, en það eykur ekki á gæði lífs okkar að borða of mikið. Kannski þurfum við fyrst og fremst að reyna að gera upp við okk- ur hvað það er sem við köllum gæði. Það er auðvitað fyrst og fremst per- sónulegt uppgjör, en um leið er það samfélagslegt. Hálfur Austfirðingur Ef við hefðum það betur á hreinu værum við kannski ekki á fullu að sprengja fyrir risastíflu á háiendinu, burtséð frá því hvað það er umdeilt hvort rfkisstyrkt risaframkvæmd sé hoil fyrir efna- hagslífið. Gruggugt og úfið Lagar- fljót í nafni lífsgæða? Sandrok og moldviðri í nafni iífsgæða? Réttið mér fenið, mér er skapi næst að kasta mér fyrir krókódílana og leyfa þeim að tyggja af mér handleggina, eða að minnsta kosti annan þeirra, þennan sem er að austan (ég er nefnilega hálfur Austfirðingur). Annars stóð ekki annað til en að fjalla um þýðingavillur, ég veit að það er löngu orðið of seint að steyta hnef- ann yfir þessum virkjunum. En það er nú bara svo að þótt sumir segi að það sé þægilegra að slaka á þegar manni er riðið í rassgatið, vil ég halda því fram að það sé hollara fyrir sjálfs- virðinguna að streitast á móti. Bakviðlásogslá „Ég veit ekki hvort það er tii einhver refsing fyrirsvona menn. Það er annað hvort að setja þá á bak við lás og slá eða koma þeim beint til geð- iæknis." Valdimar Örnólfsson íþróttakennari „Ég held að það sé best að losa þessa menn við kúl- una,jóla- skrautið sem þeir hafa milli fótanna. Auð- vitað er þetta harkalegt, en ég hefalltafverið framsýnn maður." Lýður Árnason, læknir á Flateyri „Kynferðis- glæpir gegn börnum eru einhverjir alvarlegustu glæpirsem til eru. Hver sem geristsekurí þeim efnum á að taka út refs- ingu sem tekur mið afeðli málsins." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks „Égskalsvara þessu þannig aðþaðeralveg Ijóstað taka þarfað alla refsilöggjöf varðandi þessi mál til endur- skoðunar, svo samræmi ríki í þessum málum gagnvart öðrum afbrot- um.“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar „Óumdeilan- legt er að kyn- ferðisafbrot eru glæpur. Og þegar fólk fremur slíka glæpi á það að sæta ábyrgð og taka út refs- ingu sem er í samræmi við lög. Að mínu mati eru lög- in ágæt, en túlkun þeirra er oft umdeil- anleg ogmisjöfn." Þórunn Þórarinsdóttir Stígamótum þessar kringumstæður? Eru menn- irnir á lyfjum? Mínir umbjóðendur munu aldrei sætta sig við afnám sjó- mannaafsláttar bótalaust. Þessar trakteringar af hálfu stjórnvalda ofan í 20-30% kjaraskerðingu á ár- inu er hreinlega to mutch, ekki síst ef stjórnvöld ætla síðan í framhald- inu að nota hýrudráttinn til að hygla sjáifum sér. (Þessi klausa birtist að hluta til í Spumingu dagsins í DV í gær. Birtist hér í fúllri lengd.) Halldór er hlálegur Þórdís Jónsdóttir hringdi: Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagði, þegar hann mælti fyrir um- deildu frumvarpi um launabætur til handa æðstu embættismönnum rík- isins, að til- gangur frum- varpsins væri meðal annars sá að yngra fólk gæti farið að hasla sér völl í pólitík. Slíkt væri bragarbót á því að gamal- reyndir refir væru að hanga í póltík- inni alveg fram í rauðan dauðann, lífeyris vegna. Ef ekki, væru þeir að smokra sér inn í störf í stjórnsýsl- unni. Með þessum orðum afhjúpar Halldór Blöndal fyrir okkur tilgang þess að hann. kominn fast að sjö- tugu, heldur staðfastfega • áfram í pólítíkinni. Hann kveðst hafa þar er- indi, en baráttan snýst greinilega um að tryggja sér lífeyri. Illa þykir mér komið fyrir Engeyjarættinni fyrst svona er - og Halldór er hláleg- ur. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kynferðisbrot gegn börnum eru mjög til umræðu þessa dagana. ... nú/>e<jar/ó/m náfyaM/ Sérfræðingur verður í búðinni um helgar til jóla og ráðleggur þér um val á dýnu Fri heimsending á rúmum á stór-Reykjavíkursvæðinu Klaeðskerasníðum dýnur svo að þaer henti líkama þínum fullkomlega. Dýnurnar okkar eru íslensk framleiðsla og framleiddar að breskri fyrirmynd. Einnig framleiðum við dýnur í öllum staerðum (eldri hjónarúm eftir þínum óskum. Ekkert er því til fyrirstöðu að hafa tvær dýnur með mismunandi uppbyggingu í sama rúmi. Pífur Rúmteppi Heilsukoddar Náttborð Speglar Skatthol Kommóður Kistlar og fleira... Betta 5 svæða bylgjunudd Rafmagnsrúmin frá «m vöi er á. okkur eru með Innbyggt I dýnuna. viðurkenndri svaeðaskiptri (7 svæða) heilsulatexdýnu, vönduðum 28 rimla botni með stillanlegum stífleika og dýnuhaldara. Fáanleg með 5 svæða bylgjunuddi. ATH 40% afsláttur. Tilboösverö frá Kr. 76.800,- Fyrir skólafólk. Vönduð einstaklingsrúm sem tryggja góðan svefn svo að neminn vakni óþreyttur og til í slaginn.Vönduð íslensk framleiðsla í haesta gæðaflokki á frábæru verði. 90x200 • Tilboðsverð kr. 29.900,- 120x200 • Tilboðsverð kr. 43.920,- W'islunin KúmCiOll Smiójuwgi 2 Koj>.ivt))*,i Suni S l l .’II Opid til jóla: Laugardaga Id. II til 16 Sunnudaga kl. 12 tíl 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.