Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Side 55
DV Síðast en ekki síst
LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 SS
Beðiö eítip eigin ævisögu
Meðal þeirra bóka sem skolar á
land í bókaflóði þessara jóla er Séra
Baldur, sem er saga sr. Baldurs Vil-
helmssonar, fyrrum prófasts í Vatns-
firði. Sagan er skráð af Hlyni Þór
Magnússyni á ísafirði, gömlum vini
og samkennara hins magnaða kenni-
manns vestur við Djúp. „Það er búið
að liggja í mér í um tíu ár að segja
ævisöguna mína en ég hef alltaf gefið
afsvar. En síðan sagði ég já við hann
Hlyn minn Þór og þá varð auðvitað
að standa við það. Þú veist það
kannski ekki, kæri ungi blaðamaður,
að já er eitt hættulegasta orð tung-
unnar. Maður verður að gangast við
eigin orðum," sagði Baldur þegar við
slógum á þráðinn til hans í gær.
„Það eru alltof margir að skrifa
ævisögur til að upphefja sjálfa sig.en
hafa engu frá að segja,“ segir sr.
Baldur, sem kveðst bíða spenntur
eftir ýmsum þeirra bóka sem koma
út fyrir þessi jól. Nefnir þar m.a. ævi-
sögu Sverris Hermannssonar. En
ekki síður er Baldri það tilhlökkun-
arefni að lesa eigin sögu. „Við Hlyn-
ur unnum þetta mest saman í gegn-
um síma og síðan hafði hann ein-
hverja pappíra við höndina. Höfum
líklega ekki hist nema þrisvar sinurn
eða svo. Ég las aldrei prófarkir að
þessari bók, né heldur er hún komin
til mfn enn þá.“
Áratugir eru síðan Skagfirðingur-
inn Baldur settist að vestur í Vatns-
firði og þar býr hann enn, þó svo að
hann hafi látið af prestskap fyrir
nokkrum árum. Byggð á þessum
slóðum hefur átt undir högg að
sækja síðustu árin en kostir eru
vissulega til staðar; svo sem útvarp-
ið, síminn og ísafjarðarpósturinn
kemur á vissum dögum. En ekki þó
oftar en svo að koma hans er Baldri
ævinlega tilhlökkunarefni.
„Hér höfum við síma, útvarp og
póst. Og bókasafn á ísafirði. Hún
Biskupinn og sr. Baldur „Já er eitt hættulegasta orð tungunnar,“segir Vatnsfirðingurinn.
Þórdís mín á safninu finnur bæk- unum sem ég á orðið allar á hljóð-
urnar alltaf til fyrir mig og ég ligg í snældum," segir sr. Baldur.
bókum hér heima, svo sem fornsög- sigbogi@dv.is
• Gríðarlegur taugatitringur
hefur verið á Alþingi í jólamán-
uðinum. ör-
yrkjar og línu-
ívilnun hafa
valdið miklum
deilum. Nýj-
asta nýtt er svo
kjarabót topp-
anna, þeirra
Davíðs Odds-
sonar, össurar Skarphéðinsson-
ar, Steingríms J. Sigfússonar og
Guðjóns Amar Kristjánssonar.
Athygli vakti á fimmtudag, þeg-
ar ftumvarpið umdeilda var lagt
fram, að illa gekk að ná í stjórn-
arandstöðuformennina þrjá.
Um skeið gekk sú saga að sá síð-
astnefndi, sem er fyrrverandi
skipstjóri, hefði skroppið á sjó-
inn. í ljós kom þó að Guðjón
liggur einfaldlega í sólbaði á
Kanaríeyjum og svarar ekki sím-
anum þegar blaðamenn
hringja...
• Vefsíðan mp3.is var opnuð í
vikunni með pomp og pragt.
Síðan á að vera athvarf fyrir tón-
listarmenn sem vilja koma sér á
framfæri en þar geta þeir komið
lögum sínum fyrir svo fólk geti
náð í þau án endurgjalds. Síðan
fer greinilega vel af stað því þar
er nú hægt að ná í lög með hin-
um sálugu Utangarðsmönnum
sem aldrei hafa verið gefin út.
Um er að ræða tvö lög sem tek-
in voru upp í Stúdíó Tóntækni
árið 1980. Þetta var í fyrsta skip-
ti sem Utangarðsmenn fóru í
stúdíó en fljótlega eftir það
hófst ferillinn hjá Bubba
Morthens og félögum fyrir al-
vöru...
• ÁEg-
ilsstöðum
hefúr ver-
ið mann-
margt um
helgar
þegar
meðal
annarra
virkjunar-
meiin frá
Kárahnjúkum koma í bæinn og
gera sér glaðan dag. Auglýst hef-
ur verið ball með Stuðmönnum
um helgina og æda má að virkj-
unarstarfsmenn fjölmenni. I>að
hefur hins vegar heyrst að með-
al annars ítalamir leggi ekki í
fjörið af ótta við barsmíðar
hejmamanna sem hafa verið
herskáir síðustu helgar. Fregnir
herma að þeir séu búnir að fá
nóg af að láta lúskra á sér og um
helgar fara þeir í auknum mæli
til Akureyrar eða einfaldlega til
Reykjavíkur. Veitingamenn á
Egilsstöðum verða þvf af góðum
bita fyrir vikið ef fram heldur
sem horfir...
Kynntu þér
tækni-
nýjungarnar
rictiue Ui5Íon
microfil ,.
mrn. rurr
PIXEL Pt cessing
[COMPONEN^IDEO
_. -~JW
Leiðandi í DVD- og sjónvarpstækninni
iífi
Einar Farestveít & Co.hf,
Borgartúni 28 • Símar: 520 7901 & 520 7900 • www.ef.is
TOSHIBA
Nú rætist draumurinn...