Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 9
0V Fréttir LAUGARDAQUR 13. DESEMBER 2003 9 Englar á Norðurlöndum sex lögreglumenn ofan á honum og hann var yfirbugaður. Lögreglan sneri upp á hendina á honum til að koma á hann hand- járnum.'‘Höndin á mér, djöfulsins," veinaði Jón. „Ég er ró- legur, alveg rólegur núna." „Þetta er annar tveggja íslend- inga sem komu með hópnum," sagði jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavfkurflugvelli. „Hann tengist Fáfni og var með ögrandi framkomu. Hrækti á lög- reglumann og neitaði að framvísa vegabréfmu. Þegar hann sló til ann- ars lögreglumanns var hann hand- tekinn," sagði Jóhann. Peace and love Norðmennimir níu voru teknir afsíðis og af þeim teknar skýrslur. Þeir em allir með langa sakaskrá. Eftir skýrslutökur eru upplýsingar sendar Útlendingastofnun þar sem ákvörðun er teldn um það hvort mönnunum skuli vísað úr landi eða leyft að vera. Samkvæmt heimildum DV er ekki líklegt að þeir muni staldra lengi við. Eft- ir að mesti æsingurinn var um garð genginn óskaði blaðamaður DV eftir viðtali við einn af Vítisenglunum. Lögreglan heimil- aði viðtalið eftir að hafa ráðfært sig við einn af Vítisenglunum sem var tilbúinn að tala við fjölmiðla. „Við erum í fríi og ætlum í Bláa lónið að skemmta okkur," sagði Vít- isengillinn Hans og bætti við að hópurinn væri vonsvikinn með mót- tökurnar. „Það hefði verið skemmti- legt að heimsækja Reykjavík og kíkja á Gullfoss og Geysi." Hans er frá Noregi og tók fram að þar væri hann mun betur liðinn. „Ég get ferðast hvert sem er í Noregi og Skandinav- íu. Það er ekkert vandamál." Hans kvaðst ekki vita af hverju lögreglan tæki svona á móti þeim. Þeirra mottó væri „peace and love." simon@dv.is Fyrir utan deildir virkra með- lima Hells Angels og Bandidos starfa áhangendahópar. Hjá Hells Angels heitir þessi hópur „Red and white support crew". Þeir sem vilja verða meðlimir í Hells Angels þurfa að fara í gegnum íjögur þrep og eru áhangendur það lægsta en meðlimir það hæsta. Áhangendur reyna mikiö til að sanna sig og komast upp þrepin. Þeir safna merkjum til að komast upp. Al- ræmdasta merkið er „Filthy few“ sem menn fá þegar þeir hafa drep- ið mann. Miðað er við að 150 manns séu virkir félagar í hverjum klúbbi. Hells Angels í Danmörku em byggð þannig upp að það starfa níu klúbbar í landinu. Bandidos starfrækir tíu klúbba. Rassía í Noregi Lögreglan í Noregi hefur lagt í miklar rassíur hjá Vítisenglum á síðustu dögum. Lögreglan sagði í gær að henni hefði tekist að ganga svo nærri vélhjóla- gengjunum að þeim tækist ekki að safna nýjum félögum. Á miðvikudag réðust lögreglu- menn inn í skrifstofur Hells Angels í Þrándheimi og Osló. Verið var að rannsaka um- fangsmikið áfengissmygl í þetta sinn. í fyrradag voru tólf liðsmenn vélhjólagengja handteknir í Þrændalögum. Þetta vom með- limir Black Crows, sem tengist Hells Angels. Tilbúnirað mæta þeim um hverja helgi „Þeir sögðu það síðast, og þeir hafa sagt það áður, að þeir muni reyna í okkur þolrifin og að þeir muni ekki láta okkur né nokkurn annan stöðva sig," segir Jó- hann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavíkur- flugveUi sem stýrði aðgerð- um lögreglu í gær. „Þeir sögðu við komum aftur og aftur, en við erum tilbúnir að mæta þeim hér um hverja helgi." Þegar hann er spurður um skýringar Vítisenglanna á veru sinni hér á landi seg- ir Jóhann að þeirra fram- koma og brotasaga segi allt um það sem þeir séu að gera á íslandi. „Þeir eru ekki líklegir að breyta út frá því.“ Hann segir að ekkert sérstakt sé hægt að gera til að koma böndum á starf- semi vélhjólaklúbbsins Fáfnis annað en að hafa góðar gætur á mönnum þar. Jóhann segir aðgerðina hafa gengið vel og ákveðið hefði verið að vera með mikinn viðbúnað. „Okkur bauð í grun að eitthvað gæti farið úrskeiðis," segir Jóhann. „Um síðustu helgi gerðu menn sig líklega til að ráðst á fulltrúann minn þannig að það mátti búast við því að þeir yrðu með of- beldi." Magnús Scheving Fær ólíkindalegar og skemmtilegar hugmyndir sem hann ákveður að hrinda í framkvæmd. Hefur algerlega óbilandi trú á því sem hann tekur sér fyrir hendur og hlífir sér hvergi. Er glaðvær í fullkomnunaráráttunni. Kostir & Gallar Sést oft ekki fyrir þegar hann virkjar aðra á leið sinni að settu marki. Áðurgreind fullkomnunarárátta þykir í hugum margra vera Ijóður á ráði manns sem ella kæmi miklu meira í verk - þó það væriekki allt fullkomið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.